Það er vissulega rétt að erfitt getur verið að afgreiða flókin mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna þarf að undirbúa slíkt mjög vel og vanda til verka.
Á laugardaginn á að greiða atkvæði um hið svokallaða Icesave mál. Sú atkvæðagreiðsla kemur til vegna ákvörðunar forseta Íslands. Út frá því hvernig stjórnskipan í landinu er hugsuð er sú ákvörðun vægast sagt umdeild en hún hefur verið tekin og hefði í raun ekki átt að koma neinum á óvart.
Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar eru ekki ánægðir með að þjóðin eigi að greiða atkvæði um mál sem í raun sé búið að semja um betri niðurstöðu í á undanförnum vikum. En þjóðaratkvæðagreiðslan á að fara fram engu að síður.
Einhverjum gæti dottið í hug að spyrja, fyrst að ríkisstjórnin telur að betri samningur sé í hendi, hvort ekki sé þá hægt að breyta lögum, staðfesta þennan betri samning og sleppa þjóðaratkvæðagreiðslunni? Þetta er kannski of einföld spurning. Svarið er augljóst, það er ekki samstaða um slíka málsmeðferð innan ríkisstjórnarflokkanna.
Auk þess vill þjóðin fá tækifæri til að kjósa á laugardaginn. Fólk er ekki fífl þó sumir haldi öðru fram. Íbúar þessa lands gera sér alveg grein fyrir því að staðan er snúin og að þjóðaratkvæði mun ekki staðfesta betri samning umfram verri eða öfugt.
Nei þjóðin vill fá að kjósa og nota það vald sem í því felst. Í því er fólgin réttlætistilfinning sem íslensk þjóð þarf svo mjög á að halda.
Ég ætla að nýta mitt tækifæri og segja nei á laugardaginn. Að kjósa er vald og að kjósa er tilfinning.
Afskaplega er þetta dapurleg söguskýring hjá sjálfstæðismanni, jafnvel þó sagan sé ekki nema nokkurra daga gömul er hann farinn að breyta og bæta. Staðreyndin er að það er stjórnarandstaðan sem kemur í veg fyrir að gerð séu gagntilboð í samningaviðræðum við Bretana. Það er hún sem kemur í veg fyrir að gerður sé nýr og betri samningur og um hann kosið. Þetta gerir hún þrátt fyrir að öll samninganefndin, og þar með talið fulltrúar stjórnarandstöðunnar og erlendi ráðgjafinn Lee Buchet séu sammála um að gera eigi þessi gagntilboð.
Ekki var þetta hugsað sem söguskýring. Væri það kannski ef ég væri í þessum viðræðum sem ég er ekki.
Arnar veit eitthvað meira en ég um málið en væntanlega veit hann líka að ríkisstjórnin er ekki minnihlutastjórn. Meirihluti atkvæða er hjá ríkisstjórninni. Þess vegna getur hún eða ætti að geta klárað þessi mál. Hún getur það hins vegar ekki og það hefur ekkert með stjórnarandstöðuna að gera.
Hvar er valdið þegar möguleikarnir ná því ekki einu sinni að vera tveir…geturðu svarð mér því? Eða er valdið kannski fólgið í því að troða pappí með „x“ á í kassa, án þess þó að það hafi afleiðingar?
Hvað er þessi jöfnunarsjóður sveitarfélaga ? er það eitthvað apparat til að verðlauna spilt sveitarfélög sem mismuna þegnum sínum , eða er hægt að nota það apparat til að refsa stjórnsýsluelituni og vinum þeirra eða réttara sgta tíundar vinum (er greiða % fyrir greiðan)? ætir kanski sérstaklega að skoða Árborgr elítuna svokallað eða er ekki veið að tala um spillingar hreinsun Islands ?
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga starfar á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur á hendi yfirstjórn Jöfnunarsjóðs en honum til ráðuneytis er fimm manna ráðgjafarnefnd sem skipuð er til fjögurra ára að loknum sveitarstjórnarkosningum. Fjórir nefndarmenn eru skipaðir samkvæmt tilnefningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en einn er skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra án tilnefningar og er hann jafnframt formaður nefndarinnar.
Jöfnunarsjóður hefur starfað óslitið síðan 1937. Við breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga árið 1990 fór fram umtalsverð endurskoðun á starfsemi sjóðsins er fólst einkum í því að jöfnunarhlutverk hans var stóraukið. Auk þess voru sjóðnum falin tiltekin verkefni til að greiða fyrir breytingum á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og stuðla að sameiningu sveitarfélaga. Helstu breytingar, sem gerðar hafa verið á sjóðnum síðan þá, tengjast yfirfærslu alls grunnskólakostnaðar frá ríki til sveitarfélaga þann 1. ágúst árið 1996.