Laugardagur 03.10.2009 - 12:36 - Rita ummæli

Fjármálaráðstefnan

Sveitarstjórnarfólk og fjármálastjórar af öllu landinu komu 1. og 2. október saman á árlegri fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Að þessu sinni 1 1/2 mánuði fyrr en oftast áður til að fá sem bestar upplýsingar inn í fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2010.

Það segir sig sjálft að staða 77 sveitarfélaga í landinu er afar misjöfn. Sum afgreiddu árið 2008 með jákvæðum rekstrarafgangi. Flest voru reyndar með taprekstur enda var viðsnúningurinn vegna hrunsins mikill. Það segir til sín þegar erlend lán hækka um 70-80%.

Flest reiknuðu svo með því að krónan myndi styrkjast í ár, þau fóru bara eftir opinberum spám hvað það varðaði. Okkur er það ljóst að þessi styrking verður ekki í ár þannig að sá þáttur fjárhagsáætlana 2009 mun reynast rangur. Hins vegar er tekjuþátturinn betri en reiknað var með og í það heila tekið er staðan betri en svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir.

Það kom fram á fjármálaráðstefnunni að þegar staða sveitarsjóðanna í landinu er borin saman við stöðu ríkissjóðs þá standa sveitarfélögin í heild betur. Það eru ánægjuleg tíðindi en reyndar er samanburðurinn ekki við stöndugan ríkissjóð heldur frekar laskaðan.

En það er gott og nauðsynlegt að halda líka á lofti jákvæðu teiknunum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag
Efnisorð:

«
»

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur