Mánudagur 05.10.2009 - 11:55 - 4 ummæli

Stjórnkænska?

Miklar vangaveltur eru um það hvort ríkisstjórnin muni hafa næstu daga og vikur af. Viðfangsefnin eru mjög erfið og verkefnin hafa tafist. Mér finnst ríkisstjórnin hafa aukið á erfiðleika sína með því að fara í verkefni sem stjórnin er sjálf ekki sammála að fara í. Eitt slíkt dæmi er aðildarviðræður við ESB. Það er ekki mjög sannfærandi að sækja um aðild að ESB en láta fylgja að hálf ríkisstjórnin sé andvíg aðild þó hún leyfi hinum ríkisstjórnarflokknum að koma aðildarumsókn í gegn.

Til að gera málið enn erfiðara er ákveðið í stjórnarsáttmálanum að fá þann hluta atvinnulífsins sem mest er á móti aðild að ESB, sjávarútveginn, algjörlega mótfallinn samstarfi við ríkisstjórnina. Það er gert með því að boða fyrningarleið sem vegur skiljanlega gegn starfsemi þeirra fyrirtækja sem eru í sjávarútveginum í dag. Og sjávarútvegurinn ásamt landbúnaðinum eru stærstu vafaatriðin varðandi það hvort aðild að ESB er heppileg fyrir Ísland eður ei.

Stjórnkænska?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag
Efnisorð:

«
»

Ummæli (4)

  • Gísli Baldvinsson

    Þú hefur mikil áhrif, Halldór. EF þú beitir þér fyrir málefnalegri umræðu um ESB innan sveitarstjórnarstigsins ertu maður meiri.

  • voruð þið Gunnlaugur ekki vinir i Grindavik

  • anna benkovic

    láttu málefni íslendinga Ráða

  • Hver er spurning Kollu?

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur