Háskólasetur Vestfjarða var stofnað 2005 sem sjálfseignarstofnun eftir að nefnd á vegum menntamálaráðherra skilaði af sér tillögum um slíka stofnun. Mikil vinna hafði verið lögð í undirbúning og margir lagt hönd á plóg árin á undan við að þróa slíka starfsemi og leggja þannig grunn að framtíðinni. Duglegir nemar í fjarnámi og tilkoma Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða […]
Það er eflaust að bera í bakkafullan lækinn að ætla sér að skrifa um sjávarútvegsmál enn eina ferðina. Það virðist sama hvað maður skrifar um þennan undirstöðuatvinnuveg okkar, alltaf finnast einhverjir sem eru til í að gera manni upp skoðanir og hvatir sem eiga ekkert skylt við umræðu sem leiða á okkur sem þjóð fram […]
Jöfnun flutningskostnaðar á Íslandi hefur ekki fengið mikinn hljómgrunn hingað til þrátt fyrir að þörfin fyrir slíkt sé til staðar. Flutningskostnaður er það mikill fyrir heimili og fyrirtæki á landsbyggðinni að takast þarf á við það mál. Samkvæmt gjaldskrá kostar t.d. 460.000 kr. að koma 40 feta gám á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Fyrirtæki sem […]
Ríkisstjórnin er með áætlanir um persónukjör í næstu sveitarstjórnarkosningum. Það fellur að stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga sem staðfest var á síðasta landsþingi sem haldið var 13. mars sl. Á landsþinginu skilaði lýðræðishópur sambandsins af sér tillögum. Meðal þeirra var tillaga um aukið lýðræði í sveitarfélögum, þ.á.m. persónukjör. Þessi tillaga fór svo inn í endurskoðaða stefnumörkun […]
Nýrri ríkisstjórn vil ég óska alls hins besta. Það er mikilvægt að stjórninni gangi vel að vinna úr þeim fjöldamörgu málum sem nauðsyn er að leysa og það helst strax. Mest aðkallandi eru efnahagsmálin með efnahag heimilinna og fyrirtækjanna í forgrunni. Almenningur hefur miklar væntingar til nýrrar ríkisstjórnar og þau heimili og fyrirtæki sem standa […]
Nú heyrir maður af áhyggjum víða af landsbyggðinni vegna fyrirhugaðrar fyrningarleiðar hjá ríkisstjórninni sem verið er að mynda. Nokkrar sveitarstjórnar hafa nú þegar samþykkt bókanir þar sem lagst er gegn fyrningarleið. T.d. Grindavík þar sem allir bæjarfulltrúar samþykkja slíka bókun, þ.á.m. tveir fulltrúar Samfylkingar og einn fulltrúi Frjálslynda flokksins. Ekki skrýtið að fulltrúar almennings í sjávarútvegsbæjum samþykki […]
,,Held það sé í lagi að það verði verðhjöðnun í einhvern tíma hérna á Íslandi“ sagði maður einn við mig í dag þegar við vorum að spjalla um þessa hrikalega erfiðu stöðu sem við erum í gagnvart lánum flestra ef ekki allra. Hann átti við að í verðhjöðnun lækka verðtryggð lán og það væri góð […]