Þriðjudagur 05.01.2010 - 22:22 - 5 ummæli

Það var þá

Fyrirsögnin er nokkurs konar samantekt á þeim viðræðum sem ég hef átt við nokkra ágæta Samfylkingarmenn í dag. Viðkomandi voru ansi reiðir forseta Íslands fyrir þá ákvörðun að skrifa ekki undir svokölluð Icesave lög.

Ég leyfði mér að minna viðkomandi á fagnaðarlæti þeirra vegna þeirrar ákvörðunar sama forseta fyrir fimm árum þegar hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin.

Það var þá var svarið.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag
Efnisorð:

«
»

Ummæli (5)

  • Kann að vera. En ekki eru sveitarfélög að fagna þessari niðurstöðu sem lengir óvissuna í fjármálum sveitarfélaga, er það?

  • Guðlaug G.

    Þér getur ekki verið alvara að bera þetta mál saman við fjölmiðlalögin. Þau voru húmbúkk miðað við þetta mál sem er svo alvarlegt að því verður ekki með orðum lýst.

    Nú eru skelfilegust spárnar að koma fram EFTIR að forsetinn setti málið í þennan hnút.

    Forsetinn er alveg búinn að vera. Það eru líka Hrunflokkarnir tveir. Þeir munu ekki græða á þessu þegar upp er staðið.

  • Sjallar voru nú ekki með hýrri há fyrir 5 árum eftir að forsetinn synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Davíð dró svo frumvarpið fýlulega til baka og kom þannig í veg fyrir
    að málið væri sett í dóm þjóðarinnar.

    Nú fær þjóðin að kjósa;
    heiftin er þó ekki meiri en það.

  • lýður árnason

    Ólafur er samkvæmur sjálfum sér og samfylkingin fær óvænta aðstoð frá forseta til að koma stefnumálum sínum varðandi lýðræðishallann á framfæri. Hvað er hægt að hafa það betra?

  • Það er gott að hafa einhvern með meðvitund frjóan huga kjark og þor þar er Ólafur

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur