Fimmtudagur 26.03.2009 - 15:54 - 1 ummæli

Hagræðingaraðgerðir

Afleiðing hrunsins er harkalegri hagræðing, í rekstri hins opinbera sem og fyrirtækjanna og heimilanna, en þekkst hefur lengi.

Tekjur sveitarfélaga hafa dregist mikið saman og sumir spá því að staðan 2010 verði verri en 2009.
Maður vonar ekki en það verður að draga rekstrarkostnað strax saman til að takast á við þann vanda sem nú þegar er kominn fram og standa sterkari á næsta rekstrarári.

Sveitarfélög eru að vinna að tímabundnum launalækkunum. Ekki öll en mér sýnist flest neyðast til þess. Eðlilega vekur það upp spurningar, jafnvel reiði og gremju meðal starfsmanna.

Mér finnst að fólk skilji þörfina en því finnst aðferðin óréttlát vegna þess að algengasta leiðin er sú að segja upp hluta fastrar yfirvinnu og bílastyrkja. Þetta er lögleg leið en vissulega er hún óréttlát vegna þess að fólk lækkar misjafnlega mikið og margir lækka niður fyrir þá sem eru á föstum taxtalaunum sem ekki er löglegt að hreyfa við.

Ég tek undir að réttlátasta leiðin er sú að allir starfsmenn taki á sig ákveðna lækkun. Þá þarf hver og einn að lækka minna. Um þetta þarf að nást víðtæk sátt meðal allra starfsmanna og stéttarfélaga þeirra. Þannig tækju allir þátt í lækkun rekstarkostnaðar en ekki bara sumir.

Það væri réttlátara gagnvart öllum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag
Efnisorð: ,

«
»

Ummæli (1)

  • Hjartanlega sammála. Það er mjög ósanngjarnt að lækka fólk svona mismikið í launum! Nóg er nú samt af tilfinningu óréttlætis og misskiptingar þó það birtist ekki líka í þessu. Mér finnst einkennilega lítil umræða um þessa hluti. Fólk virðist ætlað að sitja sitt í hverju horni í sinni gremju, lækkar kannski um 15% á meðan næsta stétt, sem hefur allt inní sínum kjarasamningum, lækkar ekki um krónu. Þetta á eftir að gjörbreyta kjarabaráttu. Nú vilja allir hafa samninga líkt og kennarar sem hafa haft vit á því að ná eiginlega öllu inní föstu launin sín. Aarrgh!

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur