Laugardagur 11.04.2009 - 20:53 - Rita ummæli

Snillingar

Það er ekki ofsögum sagt að upphafsmenn að tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður, sem nú er haldin í sjötta sinn á Ísafirði, eru miklir snillingar. Að fá hugmynd er eitt en að koma henni í framkvæmd og hafa úthald í að halda áfram er annað.

Það er virkilega gaman að vera á tónleikunum og hlusta á ólík atriði sem einhvern veginn raðast þannig upp að úr verður ótrúlega heildstætt dæmi.

Í hádeginu hitti ég 10 erlenda blaðamenn frá hinum og þessum löndum sem eru að kynna sér Aldrei fór ég suður og fjalla um í sínum miðlum. Þannig berst hróður hátíðarinnar og þar með bæjarins okkar víða. Ekki veitir af að geta sent jákvæða strauma frá Íslandi.

Undirbúningur og vinna við hátíð sem þessa krefst mikils af fjölmörgum. Ég veit að ég tala fyrir hönd margra þegar ég segi að allt þetta góða fólk á inni þakkir frá okkur sem fáum að njóta afrakstrarins. Þetta á við um tónlistarhátíðina og öll dagskráratriði Skíðavikunnar.

Ekki skrýtið þó maður sé stoltur af því að tilheyra þessum öfluga hópi sem byggir okkar góða samfélag.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur