Þriðjudagur 31.03.2009 - 16:46 - Rita ummæli

Það þarf samt bjartsýni

Við keppumst flest við að átta okkur á ástandinu hér í landinu eftir bankahrunið. Þetta hefur verið rússíbanareið fyrir okkur og við orðin ansi ringluð og slæpt.

Það er mikið skrifað um hið slæma ástand og hvers vegna það varð svona. Sú umræða mun halda áfram enda töluvert í að rannsóknum á því ljúki. Gerendur verða að axla sína ábyrgð og hún er gríðarleg hjá mörgum.

Mér finnst þetta allt mjög skiljanlegt en vil leggja áherslu á að við þurfum þrátt fyrir grafalvarlegt ástand að opna fyrir bjartsýni í umræðunni. Mörgum kann að virðast það ótímabært en það er ekki svo. Í alvarlegu ástandi þarf að nýta allt sem skilar okkur fram á við og minna á það sem er að fara í rétta átt.

Í þessum tilgangi hefur vefurinn www.bjartsyni.is verið stofnaður. Þar má lesa um vefinn: ,,Markmiðið með þessum vef er að koma á framfæri jákvæðum sögum, hugmyndum og ábendingum úr íslensku atvinnulífi. Í þeim fjárhagslegu erfiðleikum sem nú steðja að þjóðinni er mikilvægt að gleyma ekki því sem gengur vel, enda getur góður árangur eins orðið öðrum hvatning eða fyrirmynd.“

Mér finnst þetta gott framtak og nauðsynlegt því víða liggja tækifærin.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag
Efnisorð:

«
»

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur