Það er ótrúlegt að lesa fréttir af grein Ingibjargar Sólrúnar. Ég hef nefnilega ekki lesið greinina sjálfa en sé að marka fréttir fer fv. formaður Samfylkingarinnar með himinskautum í afneitun vegna þess ástands sem hér skapaðist og kristallaðist í bankahruni haustið 2008.
Það er ljóst að ábyrgðin hvílir á mörgum, m.a. stjórnamálamönnum. Það er ekkert hægt að skrifa sig frá því. Svokölluð endurreisnarskýrsla Sjálfstæðisflokksins tekur á þessu og dregur fram mörg þeirra atriða sem talið er að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert rangt. Þar er engin afneitun á ferðinni.
Samfylkingin ber auðvitað mikla ábyrgð á ástandinu sem og aðrir flokkar sem komið hafa að landsstjórninni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið einn í stjórn.
Ekki má gleyma því að kreppa og bankahrun varð víðar en á Íslandi. Í mörgum löndum er ekki búið að greiða úr vandanum ennþá og jafnvel lengra í það en hjá okkur á Íslandi sums staðar.
Ekki man ég eftir sérstökum varnaðarorðum Samfylkingarinnar í þessum málum. Ég held að þau hafi ekkert frekar en flestir aðrir gert sér grein fyrir því hvað væri í aðsigi. Ef það væri raunin hefði verið tekið öðruvísi á málum.
Það er nokkuð ljóst að alltof margir gerðu ranga hluti í rekstri fyrirtækja og banka. Það er verið að rannsaka núna og vonandi verður sú rannsókn vönduð og til þess að læra af í framtíðinni.
Að einfalda málið með þessum hætti og kenna frjálshyggjustefnu, sem engin var, um ástandið er yfirklór og er ekki til þess að koma pólitískri umræðu og almennri umræðu í landinu á hærra plan.
Í greininni er talað um að vinstri menn hafi ekki haft sjálfstraust til að gagnrýna ástandið og taka á því. Mín tilfinning er sú að flestir í Samfylkingunni hafi verið ánægðir með stöðu mála, vitna má til margra greina frá þessum tíma því til staðfestingar. Helsta baráttumálið var að ná stöðu Sjálfstæðisflokksins í landsmálunum ekki gagnrýni á frjálshyggju.
Svona upplifi ég þetta. Það kæmi mér ekki á óvart að margir séu mér sammála.
Fyrir neðan þína virðingu Halldór að skrifa um grein sem þú hefur ekki lesið.
Lestu greinina og svaraði svo hvort þú sért ósammála því sem þar stendur. Lágmarkskrafa að Sjálfstæðismenn séu málefnalegir, ISG er það alltaf.
Og- er búin að lesa greinina. Finnst hún mjög góð og hef þó kosið Sjálfstæðisflokkinn oft.
Það eru allir á flótta undan ábyrgð. Sérstaklega þeir sem þurfa að standa þjóðinni reikningsskap gerða sinna árið 2008. Sjálfstæðisflokkurinn og hans forystumenn bera þar höfuðábyrgð eins og þú veist. Sama hvaða moldviðri er rótað upp. Ingibjörg Sólrún eða hennar orð skipta ekki máli í því mati þjóðarinnar. Hins vegar ætti ISG að halda sig til hlés núna. Hið sama ættu fyrrum ráðherrar sjálfstæðisflokksins og seðlabankastjóri flokksins að gera.
Vega orða Jóhannesar segir ég að það er mikill fengur af grein Ingibjargar og ekkert unnið við það að fólk segi ekkert.
Þvert á móti mjög virðingarvert að hún skrifi langa og vandaða grein sem er mjög heiðarlegt og gott framlag.
Málefnalega umræðu takk.
Svokallaðri „endurreisnarskýrslu FLokksins“ var hent í svartasta myrkviður gleymskunar á landsfundi hans og höfundum hennar útskúfað. Vér eplin segjum þá auðvitað „Þar er engin afneitun á ferðinni“.
Lestu greinina, Halldór. Komum okkur svo upp úr flokkshjólförunum. Sérlega þeir sem gegna jáum embættum á sveitarstjórnarstiginu.
gott væri ef þeir sem notuðu orð eins og „frjálshyggja“ myndu nú útskýra hvað það hugtak þýddi og benda á hvar slík stefna var við lýði hér á landi. eitt af því sem einkennir frjálshyggju eru minni ríkisafskipti. var um slíkt að ræða hér á Íslandi?
og víst Samfylkingar blogglúðrar eru að æsa sig hér að ofan. hvaðan er allt regluverk varðandi fjármála og bankakerfi á Íslandi ættað? og svona framhaldi, hver er helsta stefna Samfylkingarinnar og heitasta málið sem flokkurinn snýst í kringum, einn allra stjórnmálaafla á Íslandi?
Grein Ingibjargar hefði hljómað mun betur ef hún hefði byrjað á því að biðja þjóðinna afsökunnar á sínum þætti í þessum ósköpum. En þessi hroki er því miður landlægur að viðurkenna aldrei neitt, kenna öllum öðrum og þrjóskast fram í rauðan dauðann.
Ég er ekki að segja að margt sem Ingibjörg Sólrún skrifar sé ekki satt og rétt. En að fyrra sig allri ábyrgð, ábyrgð sem ráðamaður sjálfkrafa hefur, hvort sem viðkomandi sjálfur er valdandi eður ey, nær engri átt og ómerkir allt sem hún hefur sagt og mun segja í framtíðinni um þessi mál!
Thor
Það er bara alls ekki þannig að hún firri sig allri ábyrgð í greininni. Þvert á móti.
Þú ert að fjalla um illa skrifaða Eyjufrétt ekki greinina.
Júlía, ég hef lesið greinina. Hún tekur enga ábyrgð í henni. Nefnir aðeins að vinstri flokkarnir hafi verið máttlausir. Og notar svo mikið púður í að skýra afhverju. Það er ekki að taka ábyrgð! Greinin líður undir þessu og verður þar af leiðandi öll ómarktæk.
Þetta er einfaldlega rökleysa Thor og þar að auki ranglega í greinina vísað. Hún byrjar á því að ávarpa eigin ábyrgð og ég virði það fullkomlega.
Svaraðu heldur rökunum sem fram eru sett í TMM.
Sá annars áðan að tímaritið er uppselt á vefverslun Forlagsins enda vita allir að ISG er alvörumanneskja – ég líka þó að ég hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn. Hún vísar líka til skýrslu nefndar Vilhjálms Egilssonar af drengskap og almennt finnst mér hún hafa sýnt Sjálfstæðisflokknum heilindi eins og öðrum í gegnum þessar hamfarir allar. Og hananú.
Í umræðum um fiskveiðistjórnun er mjög gjarnan ruglað saman tveimur ólíkum hlutum, annarsvegar fiskveiðistjórnun (eins og var raunin í þessu umrædda tilfelli) og hinsvegar úthlutun réttarins til að veiða fiskinn úr hafinu.
Við erum ósammála um hvort þjóðin eigi að sitja að arðinum af þessari auðlind eða hvort eigi að afhenda þennan rétt til einhverra fárra hagsmunaaðila.
Halldór ekki taka þátt í þesskonar rugli, ef þú vilt láta taka mark á þér í framtíðinni.
Fólk sér í gegn um svona málflutning.