Þriðjudagur 19.01.2010 - 18:11 - 17 ummæli

Þessa menn skal stoppa

http://bb.is/Pages/26?NewsID=143263

Ríkisstjórn Íslands hefur boðað að svona sægreifa skuli afskrifa. Aðferðin er kölluð fyrningarleið og gengur út á að taka veiðiheimildar af útgerðarmönnum um 5% á ári þar til þær eru að fullu afskrifaðar.

Þessi sægreifar byrjuðu í útgerð þó nokkru eftir að kvótakerfi og framsal var ákveðið á Alþingi á sínum tíma.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (17)

 • Jón Páll

  Útaf hverju ættu þessir ágætu menn að hverfa við fyrningarleiðina?

 • Benedikt Bj

  Þetta eru ábyrgðarlausir og óhæfir bjálfar.

  Kunna ekki að reka áðnamaðkasölu, hvað þá útgerð.

 • Þetta er nú meira ofstækið.
  Auðvitað verður veiddur fiskur á Íslandsmiðum áfram. Málið snýst um að skapa hér annað og ásættanlegra fiskveiðikerfi. Kerfi sem ekki byggir á braski og einokun fárra- og að eigandi fisksins á Íslandsmiðum-þjóðin- njóti auðæva sinna. Landið í heild

 • Og hvernig í ósköpunum ættu viðskipti þessara manna að versna þó að 5% fyrning verði á kvóta á ári hverju? Sé ekki á fréttinni að þeir eigin neinn kvóta, heldur þurfi að kaupa fisk af öðrum til að ala áfram. Veit ekki betur en margar aðrar atvinnugreinar borgi hærri en 5% skatt. Og þetta er einfaldega spurning um réttlæti, og eðlileg vinnubrögð að allir hafi jafnan rétt til að bjóða í kvótann á hverju ári. En ekki að einhverjum mönnum sem áttu bát áríð 1980 sé gefinn kvótinn til eilífðar eignar. Jafnvel mætti hugsa að sér að þessi 5% sem séu fyrnt árlega seu gefin þeim sem sækja um hann. Gegn því að hann sé ekki veðsetjanlegur eða framseljanlegur.

 • Gunnar Tryggvason

  Þetta er ósmekklegur málflutningur Halldór. Þetta eru dugmiklir menn sem munu sanna sig þegar jafnræði verði komið á greinina aftur. Hugsarðu virkilega aldrei um alla þá sem núverndi úthlutunarkerfi „Stoppar“. Bendi þér á að lesa 1.grein lagana áður en þú talar um að e-h „taki“ veiðiheimildir af útgerðamönnunum. Þú veist betur og átt ekki að hafa svona endemis vitleysu eftir. Úr 1 greinini: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar…myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Ertu ekki sáttur við að þeir fái 95% ókeypis á næsta ári á meðan aðrir þurfa að kaupa allt?

 • Það kemur fram hjá Halldóri að þessir menn hafi keypt sínar veiðiheimildir. Það gerðu þeir í samræmi við lög. Ef það á að taka af þeim þennan rétt sem þeir hafa greitt fyrir, þá eiga þeir að fá bætur fyrir.
  Það er ótrúlegt hve óforskammaðir sumir eru útí þá sem stunda útgerð. Ég veit ekki betur en að þeir sem stunda þá atvinnugrein fari eftir lögum eins og aðrir, hvort sem það eru kaupmenn, bændur, smiðir, o.s.frv.

 • Annað eins bull hef ég nú sjaldan séð á prenti og illa er komið fyrir stjórnmálamönnum ef þeir þekkja ekki betur til þeirrar umræðu sem fram fer í landinu um þessar mundir um Sægreifa.
  Ef þessir menn verða stoppaðir í sínum rekstri eða fá ekki að færa út kvíarnar verður það vegna skipulagsmála en ekki núverandi fiskveiðistjórnar eða fyrningar.

 • Bæjarstjóri:
  Þessi menn fá “ kvótann “ sinn hálf gefins úr sérstökum sjóði , er þessi vísindasjóður sjávarútvegsins skertur í fyrningarleiðinni? Og þeir fá örugglega sjómannaafslátt líka ( sem þjóðin borgar ) þegar farið er gefa, eru þeir lögskráðir, læknirnn líka ? Vonandi gengur þeim vel og borga útsvar til Ísafjarðar. Eða eru þeir ehf og sf. ?

 • Halldór Halldórsson

  Það er gott að taka svona raunverulegt dæmi. Ég sé á athugasemdunum að fólk áttar sig samt ekki á þessu. Einn spyr hvort að ég sé sáttur við að þeir hafi 95% frítt eftir fyrsta ár fyrningar.

  En þeir hafa keypt 100% af sínum heimildum til að veiða. Þess vegna er ekkert frítt hjá þeim heldur verður allt tekið af þeim.

  Þetta er varla flókið. Fyrningarleiðin mun rústa rekstri þessara manna sem annarra sem eru nýliðar í útgerð og hafa byggt sig upp skv. lögum frá Alþingi.

  Það er enginn að bera á móti því að fiskistofnarnir eru sameign þjóðarinnar. Hafið samt hugfast að löggjafinn úthlutaði heimildum til að nytja þessa sameign. Eftir þeim lögum vinna útgerðarmenn eins og þessir.

  Kynnið ykkur málið betur og komið svo með fleiri athugasemdir.

 • Halldór fréttin í BB hafði ekkert með fiskveiðistjórnun né fyrningu að gera en þér tókst með óskiljanlegum hætti að gera lítið úr þessum ágætu mönnum og þér sjálfum með því að tengja þetta við þá umræðu sem á sér stað um breytingar á fiskveiðstjórnakerfinu. Bloggfærslan hefði átt að vera um skipulagsmál.

 • Halldór minn. Það borgar sig að segja satt og rétt frá þó að þetta sé vinafólk þitt. Álfsfell er frábært fyrirtæki en það hefur samt fengið töluverðan gjafakvóta í gegnum árin. Bæði byggðakvóta og síðan þorskkvóta til áframeldis frá AVS sjóðnum. T.d. 100 tonn af 500 tonna sjóð árið 2009 og 125 tonn af 500 tonna sjóð árið 2008. Andvirði þessa tveggja úthlutanna er rúmar 50 milljónir + allt annað sem þeir hafa fengið úthlutað. Þessar upplýsingar eru að finna inni á http://www.avs.is og fiskistofa.is Þú veist betur….

 • Jón Páll

  Þetta er fyrsta málsgreinin í lögunum um stjórn fiskveiða:
  1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

  A. Var upphaflega úthlutað aflaheimildum. Svo ákveður hann að selja B. sínar aflaheimildir. Þá hlýtur B að hafa gert sér grein fyrir því að hann var að kaupa eitthvað sem myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði.
  Kjarni málsins er sá að aflaheimildirnar mynda ekki eignarrétt.
  Hver segir að þessir ágætu menn gætu ekki náð sér í meiri aflaheimildir en þær sem þeir hafa í dag eftir breytingarnar.
  Finnst ykkur að kvótakerfið hafi skapað trausta byggð í landinu?
  Í lögunum stendur að markmið laganna sé að skapa trausta atvinnu og byggð í landinu.
  Hefur kvótakerfið treyst byggð og atvinnu í landinu?

 • Elías segir satt og rétt frá !

 • Gunnar Tryggvason

  Halldór, þú bendir réttilega á að þessir menn hafa eins og margir aðrir þegar greitt fyrir aðgang að auðlindinni. En þeir eins og allir aðrir gerðu það með það í huga að sérréttindin gilda ekki til eilífðarnóns. 1.greinin og áætlun um að beita henni hefur verið í umræðunni alveg frá upphafi og bara tímaspursmál hvenær leiðréttingin færi fram. Þetta hafa allir alltaf vitað. 5% fyrning finnst mér vera góð sáttatilraun þar sem afskriftir margra annara fastafjármuna er með svipuðum hætti.
  Annað: við sem höfum trú á mætti hins frjálsa markaðar getum ekki fallist á þau rök að uppboð á veiðiheildum kippi rekstrargrundvelli undan sjávarútvegsfyrirtækjum – það væri mjög sósíalískt að halds slíku fram… er það ekki.

 • ef fara á fyrningarleið, afhverju er þá ekki farin fyrningarleið á upphaflegri úthlutun? þá er öllum þeim gert, sem seldu sig út úr greininna að skila því fé sem þeir fengu? eða myndi það kannski bitna á flokksfélögum, þingmönnum og fyrrum þingmönnum í vinstriflokkunum sem seldu sig út á sínum tíma og eyddu kvótafé sínu í eitthvað?

 • meðan stjórnmálamenn hóta að fyrna kvótann og stokka upp sjávarútvegin fyrir hverjar kosningar í leit sinni að vinsældum og atkvæðum, verður aldrei nein festa í sjávarþorpum. sama hvort það verði kvótakerfi í núverandi myndi eða eitthvað annað við lýði.

  helsta böl sjávarútvegs á Íslandi hefur alla tíð verið stjórnmálamenn og afskipti þeirra. þeir hafa alltaf skekt stöðuna í útgerð á Íslandi með óeðlilegum afskiptum, ívilnunum og fyrirgreiðslum. eða eru allir búnir að gleyma togurunum sem plantað var í hverja heimabyggð hjá ráðherra eða háttsettum þingmanni? hefði ekki verið nær að fyrirtækin hefðu sjálf keypt sér skip, dagróðra báta sem er eðlilegt að gera út frá plássum nálægt góðum miðum heldur en risastórafrystitogara?

  á meðan sjávarútvegur er hægt að nota til að kaupa þingmönnum vinsældir mun óvissan ávalt vera til staðar með tilheyrandi starfsóöryggi hjá öllum þeim sem vinna við útgerð í landi eða á sjó.

 • lydur arnason

  Forsendur firningar hafa breyst eftir bankahrunið. Nú væri einfaldast að firna ekkert hjá þeim útgerðum sem burðug eru og og geta sjálfar gert út á sínar aflaheimildir en innkalla hinsvegar kvótann strax hjá brask- og bullútgerðunum.
  Góður endurskoðandi ætti að gera skilið á milli feigs og ófeigs í þessum efnum.

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur