Það kom fram í erindi forsætisráðherra á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag að hjá Vinnumálastofnun væru skráð 600 laus störf. Einhverra hluta vegna vantar fólk í þessi störf þrátt fyrir að þúsundir séu skráðir atvinnulausir.
Á aðalfundi SA sem haldinn var undir kjörorðinu ,,Atvinnulífið skapar störfin“ var framtíðarsýn lýst og lögð áhersla á mikilvægi þess að skapa aðstæður fyrir atvinnulífið. Það er auðvitað hlutverk stjórnmálamanna að gera það sem í þeirra valdi stendur að skapa þær aðstæður. Þá skapar atvinnulífið störfin.
Liður í að skapa þær aðstæður munu þá ekki vera fólgnar í að hækka skatta þó það sé freistandi þegar mikill halli er á rekstri ríkis og sveitarfélaga. Tekjuaukning hins opinbera er fólgin í að stækka skattstofnana þegar veltan og umsvifin aukast.
Atvinnustefna Sjálfstæðisflokksins byggir á því að stækka skattstofnana með auknum umsvifum frekar en að auka álögur á óbreytta skattstofna.
Það sem er áhugavert er hversu mörg störf eru ekki umsækjendur að, ekki hversu mörg störf eru skráð laus.
Við búum núna í rústum. Þjóðfélagið sem við bjuggum við var helsjúkt. Það var að mestu rekið á meira fífls reglunni það er að segja menn töldu að það væri alltaf hægt að finna einhvern sem væri nógu vitlaus til að kaupa öll verðmæti á hærra verði en sá sem seldi hafði greitt fyrir þau sömu. Jafnvel gömul ónýt hús hækkuðu í verði.
Kvótaeigendur segjast ekki geta rekið sín fyrirtæki ef þeir fái ekki að eiga kvótann. Sem hljómar í mín eyru eins og við getum ekkert nema með vernd stjórnvalda. En þeir hinir sömu greiða nú þegar fyrir kvótann í formi vaxta af kaupverðinu. Og margar útgerðir leigja út kvóta til annarra og jafnvel leiguliðarnir lifa af. Svo eru verðmæti ekki meðhöndluð með neinu jafnræði. Það er ekkert tiltökumál að verðfella eignir allmennings. En þegar kemur að fjármagnseigendum þá má ekki hrófla við þeirra eignum.
Kvótakerfi hefur einnig lokað greininni fyrir nýliðun einmitt vegna framsals- ávæðisins.
Fyrri stjórnir á Íslandi hafa alla tíð verið í því að búa til einokunargeira með því að gæta sérhagsmuna ákveðinna hópa.
Við erum með sérleyfishafa á mörgum sviðum. Hópferðabílar, leigubílar og flugrekstur eru ágæt dæmi um það. Við erum með sér lög um fyrirtæki í svipuðum eða sama rekstri. Landbúnaðurinn er í svipaðri kreppu. Ungt fólk kemst ekki þar inn vegna þeirrar umgjarðar sem stjónvöld liðinna ára hafa skapað í kringum greinina. Stóriðjan hefur heldur ekki sloppið. Það eru til sér lög um Isal sérstakt laganúmer fyrir Norðurál Grundartanga og annað núna fyrir Norðurál Helguvík. Svo eru til sér lög um Fjarðaál, Járnblendiverksmiðjuna. Meira segja fann ég sérstök lög um Opin kerfi í lagasafninu. Mér er þetta algerlega óskiljanlegt að lög og reglur þurfi alltaf að sníða að einhverjum þröngum hópum til að þeir geti lifað af.