Fimmtudagur 16.04.2009 - 22:02 - 8 ummæli

Fjölgun fiska?

Þegar maður hlustar á pólitískar umræður þessa dagana þá er átakanlegt hversu lítið er um lausnir eða a.m.k. hugmyndir um lausnir. Gömlu góðu slagorðin eru á sínum stað, gamli góði Steingrímur J. er flottur, líka í slagorðunum.

Lausnirnar geta varla verið fólgnar í mikið hærri sköttum en eru nú þegar. Fólk er að verða fyrir launalækkunum. Þær eru veruleiki. Bætum ekki sköttum ofan á það. Ef ég skildi Steingrím J. rétt í kvöld á borgarafundinum á Akureyri þá er verið að tala um aukaskatt ofan á laun yfir 300 þús. kr. Getur það verið? Lendir það ekki að mestu á barnafjölskyldum og ungu fólki sem er að basla við að koma yfir sig húsnæði og er núna að reyna að halda í við hækkun á öllum sköpuðum hlutum?

Kristján Þór lagði áherslu á að ekki væri bæði hægt að lækka laun og hækka skatta. Þetta er lykilatriði. Við eigum að reyna eftir bestu getur að hlífa fólki við enn frekari álögum.

Á fundinum var talað um að fleiri þúsund fyrirtæki stefndu í gjaldþrot. Og það var talað um að skapa fyrirtækjum lífvænlegt umhverfi. Allir töluðu um þetta.

En um leið töluðu ótrúlega margir um að þjóðin ætti að fá fiskinn til baka. Þar mun vera átt við að svokölluð fyrningarleið um að taka veiðiheimildirnar af fyrirtækjum í sjávarútvegi skapi réttlæti og að því er mér skildist fleiri störf.

Í mínum huga er réttlætið ekki fólgið í því að taka veiðiheimildir af fyrirtækjum sem hafa áunnið sér nýtingarrétt með því að greiða fyrir þessar heimildir.

Og ef störfum fjölgar við að skipta um útgerðarmenn (sem hlýtur að vera ætlunin með því að taka veiðiheimildir af núverandi útgerðarmönnum) þá hlýtur þessi feigðarleið (vinstri menn kalla hana fyrningarleið) að fjölga fiskunum í sjónum.

Ef fiskunum fjölgar ekki í sjónum við þessa leið þá skilar hún engu nýju fyrir þjóðarbúið.

Mér finnst að frambjóðendur eigi að einbeita sér að fyrirtækjum sem þurfa á því að halda en láta sjávarútveginn sem er undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar í friði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Haukur SM

    Þetta er lélegt Halldór. Sorrí, en það er það.

  • Þú ert stjórnmálamaður, formaður Samtaka sveitafélaga og bæjarstjóri villt ekki hærri skatta eins og við öll hin. Hvaða töfrahugmyndir hefur þú til lausnar þeim gígantísku vanda sem þú og flokkurinn þinn eruð búin að koma okkur í. Þín lausn sem sjálfstæðismanns á rekstri ríkisins síðustu 2 áratugi er okkur ljós og á þeim tíma voru skattbirgðar á hinn almenna skattgreiðanda hækkaðir. Hvaða töfralausn hefur þú nú á að reka eitt skuldsettasta ríki heims án þess að hækka skatta.

  • Halldór.

    Þú ert ekki að skilja blekkingar LÍÚ.

    Auðvitað fjölgar fiskunum ekkert í sjónum við fyrningarleiðina sem VG og Samfylkingin boða en aftur á móti munu margir fiskar koma í ljós sem áttu ekki að vera til.

    Þeir kalla það ofmat fræðingarnir, en er í raun fölsun á bókhaldi með afturvirkum reikniskúnstum

    En hitt er víst að blekkingarleiknum sem LÍÚ hefur beitt með fulltingi Hafró með því að búa til skort á þorski í þeim tilgangi að hreinsa út kvótalausar útgerðir og hækka verð á aflaheimildum „LÝKUR“.

    Þannig að þá mun þitt bæjarfélag aftur blómstra sem aldrei fyrr !

    Þið Sjálfstæðismenn (saklausir) verðið að fara að skilja það að LÍÚ hefur blekt ykkur eins og alla hina í nafni friðunar og hagræðingar.

  • Ótrúlegt hvað þú getur snúið út úr málinu
    varðandi sjávarútveginn. Hvar stendur að
    þeir, sem hafa verið lengi eða skemur við
    veiðar MISSI hlutdeild sína? H V E R G I.
    Hins vegar VERÐUR AÐ HÆTTA MEÐ BRASK OG VEÐSETNINGAR Á FISKI SEM E K K I ER TIL.
    þETTA ÞOLIR ÞÚ EKKI, GÓÐI MAÐUR. þAÐ ER ÞITT MÁL.
    Einfaldasta framkvæmdin væri að koma þessu
    í gegn með þessarri aðferð: ALLIR SEM NÚ ERU VIÐ VEIÐAR HAFA HLUTDEILD SÍNA ÓBREYTTA
    TIL 1. SEPT. 2011. ENGIN VEÐSETNING Á KVÓTA LENGUR-AFNUMIN NÚ ÞEGAR EÐA FRAMSAL
    MILLI FÉLAGA-BRASKIÐ BURT.
    Frá 1.sept 2011 er öllum sem vilja og geta
    frjálst að sækja um hlutdeild t.d. sama og er í dag hjá viðkomandi fyrirtæki. EN ÞÁ
    2011 verða allir að greiða smáupphæð fyrir
    aðgang-veiðiréttinn- til þjóðarinnar.
    N’U borgar ríkissjóður kostnaðinn við
    FISKISTOFU – allt undir einn milljarð en hefur ekkert með veiðistjórnun að gera.
    ÓBREYTT KERFI ER LÖNGU DAUÐADÆMT. ÞEIR SEM EKKI GETA VERIÐ ÁFRAM ETIR ALLT AÐ 25 ÁR EIGA AÐ H Æ T T A OG SNÚA SÉR AÐ ÖÐRU.

  • Sigtryggur J

    Og þegar útgerðarmenn eru búnir að skila kvótanum til ríkis, hver ætlar þá að kaupa 3 milljarða togarann sem ég er á svo að ég haldi vinnunni?

  • Bjarni Hallsson

    Nei!!
    Staðreyndin er sú að SjáLfstæðisFLokkurinn nýðist á lýðræðinu í landinu.
    Og megir þú hafa skömm fyrir það ásamt öðrum kvótagreifum,bankaræningjum og bensínokrurum í mútuFLokkinum!

  • Sigtryggur,

    Það verður engin svo vitlaus að kaupa frystitogara í framtíðinni.

    Við munum reka allt svoleiðis drasl út úr íslenzkri lögsögu líkt og Færeyingar gerðu.

    Þú hættir bara á frystitogaranum og kaupir þér skak og línubát og slappar af heima hjá fjölskyldunni 7 mánuði á ári.

  • Steingrímur Viktorsson

    Halldór, ég finn til með þér, hélt þig greindan og hugsandi.

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur