Miðvikudagur 01.04.2009 - 21:58 - 4 ummæli

Ætlar ríkisstjórnin virkilega að lækka húsaleigubætur?

Á sama tíma og sumir stjórnmálamenn tala um að auka félagslegan húsnæðisstuðning í þjóðfélaginu, m.a. með því að hækka vaxtabætur og húsleigubætur, stendur ríkisstjórnin ekki við samkomulag við sveitarfélögin um kostnaðarskiptingu húsaleigubóta.

Fyrir liggur að sveitarfélögin þurftu á síðasta ári að leggja fram aukalega fram 150 m.kr. fyrir ríkið, svo unnt yrði að standa við ákvæði laga og reglugerða um rétt fólks til óskertra húsaleigubóta. Þessa skuld ber ríkinu að greiða sveitarfélögum nú þegar.

Á þessu ári stefnir í að ríkið ætli að snuða sveitarfélögin um a.m.k. 230 m.kr. til viðbótar.

Sveitarfélögin geta ekki við núverandi aðstæður lagt fram þetta fjármagn fyrir ríkið, til viðbótar um 1,3 milljarða kr. sem áætlað er að þau verji til húsaleigubóta á þessu ári.

Ef ríkisvaldið hyggst svíkja sveitarfélögin um þessa peninga og neitar áfram að leggja þá í húsaleigubætur verður að ætla að ríkisstjórn félagshyggjuflokkana ætli að lækka húsaleigubætur sem þessari fjárvöntun af ríkisins hálfu nemur. Það þýðir að hætta verður útgreiðslum af hálfu sveitarfélaganna í haust.

Slík lækkun mun koma sér mjög illa fyrir það fólk sem nauðsynlega þarf á þessum húsnæðisstuðningi að halda, sérstaklega í núverandi efnahagsþrengingum. Það er afar óæskilegt að lækka húsaleigubætur um þessar mundir.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag
Efnisorð:

«
»

Ummæli (4)

  • Hafðu engar áhyggjur, þessu verður kippt í lag fyrir haustið ef Samfylkingin verður við stjórn eftir kosningar. Þá verður fullur skilningur á þörfum sveitarfélagana.
    Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan skilning á reksti sveitarfélaga enda fjárhagsvandi hjá Ísafjarðarbæ hroðalegur eftir 18 ára drottnunartímabil þeirra.

  • sigurður j hafberg

    sæll halldór. Jæja minn kominn í stjórnarandstöðu.

    „Á þessu ári stefnir í að ríkið ætli að snuða sveitarfélögin um a.m.k. 230 m.kr. til viðbótar.“

    Er það ekki allt Steingrími að kenna að ríkið er blankt?
    Það virðast fleiri blankir en Ísafjarðarbær. Er það kannski Steingrími að kenna líka?

    „Ef ríkisvaldið hyggst svíkja sveitarfélögin um þessa peninga og neitar áfram að leggja þá í húsaleigubætur verður að ætla að ríkisstjórn félagshyggjuflokkana ætli að lækka húsaleigubætur sem þessari fjárvöntun af ríkisins hálfu nemur.“

    Þú segir ef. Ertu að draga ályktun? Er ekki rétt hjá mér að það séu kostningar eftir rúma tuttugu daga.
    Einar Kristinn hlýtur að kippa þessu í liðinn eins og öðru undanfarin ár fyrir okkur smælingjana.

    Mikið hvað þeir eru vondir við alþýðuna þessir félagshyggjuflokka
    kv
    sig hafberg Flateyri

  • sigurður j hafberg

    afsakið einu t ofaukið í kosningar og vantar r í félagshyggjuflokkar.
    kv sig haf

  • ,,ríkisstjórn félagshyggjuflokkana“

    Já, þið sem hafið kosið sjálfstæðisflokkinn síðustu áratugi ættuð að vita betur ?

    Þú ætlar ef til vill að vera á skítadreyfaranum hjá Styrmi Gunnarssyni gamla Moggaritsjóranum ?

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur