Á Alþingi var forsætisráðherra spurð að því hvort hún teldi ummæli fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabankans um að Ísland sé ekki of lítið til að borga allar kröfur Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni ekki vera skaðleg fyrir hagsmuni Íslands.
Úr frétt á visir.is: ,,Jóhanna tók undir með Sigmundi og sagði að ummæli Anne væru afar óheppileg. Aftur á móti starfi peningastefnunefnd og Seðlabankinn sjálfstætt. Það væri því ekki í hennar verkahring að víkja Anne úr nefndinni.“
Það var nú hægt að víkja nokkrum seðlabankastjórum úr starfi. Hefur sjálfstæði Seðlabankans aukist síðan?
Nei, auðvitða hefði átt að halda seðlabankastjórunum áfram, þeir höfðu gert Seðlabankann gjaldþrota sem augljóslega er bara aukaatriði.
Nú er það bara þannig að allt í einu eru allri orðnir sjálfstæðir og utan laga.
Seðlabankinn, skilanefndir og bankastjórnir.
Þetta er aumingjadómur ríkisstjórnarinnar í hnotskurn.
Hrópar. logið og lofað í stjórnarandstöðu, þagað, logið og svikið í stjórn.
Kannski ætti Jóhanna að taka upp hátt Davíðs og senda hótunarbréf í Seðlabankann; til skilanefndanna og annarra sem gaman gæti verið að snupra…
Sverrir. Mér finnst þú fara offari. Ég gæti belgt mig út og sagt að þessir snillingar í Landsbankanum hafi tapað 11 þúsund milljónum á síðustu árum og þyrftu því að vaxtapína landið. Þeir tækju ekki eftir því þegar strákur á þeirra snærum týndi fyrir þeim 900 milljónum!! og viðskiptavinum væri vafningalaust sendur reikningur. Þetta mun ég ekki segja, en ef þið lagið ekki þvæluna, sem þið gerðuð í síðasta vaxtaóðagoti, er það endanlegt dæmi þess að þið vitið ekki hvað þið eruð að gera og þá mun ég sjá til þess fyrr en nokkurn grunar að menn komi að bankanum sem viti hvað þeir eru að gera. Ég vil fá svar frá þér annað en skæting í fjölmiðlum strax því ég mun ekki sitja lengur kyrr.“
——————————————–
Guð gæfi okkur að Davíð hefði bara kostað okkur 11 þúsund milljónir…
Brottvikning Anne Sibert væri túlkuð sem aðför að tjáningarfrelsinu bæði hérlendis og erlendis.
Fyrrverandi bankastjórar Seðlabankans höfðu gert bankann gjaldþrota það var óhjákvæmilegt að víkja þeim úr embætti.
Það er engann veginn hægt að bera þetta tvennt saman.