Laugardagur 19.11.2011 - 22:47 - FB ummæli ()

Egg höggormsins

Athygli heimsins er á Grikklandi eins og að þetta litla land skipti einhverju höfuðmáli.Hvað þá hver sé forsætisráðherra þar. Það hefur verið reynt að telja okkur trú um að Grikkland sé lítil hrukka á annars flekklausum ferli peningamálastefnu Evrópusambandsins. Hana þurfi bara að strauja, ef til vill pressa, síðan er „case closed“.

Á yfirborðinu snýst þetta um að almennir skattgreiðendur í Grikklandi borgi fyrir mistök bankanna. Misheppnaða lánastarfsemi sem bar ekki ávöxt. Sá sem sáir verður að taka með í reikninginn að ekki er alltaf uppskera. Þýskir og franskir stórbankar eiga mikilla hagsmuna að gæta og því þrýsta þeir á að fá sín lán endurgreidd með skattfé grísks almennings. Það sem ætti að vekja athygli er að hér um endurtekningu að ræða. Mörg önnur lönd hafa lent í svipuðu og er Argentína 2001 dæmi um það. Þar var allt  sett á annann endann þannig að nánast varð borgarastyrjöld. Þrátt fyrir mikla fátækt í kjölfarið lifðu bankarnir af hremmingarnar.

Grikkland er gjaldþrota og Spánn og Ítalía líka. Allir bankar í Evrópu eru í raun gjaldþrota og lifa á spena Seðlabanka Evrópu. AGS telur að evrópskir bankar þurfi 200 billjónir evra til að endurfjármagna sig og sumir tala um 600 billjónir evra. Það er því mikið tómahljóð í hirslum evrópska banka eða það sem við hin köllum yfirvofandi gjaldþrot.

Það er hægt að kenna öllu svo sem um hvernig er komið er fyrir okkur. Evran átti að vera betur hönnuð. Margir hagfræðingar sögðu fyrir löngu að svona færi. Að fráfarandi forsætiráðherra Grikklands, George Papanderou,  skildi fara strax út með það eftir að hann komst til valda að landið hans væri á hausnum jók ekki traust. Gríska bankakerfið (Bank of Greece) breytti reglum og gerði spákaupmönnum mun auðveldara fyrir að spila með grísk ríkisskuldabréf haustið 2009. Það var eins og að skvetta bensíni á eld. Það reyndar rifjar upp fyrir okkur að svipuð spámennska felldi þýska markið 1923 og einnig asíska hagkerfið 1987.

Það skiptir kannski ekki öllu máli núna.

Þegar valdamestu forystumenn Evrópu, Merkel og Sarkozy, (27. October EU Brussels’ Agreement) geta ekki annað en óskað eftir því við lánastofnanir-banka að þær felli niður skuldir Grikkja, ef þeim þóknast, sýnir svo ekki verður um villst hvar valdið liggur í heiminum í dag. Þannig hefur verið búið um hnútana að „markaðurinn“ getur refsað stjórnvöldum. Markaðurinn hefur vopnin sem bíta. Aukið skuldaálag, sem margir telja náttúrufyrirbrigði, stjórnar örlögum heilla þjóða og heimsálfa en ekki kjörnir fulltrúar fólksins. Ekkert veldur Sarkozy meiri kvíða en að Frakkar detti úr AAA flokknum og sá ótti stjórnar gjörðum Sarkozy. Ekki skynsamleg hugsun hvað sé flestum þegnum hans fyrir bestu. Þess vegna hefur bankakerfið þumalskrúfu á kjörnum leiðtogum okkar og því eru þeir í raun strengjabrúður.

Samkvæmt nýju Brussel samkomulagi, um björgun Grikklands, eru einungis settar 110 billjónir í endurfjármögnun banka á evrusvæðinu. Það er allt of lítið ef við ætlum að notast við hið úrelta peningakerfi. Afskriftir á skuldum Grikkja verða ekki 50% heldur um 19% þegar upp verður staðið og skuldastaða Grikkja verður vel yfir 140% af VLF árið 2020.

Niðurskurðarkröfurnar eru í raun sjálfsmorð á efnahag Grikkja. Ef Grikkland fellur og fer út úr evrusamstarfinu telja margir hagfræðingar að evran hrynji á minna en 24 klukkustundum. Þýskaland mun þá taka upp gamla markið og aðrar þjóðir munu lenda í verulegum vandræðum.

Að ætla sér að fylla ítalska og spænska skuldagatið, sem er 3000 billjónir evra, með 240 billjónum evra (EFSF-sjóðsins) er nánast grátbroslegt. Hvaða heilvita manni datt í hug að lána svona mikið?

Þar sem Brussel gerir ráð fyrir hjálp AGS eða Kínverja þá er það um leið yfirlýsing um eigið getuleysi. Þess vegna mun þetta útspil Brussel ekki telja kjark í markaðinn og mun það því steypa Spáni og Ítálíu fram af bjargbrúninni. Þar með er evran hrunin og miklar hörmungar gætu orðið að raunveruleika í Evrópu. Mikið atvinnuleysi, fátækt og vaxandi hungur samfara auknum niðurskurði. N-Evrópa mun ekki sleppa. Í raun mun skuldaplágan og vanhæfni stjórnmálamanna til að leysa hana valda því að Evrópa mun falla niður á stall vanþróaðra ríkja. Kjör almennings munu verða mjög svipuð um allan heim. Samtímis munu fjármálastofnanir eða bankar ráða lögum og lofum um kjör almennings.

Hér er einnig um endurtekningu að ræða. Í kjölfar heimskreppunnar miklu 1929 brast þáverandi peningakerfi; gullfóturinn. Í kjölfarið kom mikil upplausn, rasismi og heimstyrjöld. Hvort það séu tímanna tákn að Georg Paparendou, sem er sósíalisti, hefur boðið rasistum(LAOS-flokkurinn) til sætis í grísku ríkisstjórninni skal ósagt látið en það minnir örlítið á Neville Chamberlain.

Allir sem fylgjast með gera sér grein fyrir því að þær ákvarðanir sem teknar eru af kjörnum fulltrúum okkar stjórnast af hagsmunum bankanna. Skuldir bankakerfisins í einu formi eða öðru, afleiðuviðskipti sérstaklega, eru svo gríðaleg að jörðin öll á ekki neina möguleika á því að standa í skilum. Þær skuldir sem bankakerfið hefur búið til með sinni spilavítishegðun eru óviðráðanlegar. Að ætlast til þess að framleiðsla jarðairnnar dugi til að framfleyta jarðarbúum og að greiða bankaelítunni þann gróða sem hana dreymir um er því algjörlega óraunhæf.

Hvers vegna er þessari skuldasúpu troðið ofaní kokið á okkur eins og á franskri gæs sem er verið að stríðala fyrir slátrun?  Það er ekki gæsinni til góðs en út kemur góð gæsalifur. Ef allt fer sem horfir mun allur allmenningur sitja eftir réttindalaus, án velferðakerfis og nægjanlega svangur til að vinna myrkranna á milli fyrir lágmarks nauðþurftum. Bankarnir munu krýna sig sem einvalda og sitja á gullinu eins og ormar. Er hugsanlegt að það sé hinn raunverulegi tilgangur?

Eina óvissan er hvort við leyfum þeim að ganga alla leið eða stöðvum þá í tíma. Spurningin er í raun hvort við gerum það eða það verður hlutskipti barnanna okkar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 11.11.2011 - 21:03 - FB ummæli ()

Skuldin stjórnar og drepur

Eins lengi og ég get munað þá hafa borið fyrir augun myndir af sveltandi börnum í Afríku. Myndirnar eru skelfilegar. Með aukinni tækni og hreyfimyndum sést neyðin enn betur og til eru myndir af börnum deyjandi úr þorsta og hungri liggjandi á jörðinni. Máttvana hreyfingarnar og stunurnar skila sér djúpt inn í skilningavitin. Kvikmyndatökufólkið hefur eingöngu getað kvikmyndað en ekki haft nein tök á því að aðstoða deyjandi börnin því vandinn er svo gríðarlegur.

Afríka er heimsálfa sem gæti fætt stóran hluta heimsins, hvað þá sjálfa sig. Afríka er rík af auðlindum af ýmsum toga. Afríka er svo skuldum vafin að afborganir þeirra til ríkra fjármálstofnana í ríkum löndum eru mun hærri upphæð en ríkir skattgreiðendur senda til Afríku sem þróunaraðstoð. Í raun væri það mun einfaldara fyrir ríkisstjórnir sem vilja styðja Afríku með þróunaraðstoð að ganga bara beint yfir götuna heima hjá sér og greiða niður skuldir Afríku í næsta bankaútibúi.

Án skuldanna væri enginn svangur í Afríku.

Þess vegna er það skuldin sem drepur börnin og eigandi skuldarinnar, lánadrottinn, er því ábyrgur. Þess vegna er áhrifaríkasta lausnin að fjarlægja skuldina.

Í Afríku er fullt af fólki, margt af því er atvinnulaust. Í Afríku er mikið að óleystum verkefnum. Í Afríku er mikið af hráefnum. Í Afríku er mikið af þekkingu til að leysa fæðu- og vatnsskort. Í Afríku er til tæki og tól til að leysa fæðu- og vatnsskort. Það virðist vera allt til alls í Afríku til að leysa fæðu- og vatnsskort. Þrátt fyir það deyja börn í umvörpum úr þorsta og hungri algjörlega að nauðsynjalausu. Það deyja 22.000 börn á dag í heiminum fyrir 5 ára aldur samkvæmt Sameinuðu Þjóðunum, að nauðsynjalausu.

Taktu eftir, 22.000 börn á dag, þ.e 15 börn á mínútu!

Þar sem Afríkubúar skulda svo mikið þá er ekki hægt að lána þeim meira til að sinna nauðþurftum þegnanna. Ástæðan er því skortur á peningum, ekki vatni eða mat heldur peningum.

Ef peningar hefðu aldrei verið fundnir upp og við stunduðum ennþá vöruskipti væri enginn svangur í Afríku. Þess vegna er miklar skuldir og skortur á peningum dánarorsök barnanna í Afríku. Því eigum við að beina athygli okkar að dánarorsökinni.  Orsökin er kerfi sem kallast bankakerf. Íslendingar hafa fengið að finna fyrir eyðingarmætti þessa kerfis undanfarin ár og ættu því að hafa skilning á mætti þess.

Peningar eru verkfæri, færa verðmæti frá einum stað til annars. Peningar setja töluleg gildi á verðmæti með sama hætti og meter setur tölulegt gildi á lengd. Þar sem bankar hafa einkaleyfi á framleiðslu peninga er auðvelt að skapa skort á peningum. Þar sem bankar búa bara til pening með því að lána hann þá verða allir að skuldsetja sig til að fá afnot af peningum. Ef þú færð ekki lán þá ertu stopp. Þess vegna stjórna bankar þeim verklegu fræmkvæmdum sem verða að veruleika í þjóðfélögum manna.

Ef þjóðhöfðingi í Afríku gæti framleitt sína peninga sjálfur væri staðan öðruvísi. Þá myndi hann hópa saman fólki og láta það grafa eftir vatni, leggja leiðslur frá vatnsbólum eða rækta mat. Til að fólkið geti flutt verðmæti vinnu sinnar út í þjóðfélagið býr þjóðhöfðinginn til peninga fyrir fólkið og verðmæti fljóta því óhindrað um þjóðfélagið. Í dag þarf sami þjóðhöfðingi að fá peninga fyrst að láni hjá bönkum og því deyja börnin.

Ef við afnemum einkrétt banka á því að búa til peningana okkar og afhendum almenningi það vald þá munu kjörnir fulltrúar okkar hafa valdið til að framkvæma til að sinna þörfum fólksins. Peningavaldið er sterkasta valdið og þegar það ratar heim til almennings er hægt að endurreisa lýðræðið.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 8.11.2011 - 20:20 - FB ummæli ()

Verðbólga og þingmenn

Er verðbólga ekki að hver króna verður verðminni á tímaeiningu? Við getum keypt minni verðmæti fyrir hverja krónu.

Breyturnar eru þá fjöldi króna og magn verðmæta.

Ef allur peningur í heiminum er 1000 krónur og öll verðmæti heimsins eru 10 þingmenn, þá kostar hver þingmaður 100 kall-að jafnaði.

Ef við aukum magn peninga í heiminum í milljón krónur og höfum eftir sem áður 10 þingmenn þá er hver þingmaður 100 þús króna virði-að jafnaði. Núna þurfum við að nota miklu mun fleiri krónur per þingmann, þeas hver króna er verðminni, þe verðbólga.

Spurningin er hvort það eru þingmennirnir sem eru vandamálið, fjöldi peninga eða mælieiningin á verðbólguna.

Ef magn verðmæta og peninga breytist ekki verður engin verðbólga, ekki satt?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Sunnudagur 6.11.2011 - 23:25 - FB ummæli ()

Fimmti flokkurinn..eða

Allt frá hruni hafa verið gerðar tilraunir til að stofna stjórnmálaafl til að hemja fjórflokkinn og sérhagsmunagæslu hans. Borgarahreyfingin var stofnuð í nokkrum skyndi og ekki gengið frá stefnuskrá í öllum megin málum íslenskra stjórnmála. Það reyndist ungu stjórnmálaafli erfitt. Eftir því sem lengra hefur liðið á kjörtímabilið hafa aðilar innan grasrótarinnar horft meira til næstu kosninga og reynt að stilla saman strengi. Sameiginleg sýn nokkurra hópa  er að sameinast undir nýjum merkjum, flokki ef menn vilja kalla það því nafni. Hóparnir er núna reynslunni ríkari og vilja að vel takist til.

Lilja Mósesdóttir hefur ákveðið að mynda nýtt stjórnmálaafl. Það er sjálfsagt ekki auðvelt að gefa kost á sér til að stofna stjórnmálaflokk  eins og Lilja gerir núna. Hún er að svara kalli margra í þjóðfélaginu sem geta ekki hugsað sér að kjósa fjórflokkinn. Það er nokkuð ljóst að vegna mikilla væntinga er ábyrgðin mikil. Einnig er mjög mikið í húfi fyrir Ísland og Íslendinga.

Ábyrgð þeirra sem hafa svipuð markmið og Lilja eru líka mikil. Margir vænta mikils af Lilju en það er erfitt að bíða, auðvitað viljum við að Lilja spretti fram með slagorð og borða, allt tilbúið. Auk þess er alltaf draumurinn að hún og fleiri slái saman strengi sína og úr verði öflug fjöldahreyfing. Við ættum kannski að anda með nefinu og minnast Þorgeirs ljósvettningagoða, en hann lagðist undir feld og á meðan varð þingheimur að bíða. Hugsanlegt er að Lilju sé eins farið, kannski er hún enn undir feldi.

Það er ekki frágangssök að vilja vanda til verka og dæmin hræða því hópar hafa áður stofnað stjórnmálaafl án þess að hugsa dæmið til enda. Ábyrgð okkar allra er mikil sem viljum að réttlætið nái fram að ganga í þjóðfélagi okkar. Ef við öxlum hana af skynsemi og í sameiningu gæti veturinn orðið mjög árangursríkur. Við megum ekki gera fjórflokknum það til geðs að klúðra þessu tækifæri með fljótfærni eða skorti á samtali.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Sunnudagur 6.11.2011 - 00:14 - FB ummæli ()

Skuldin er helvíti

Tilveran er í raun og veru geggjuð þrátt fyrir að stofnanir ungi út hámenntuðum einstaklingum út um allar trissur. Núna er yfirvofandi innrás í Íran þrátt fyrir að Líbíu mönnum hafi varla unnist tími til að grafa sína nánustu eftir að við heimsóttum þá. Við sprengdum bræður okkar í tætlur með háþróaðri tækni og ætlum að halda því áfram. Verktakar í Evrópu sjá mikla möguleika á því að byggja upp aftur það sem samlandar þeirra sprengdu.

Hver bankakreppan á fætur annarri leggur í rúst þjóðfélög um víða veröld. Fátækt, heilsubrestur og dauði fylgja í kjölfarið. Síðan þarf mikið fé til að byggja upp aftur. Styrjaldir eru réttlættar með því að betri menn séu að myrða verri menn. Sá yðar sem syndlaus er…

Að frátalinni sök flatskjársins þá eru kreppur til komnar vegna vitsmuna markaðarins. Hann er;

}  Ekki reyna að binda markaðinn með lögum, hann er sterkari en lögin þín(omnipotent=almáttugur).

}  Ekki reyna að stjórna niðurstöðum, markaðurinn veit alltaf betur(omniscient=alvitur).

}  Gerðu hið rétta og markaðurinn mun verðlauna þig(beneficent=blessunarríkur)

}  Amen,,,hallelúja…

Þetta er lýsing á trú, trúarbrögðum og prestarnir eru hagfræðingar. Helvíti er skuldin.

Þegar saga okkar verður rituð seinna meir verður ekki sagt að þjóðir hafi lotið yfirþjóðlegri stjórn Páfagarðs heldur yfirþjóðlegri stjórn bankakerfisins. Þjóðir og löggjafarsamkundur þeirra eru ofurseldar valdi lánadrottna. Heilaþvotturinn hefur gengið svo nærri okkur að við teljum það sjálfsagt að heil þjóðfélög séu lögð í rúst til að hægt sé að greiða skuldir. Flatskjárkenningin ryður allri skynsemi á brott og þjóðir eru léttvægar fundnar frammi fyrir dómi heimspressunnar. Það er sérkennilegt að fátt breytist, við brugðumst alveg eins við þegar við réttlættum fyrir okkur nornabrennur til forna.

Höfum við gengið veginn til góðs?

Getum við ekki numið staðar og sammælst um að það að drepa  mann er rangt. Getum við ekki sammælst um að fátækt, hungur og heilsubrestur sé ekki hluti af skuldauppgjöri við banka.

Valdið er peninganna og þeirra sem búa þá til. Þeir sem stjórna magni peninga í umferð ráða örlögum einstaklinga og þjóða. Styrjaldir og kreppur stjórnast af græðgi einstaklinga sem hafa valdið yfir peningamyndun. Slíkt vald á ekki heima hjá einkafyrirtækjum eins og bönkum. Slíkt vald verður að lúta stjórn almennings með lýðræðsilegum hætti.

Árið 2008 „þurrkuðust upp lánalínur til Íslands“, þ.e.a.s. þá hættu peningar skyndilega að vera aðgengilegir íslensku þjóðfélagi og þeirri framleiðslu sem við stunduðum. Sú hegðun var borin upp á markaðinn, með sömu formerkjum og Alnæmi sé refsing Guðs.

Nei það var meðvituð ákvöðrun og slík ákvörðun hefði aldrei verið tekin ef almenningur hefði verið hafður með í ráðum með lýðræðsilegum hætti. Þá hefðum við farið aðra leið við að leiðrétta ofurskuldsett þjóðfélag.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 4.11.2011 - 21:08 - FB ummæli ()

Enginn Frakki kann ensku og Grikkir eru latir…

Ég hef einu sinni komið dagspart til Frakklands. Ég var staddur í Genf í Swiss og fór í siglingu um Genfarvatn. Steig af ferjunni á franskri grund í einhverju pínulitlu þorpi. Við hjónin gengum inn á „Tourist bureau“ til að fá upplýsingar. Þar voru þrjár konur fyrir svörum. Engin af þeim talaði né skildu ensku, alls ekki, ekki aukatekið orð. Við reyndum þýsku, nei þær töluðu bara frönsku!

Ég tel mig þess vegna fullfæran að fullyrða að allir frakkar tala ekki ensku . Sennilega er þeim líka illa við útlendinga, hvað veit maður.

Það er haldið að okkur að Grikkir séu latir, lifi á hinu opinbera og fari á full eftirlaun skömmu eftir fermingu. Rökstuðningurinn er sennilega á pari við ályktun mína hér fyrir ofan um enskukunnátu Frakka. Ef við könnum málið aðeins nánar og athugum hvað felst í tölum OECD. Við skulum skoða fjögur N-Evrópsk lönd(Austurríki, Belgíu, Frakkland og Þýskaland) og fjögur S-Evrópsk lönd(Grikki, Ítalíu,Pórtúgal og Spán).

Þegar vinnustundir á ári eru bornar saman þá vinna Grikkir mest. Þeir vinna reyndar lang mest í allri Evrópu og jafnvel þó víðar sé leitað. Þessar tölur OECD falla illa að þeirri fullyrðingu að Grikkir séu latir, þeir virðast frekar vera sívinnandi, amk miðað við Þjóðverja sem virðast varla dvelja í vinnunni miðað við Grikki.

Atvinnuþátttaka er nokkuð svipuð nema hjá Ítölum. Þjóðverjar virðast bæta sér upp fáar vinnustundir á ári með mikilli atvinnuþátttöku.

Að áliti virtustu aðila(Sarkozy+Merkel) þá framleiða suður-Evrópubúar ekkert meðan þeir hanga í vinnunni. Þjóðverjar aftur á móti spýta út úr sér framleiðslunni eða..

Nei það virðist sem Grikkir hafi vinninginn og að hvorki Þjóðverjar né Frakkar séu neitt spes.

Þá hlýtur orsökin að vera að þessir Grikkir lifi bara á sósíalnum eða..

Nei, norður Evrópuþjóðirnar „eyða“ mun meiri pening af skattfé í sósíal hjálp en Grikkir. Það segir okkur að þegar skorið er niður í litlu veikburða velferðakerfi Grikkja þá er af miklu minna að taka og afleiðingarnar því mun alvarlegri.

Nú er reyndar orðið fátt um fína drætti til að rökstyðja rasískar skoðanir okkar á vinum okkar Grikkjum sem hafa margsinnis boðið okkur velkomna til sín til að njóta sumarleyfis í heimalandi sínu. Þess vegna er það örugglega bruðl þeirra í eftirlaunum sem þeir leysa út um og eftir fermingu, samkvæmt heimspressunni, sem veldur vandamálum Grikkja.

Á Ítalíu er lang flest gamalmenni og þess vegna „eyða“ þeir meir en hinir. Það er langsótt að 1% munur á milli Grikkja og Þjóðverja í útgjöldum til kynslóðarinnar sem skóp velferðina setji þjóð í gjörgæsli ESB/AGS og Seðlabanka Evrópu. Það er a.m.k eitthvað annað sem veldur. Það er verðugt verkefni fyrir raunverulega blaðamenn að kanna hvort fullyrðingar um heilar þjóðir séu sannar eða ekki. Að gæði blaðamennsku í dag sé á pari við rannsóknarblaðamennsku mína á enskukunnáttu Frakka er ákaflega dapurt. Það vekur upp þá spurningu hvort blaðamenn séu skuggi eða sól í tilverunni. Að minnsta kosti er þessi gagnrýnislausi fréttafluttningur af heilli þjóð dæmi um að fjölmiðlar stuðla á engan hátt að eflingu lýðræðis í heiminum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 1.11.2011 - 22:43 - FB ummæli ()

We’re gonna sink or swim together. That’s our choice right now.

Í Grikklandi ætlar Papandreou að bjóða grísku þjóðinni upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um nýjasta björgunarpakka ESB. Í honum er áframhaldandi niðurskurður og einkavæðing. Einnig er um 50% afskriftir á skuldum Grikkja. Þegar rýnt er í tölurnar verða þjóðarskuldir Grikkja eftir það svipaðar og 2009 en þá þurftu þeir aðstoð ESB. Þannig að í raun breytist ekkert.

Papandreou er að rétta þjóð sinni kaleikinn og vill að hún bergi á honum sjálfviljug. Ástæðan er að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hans hefur gríska þjóðin ekki viljað drekka mjöðinn hans. Landið er að verða stjórnlaust og borgarleg óhlýðni fer vaxandi. Stærstu mótmæli og verkföll í sögu landsins eru veruleiki. Ekkert lát virðist vera á þeim.

Venjulega krefst almenningur þjóðaratkvæðagreiðslu til að koma vitinu fyrir kjörna fulltrúa sína. Þegar valdhafarnir bjóða upp á þjóðaratkvæðagreiðslu eru þeir í vanda og reyna að hræða þjóðina til hlýðni.

Mótmælendur í Grikklandi standa saman að lang stærstum hluta. Þeir skynja heildarmyndina en gleyma sér ekki í smáatriðum. Þess vegna er Papandreou í vandræðum. Sömu sögu er að segja frá mótmælunum í Bandaríkjunum. Þar er samstaðan mjög góð og ef þau mótmæli vaxa sem þau virðast gera þá mun Obama fyrr en síðar lenda í vandræðum eins og Papandreou.

Jóhanna og Steingrímur getað prísað sig sæla að búa ekki við jafn samheldna andstöðu á Íslandi og þess vegna er veldi þeirra ekki ógnað. Það sem Íslendingar neita að horfast í augu við er staðreyndin að „We’re gonna sink or swim together.  That’s our choice right now“.

Ef bönkum og fjármálavaldinu verður að ósk sinni munum við, þessi 99%, sökkva. Við munum gera það saman og þá verður enginn skortur á samheldni, bara of seint.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Miðvikudagur 26.10.2011 - 18:41 - FB ummæli ()

Okkjúpæ Hörpuna

Á morgun verður ráðstefna í Hörpunni til heiðurs Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Gestgjafar eru fyrsta íslenska vinstri stjórnin með afgerandi meirihluta á Alþingi. Hann hefur verið samviskusamlega nýttur til að framfylgja fyrirmælum AGS. Venjulegir Íslendingar hafa þurft að bera kostnaðinn af herkænsku AGS og nokkrir þeirra hafa skrifað bréf til gestafyrirlesarana. Þrír mætir menn hafa einnig skrifað bréf í tilefni ráðstefnunar og þeir eru Gunnar Tómasson, Ólafur Arnarsson og Michael Hudson. Einnig er mjög gott viðtal við Michael Hudson á „the real news network“. Hudson er ekki að skafa utan af hlutunum og kallar Samfylkinguna „fasista partí“. Reyndar á Samfylkingin ýmsar hliðstæður í öðrum social demokratískum flokkum í Evrópu. Þar sem slíkir flokkar sitja og standa eins og bankarnir vilja þá er í raun ekki um neitt lýðræði að ræða að mati Hudson.

„We stand ready to take any further measures that may become appropriate for this purpose. We will consult with the Fund on the adoption of any such

measures and in advance of revisions to the policies contained in this letter, in accordance with the Fund’s policies on such consultation.“

Þessi grein er alltaf til staðar í öllum samningum sem ríkisstjórnir gera við AGS og það á líka við um Ísland. Þess vegna er það augljóst að AGS stjórnar en ekki ríkisstjórnin. Þess vegna er fyrrnefnd ráðstefna til þess ætluð að auka hróður AGS. Auk þess er augljóst að lýðræðið er brostið. Kjörnir fulltrúar okkar afhenda valdið okkar skilyrðislaust í hendur aðila sem við höfum aldrei kosið til að sinna okkar málum. AGS sinnir þörfum bankaveldisins en ekki okkar og það hafa margir fengið að kynnast á eigin skinni.

Ef þú ert ekki sátt/sáttur við að lýðræðið hafi verið hrifsað frá þér, að bankarnir ráði öllu og þú þurfir að bera mistök þeirra þá mætir þú á mótmælin við Hörpu á morgun. Annað er svik við sjálfan þig og þó sérstaklega börnin okkar sem munu erfa landið okkar, það er að segja það sem eftir verður í eigu okkar.

Við erum 99% og ef við sameinumst þá erum við meirihlutinn.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Mánudagur 24.10.2011 - 20:59 - FB ummæli ()

Bréf til hörpuslagara AGS í Hörpunni á fimmtudaginn

Vonandi hefur það ekki farið fram hjá neinum að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og íslensk valdastétt hafa í sameiningu ákveðið að boða til ráðstefnu í Hörpunni á fimmtudaginn 27. október 2011. Meginmarkmið ráðstefnuhaldaranna er að lofa og prísa aðkomu AGS á Íslandi. Niðurstaðan á helst að vera á þá lund að verkfæri AGS hafi virkað mjög vel á Íslandi og þess vegna hafi önnur lönd ekkert að óttast. Í raun geti þau verið full tilhlökkunar vegna væntanlegrar aðkomu AGS að stjórnun þeirra.

All margir Íslendingar þurfa að lifa frá degi til dags eftir uppskrift AGS og eru ekki sáttir. Gestafyrirlesarar hafa þann megin tilgang að setja einhvern réttlætisstimpil á samkunduna. Þess vegna höfum við skrifað gestafyrirlesurunum bréf þar sem við væntanlega drögum upp aðra mynd af ástandinu á Íslandi en AGS og kórdrengir þeirra innan framkvæmdavaldsins á Íslandi vilja gefa. Brefið fylgir hér með.

Auk þess hefur verið boðað til mótmæla við Hörpuna og vonandi sjá allir sér fært að mæta sem eru ekki sáttir við uppskrift AGS að naumhyggjutilvist almúgans í þágu bankanna.

—————————————————————————————————————————

Reykjavík 23. október 2011

Kæri herra/frú

Joseph Stiglitz, Willem Buiter, Poul Thomsen,

Julie Kozack, Paul Krugman, Simon Johnson

Nemat Shafik, Martin Wolf

Tilefni þessara skrifa er það að þú ert meðal þeirra sem munu taka til máls á ráðstefnunni Iceland´s Recovery—Lessons and Challenges, sem haldin verður í Reykjavík 27. október næst komandi. Við undirrituð höfum áhyggjur af því að þú hafir aðeins fengið valdar upplýsingar um efnahagsástandið á Íslandi frá hérlendum stjórnvöldum. Við viljum því benda þér á mikilvægar viðbótarupplýsingar varðandi fjármál ríkis og sveitarfélaga, fjármálakerfið og stöðu almennings í landinu.

Almennt

Ljóst er að staðan í íslensku efnahagslífi er nokkuð önnur í dag en upphaflegar áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gerðu ráð fyrir þegar þeir komu hér að málum í lok árs 2008. Þannig voru erlendar skuldir þjóðarbúsins nærri tvöfalt meiri í árslok 2010 en upphaflega var áætlað; skuldir hins opinbera eru meiri, atvinnuleysi er meira, verðbólga á árinu 2010 var meiri og svo virðist sem samdrátturinn í efnahagslífinu ætli að verða dýpri og vara lengur.

Ríkisfjármálin

Fyrir hrun skuldaði ríkissjóður 26% af VLF. Opinberar tölur yfir skuldir ríkisins eru 111% af VLF en heildarskuldir þjóðarbúsins eru hins vegar 280% af VLF. Hrein peningaleg eign ríkissjóðs versnaði um 140 milljarða króna milli annars ársfjórðungs 2010 og 2011. Ef marka má þessar tölur þá er hægt að leiða að því líkum að íslenska ríkið hafi frá hruni tekið að láni fjárhæð sem nemur jafnvirði landsframleiðslu í eitt ár og þá eru lánin frá AGS ekki einu sinni talin með. Vaxtakostnaður ríkissjóðs af núverandi skuldabyrði er hátt í 20% af tekjum.

Sveitarfélög

Skuldir sveitarfélaganna og skuldbindingar voru 586 milljarðar um seinustu áramót. Ef skuldir Orkuveitu Reykjavíkur, sem eru vel á 300 milljarða, og 47 milljarða lífeyrisskuldbindingar sveitarfélaganna eru frátaldar standa samanlagðar skuldir sveitarfélaganna í 310 milljörðum kr. sem er 20% af VLF og 154% af tekjum þeirra.

Fjármálakerfið

Kostnaður íslenska ríkisins við endurreisn bankakerfisins í kjölfar hrunsins haustið 2008 var 64% af VLF sem er heimsmet. Nýju bankarnir fengu lánasöfn gömlu bankanna á 45-65% af raunvirði þeirra. Þessi niðurfelling á milli gömlu og nýju bankanna hefur þó ekki skilað sér til almennings þar sem lánin eru rukkuð inn á nafnvirði þeirra. Afleiðingarnar eru mikill hagnaður bankanna sem byggir á því að þeir eru að eignast stóran hluta af öllum eignum íslenskra fyrirtækja og heimila.

Almenningur

Nú er svo komið að 20% heimila í landinu geta ekki borgað af lánum sínum og 40% eru í miklum erfiðleikum. Í raun eru það bara 10% sem geta greitt af húsnæðislánum með eðlilegum hætti.

Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa lækkað um 27,4% síðastliðin þrjú ár á meðan verðlag hefur hækkað um 40%. Af þessum ástæðum hefur neysla þjóðarinnar dregist saman. Á sama tíma hefur þörfin fyrir mataraðstoð margfaldast en engar opinberar tölur eru til yfir fjöldann. Það eru þó staðreyndir að biðraðirnar við hjálparstofnanir hafa lengst og fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna hefur aukist um 62% frá hruni.

Fram hefur komið í tölum ríkisskattstjóra að skuldir íslenskra fjölskyldna hafi vaxið meira en eignir en á síðasta ári rýrnuðu eignir í fyrsta skipti meira en skuldir. Fjölskyldum sem eiga meira en þær skulda hefur fækkað um 8,1% milli ára. Þeim sem voru með neikvæðan eignaskattstofn fjölgaði hins vegar um 12,1%.

Samkvæmt síðustu tölum Vinnumálastofnunar er atvinnuleysið 6,7%. Sú tala er hins vegar umtalsvert hærri þar sem markvisst er unnið að því að koma atvinnulausum í nám og margir hafa yfirgefið landið í leit að atvinnu og betri lífskjörum. Í þessu sambandi skiptir líka máli að hópur fólks sem er atvinnulaus en á ekki rétt á atvinnuleysisbótum skráir sig ekki atvinnulausa. Hvatinn til að skrá sig er ekki til staðar þar sem fólk fær engar bætur hvort sem er. Að lokum er rétt að benda á að samkvæmt tölum sem hafa verið í opinberri umræðu má ráða að störfum á Íslandi hafi fækkað um 22.500 sem er u.þ.b. 8,2% af skráðu vinnuafli árið 2010.

Niðurstaðan

Meginástæða hrunsins var ofvaxið bankakerfi. Það orkar því mjög undarlega á almenning að horfa upp á þá ofuráherslu sem stjórnvöld leggja á endurreisn þessa sama kerfis í stað þess að byggja upp raunhagvöxt samfélagsins. Byrðum fjármálakreppunnar hefur fyrst og fremst verið dreift á skuldsett heimili. Ríkisstjórnin hefur markvisst unnið gegn almennri leiðréttingu lána og innleitt sértæk skuldaúrræði sem gefa bönkunum sjálfdæmi varðandi það hverjir fá leiðréttingu og hversu mikla. Flest ef ekki öll úrræði við skuldavanda heimila og smærri fyrirtækja hafa miðast við að viðhalda greiðsluvilja.

Þessi afstaða ríkisstjórnarinnar og vinnubrögð bankanna hafa skapað aukna misskiptingu. Landsmenn horfa upp á að það er verið að afskrifa skuldir þeirra sem ullu hruninu. Þessir halda líka fyrirtækjum sínum og arði af ólöglegum fjármálagjörningum á sama tíma og almenningur er látinn sitja uppi með forsendubrestinn. Því er svo komið að óréttlætið ógnar félagslegum stöðugleika í landinu. Kjörnir fulltrúar fara eftir kröfum fjármálaaflanna á kostnað hagsmuna almennings.

Íslenska bankakerfið hefur sett skuldir sínar yfir á almenning eins og gert hefur verið í Grikklandi, Írlandi, Portúgal og víðar. Ísland sker sig því ekkert úr hvað það varðar að lýðræðið hefur orðið fórnarlamb bankaveldisins.

Virðingarfyllst,

Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna

Ásta Hafberg, nemandi í viðskiptastjórnun

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, fyrrverandi garðyrkjustjóri

Elínborg K. Kristjánsdóttir, fyrrverandi blaðamaður

Elías Pétursson, framkvæmdastjóri/háskólastúdent

Eyjólfur Kolbeinn Eyjólfsson, hugbúnaðarsérfræðingur

Björg Sigurðardóttir, fyrrverandi bankastarfsmaður

Björk Sigurgeirsdóttir, ráðgjafi

Guðbjörn Jónsson, ráðgjafi kominn á eftirlaun

Guðmundur Ásgeirsson, kerfisfræðingur

Guðrún Skúladóttir, sjúkraliði

Gunnar Skúli Ármannsson, læknir

Helga Garðarsdóttir, ferðamálafræðingur

Helga Þórðardóttir, kennari

Indriði Helgason, rafvirki

Jakobína I. Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur

Rakel Sigurgeirsdóttir, íslenskukennari

Sigurjón Þórðarson, líffræðingur

Sigurlaug Ragnarsdóttir, listfræðingur

Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir

Þórarinn Einarsson, aktívisti

Þórður Á. Magnússon, framkvæmdarstjóri

Afrit sent á erlenda og innlenda fjölmiðla svo og ráðherrana þrjá sem eru í gestgjafahlutverkinu á ráðstefnunni: Iceland´s Recovery—Lessons and Challenges sem haldinn verður í Hörpunni n.k. fimmtudag eða þ. 27. október


Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 20.10.2011 - 20:43 - FB ummæli ()

15. október, framhaldið og fróm ósk

Í Evrópu eru fyrirhugðuð mótmæli á laugardaginn kemur.   Ég fann þennan texta á einni facebook síðunni, reyndar er það hópurinn sem mótmælir í Berlín. Þar sem ég verð í Berlín á laugardaginn er aldrei að vita nema ég mæti.

Ég mæli með því að menn lesi textann, hann segir ansi margt. Auk þess upplifi ég að við á Íslandi séum ennþá að gangrýna hvort annað sem hindrar sameiginlegt afl gegn ofríki bankanna. Það eru miklir fordómar í gangi sem ég tel að muni koma í veg fyrir raunverulegar breytingar á Íslandi. Sennilega verður byltingin innflutt frá útlöndum eins og margt annað. Þess vegna er þessi texti hjáróma bænaskjal frá mér til allra íslenskra besservissera.

When you look around the world today or watch the news, there is so much inequality, so much violence and so much misery, but what can YOU do? For far too long, the silent majority have known that there is something wrong with the world, economically, ecologically and socially, but have struggled to find a voice that represents their point of view.

It’s time for the silent majority to re-find that voice.

We may not all agree on the exact causes and nature of the problems, and previously we have been separated by these different views.

We have spent too long focussing on the differences which separate us. And so, without solidarity, we have been too easily sidelined, marginalised, silenced or crushed.

It’s always difficult to say where and how this movement began. But it is for certain that the examples have grown in number in the last years and months: Iceland, Egypt, Tunisia, Greece, Spain, Israel… And now, in the last few weeks, Wall Street.

All these different examples have shown us that by focussing on the connections, and not letting different opinions exclude people, how much the people have had enough and are ready for change.

As you will know, as the Icelandic revolution did in Iceland and the 15M in Spain, the ‘Occupy Wall St.’ movement has grown rapidly, and has spread to other cities across America, and now on this day, October the 15th – it has spread across the world and arrived here in Berlin.

This is your movement.

By concentrating on the ties that bind us, and through open dialogue and participation we can build a shared understanding of the problems we face and build strength through inclusion not exclusion.

Because, this is your movement.

If you are concerned about the Environment,

We’re concerned about the Environment.

If you’re worried about the corruption and the role of big finance in Politics,

We’re worried about the corruption and the role of big finance in Politics.

If you want to put a stop to corporate greed and the bonus-culture of Wall street,

We want to put a stop to corporate greed and the bonus-culture of Wall street.

Because this is your movement.

If you are concerned about hunger and poverty in the world and with harmful speculation on food prices

then we are concerned about hunger and poverty in the world and with harmful speculation on food prices

If you are worried about the Military-industrial complex, and the waging of wars,

We’re worried about the Military-industrial complex, and the waging of wars.

If you’re concerned with the real economy, decent jobs and social support,

We’re concerned with the real economy, decent jobs and social support.

If you’re worried about the corporate control of the mainstream media,

We are worried about the corporate control of the mainstream media.

Because this is your movement.

In the excitement here today, we must realise that this is not the finale, but only the beginning. And as we grow there will be attempts to crush us, knock us down and separate us. And no matter what the provocation, it is vital that we remain peaceful in our actions.

Physical strength is nothing compared to the power of numbers. We need to stay strong, and our strength is in our unity, but our methods must remain without aggression.

As this is your movement, it is vital that you get involved. Join or form assemblies and let your voice be heard. Because together we need to decide how we go forward, and no longer have our future defined for us, by leaders who give us false hope yet deliver nothing.

If the Political system no longer represents us, then we must look for alternatives.

If corporations no longer represent our values then we must look for alternatives.

If the media no longer represent us, then we must look for alternatives.

We are the 99%, and it’s time to let the 1% know that this world is our world, and if we aren’t happy with the way it is run, then it’s time to take it back. It’s time to show them what a REAL democracy looks like.

Because these streets are our streets,

this city is our city,

this movement is our movement, and together we can affect real change.

Whether the 1% like it or not, Power is coming back to the People and we are…

United for #Globalchange.


Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur