Föstudagur 09.10.2009 - 14:33 - Rita ummæli

Er allt í fína lagi?

Það hlýtur allt að vera í fína lagi í þjóðfélaginu.

Hreyfingin telur að nú sé rétt að fjölga svo verulega í sveitarstjórnum að í Reykjavík fari fulltrúafjöldinn úr 15 í 61. (Jenný Anna Baldursdóttir skrifar um það hér á Eyjunni með sínum hætti.)

Umhverfisráðherra ætlar ekki að fara fram á undanþágur fyrir Ísland á næstu loftslagsráðstefnu. Samt erum við með um 70% af okkar orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum þegar ESB ríkin stefna að 20% árið 2020. Sem þýðir að okkar staða var allt önnur og betri þegar viðmiðun er tekin í loftslagsmálum, sem þýðir aftur að við eigum að sækja um undanþágu til að verja hagsmuni okkar.

Og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra telur að leggja eigi bara á skatta á höfuðborgarsvæðinu en ekki á landsbyggðinni, í nafni jafnræðis.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag
Efnisorð:

«
»

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur