Laugardagur 06.03.2010 - 20:57 - 6 ummæli

Hvað sameinar þjóð?

Ég renndi yfir nokkrar vef- og bloggsíður áðan og spurningin, hvað sameinar þjóð, kom upp í huga mér. Þar skiptast skoðanir nokkuð eftir flokkslínum en þó ekki alveg. Þórðargleði ríkir sums staðar, aðrir í fýlu, margir þó ánægðir með þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fram fer í dag.

Um leið og ég hugsaði um hvað sameinaði þjóð þá velti ég því fyrir mér hvort fjölmiðlarnir og þeir sem blogga endurspegli þjóðina sem slíka. Nei ég er ekki með fullyrðingu eins og Ingibjörg Sólrún í Háskólabíói á sínum tíma. Ég er bara að velta þessu fyrir mér. Hvað ætli það sé stór hluti þjóðarinnar sem bloggar og færir athugasemdir við blogg? Er það þverskurður?

Hvað sameinar þjóð? Ja ef það verður þokkaleg mæting á kjörstað í dag má segja að þjóðin hafi sameinast um það. Gerir það forseta Íslands að sameiningartákni? Tæplega því þeir sem gátu ekki leynt Þórðargleðinni 2004 vegna fjölmiðlalaganna eru í fýlu núna.

Við þurfum að sameinast um margt. Eitt af því væri að vera sammála um að hífa alla umræðu upp á málefnalegra plan. Við þurfum ekkert að vera sammála um öll mál, ræðum þau bara málefnalega.

Og svo eigum við að sameinast um endurskoðun á stjórnarskránni.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (6)

  • Hvaða rugl er þetta.

    Ég var ánægður með Ólaf 2004 og ég er ánægður með hann núna.

    Er ég ekki þjóðin?

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Þú ert hægri maður að mínu skapi!

  • Hannes Hrunsteinn Gissurarson

    Það erum við, skítapakkið í Sjálfstæðisflokknum, sem sameinum þjóðina.

    Ekki satt?

  • Í orðum Ólafs kemur fram að neitunin hafi skilað þeim árangri að nú séu allir sammála um að IceSave lögin hafi verið ósanngjörn. Nokkuð sem er hanns meining, eins og kom skýrt fram í kvöldfréttum.
    Hann var ekki sem sagt bara að endurspegla ágreining, að leyfa fólki að segja sína meiningu. Nei hann var að reyna að hafa áhrif á þjóðina í ákveðna átt!

    Viljum við slíkt forsetaembætti?

  • Þetta er ágætt. Nú þarf að skella kvótanum í þjóðaratkvæði. Það er gott að Sjálfstæðismenn skuli vera orðnir lýðræðissinnar.

  • Snæbjörn Björnsson Birnir

    „Hvað sameinar þjóð“..??
    Góð spurning, sem krefst góðra svara.
    Mér virðist að þetta með sameinaða þjóð, sé afstætt hugtak. Fer eftir því, hvernig maður sér það. Er það t.d. sameinuð þjóð, þar sem 80-90% borga fyrir bruðl hinna 10-20%..?? Er það sameinuð þjóð, þar sem það er álitið sjálfsagt, að stór hluti þjóðarinnar lifi við mikið lægri kjör, en „Elítan“..??
    Ef menn vilja sameinaða þjóð, þá þarf að breyta ýmsu í íslensku þjóðfélagi og þar er ekki nóg, að þeir sem mest hafa og mestir eru í þjóðfélaginu,komi sér saman um hvað „Sameinuð þjóð“ er..!
    „Sameinuð þjóð“ er réttlæti..!

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur