Sunnudagur 07.03.2010 - 13:12 - 21 ummæli

Þjóðaratkvæði um auðlindir

Talað er um fiskimiðin sem sameiginlegar auðlindir og greiddur er af þeim sérstakur skattur til landsmanna af fiskveiðum. Fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins greiða stærstan hluta af þeim skatti sem rennur í sameiginlegan sjóð landsmanna sem ráðstafað er í Reykjavík. Þá eru flest opinber störf tengd sjávarútveginum í Reykjavík sem nýtur þess í ýmsum tekjustofnum.

Orkuauðlindirnar eru sameiginlegar auðlindir. Við vitum að höfuðborgarbúar dæla ekki allri orkunni undan fótum sér heldur er hún líka sótt út fyrir svæðið úr sameiginlegri auðlind landsmanna. Að því gefnu er auðvitað eðlilegt að landsmenn njóti sambærilegs raforkuverðs. Það er reyndar ekki svo heldur nokkuð misjafnt og víða eru þéttbýlisstaðir á landsbyggðinni sem greiða niður kostnað við dreifikerfi á viðkomandi svæði. Á flestum stöðum er að auki hærra orkuverð en á höfuðborgarsvæðinu.´

Ef greiða á þjóðaratkvæði um auðlindina í hafinu er eðlilegt að taka fyrir allar auðlindir. Þeim er misskipt milli landsmanna, mjög áberandi er misskiptingin í húshitunarkostnaði.

Eða eru bara sumar auðlindir sameiginlegar?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (21)

  • Georg Georgsson (gosi)

    Klárlega mun verða kosið um kvótann, enda lagðir af stað undirskriftalistar þess efnis.
    Hvað annað fer í kostningu, er í dag háð duttlungum þeirra sem nenna að safna undirskritum.því miður segi ég.En ég vona að næstu kosningar verði eitthvað gáfulegri en í gær.

  • Þórður Áskell Magnússon

    Hárrétt hjá þér Halldór. Ég hef aldrei skilið hvers vegna okkar eina auðlind á að vera skattlögð þannig að allur arður fer suður en auðlindir stór Reykjavíkursvæðisins skilar þeim sem þar búa bæði mun betri lífsskilyrðum sem og þau fyrirtæki greiða arð inn í sín samfélög. Verði tekinn skattur af okkar auðlind hvers vegna fer þá ekki sá skattur inn í viðkomandi sveitarfélög? Er það náttúrulögmál að allur arður af þeirri vinnu sem fer fram á landsbyggðinni endi í Reykjavík.

    Ég bý í 900 manna sveitarfélagi, í Grundarfirði. Þar er blómlegt atvinnulíf og sennlega er gjaldeyrissköpunin sem fer hér fram á milli 4-5 milljarðar. Ekki króna af því endar í sameiginlegum sjóðum okkar hér, ekki ein króna. Ekkert af virðisauka sem hér er myndaður, ekkert af þeim sköttum sem fyritækin greiða endar hér. Þannig er það að þrátt fyrir að í 900 manna samfélagi sem hefur gríðarsterkt atvinnulíf, rekur sjö togara, þrjár stórar fiskvinnslur, stórt flutningarfyrirtæki ofl þá er sveitarsjóður nánast gjaldþrota. Ekki er það vegna þess að okkar íbúar hafi betri þjónustu en íbúar Reykjavíkur, öðru nær og ekki hefur bruðlið hér verið í neinni líkingu við vitleysuna sem viðgengst hefur í bænum. Nægir að nefna þrjá ónýta hundakofa sem keyptir voru á Laugaveginum fyrir 600 milljónir króna.

    Nú á sem sagt að rífa af okkur lifibrauðið til að fjármagna kreppuna í Rvk. NB kreppan í landinu lýsir sér aðallega í því að lífskjör þegna á Reykjarvíkursvæðinu er að nálgast lífskjör landsbyggðarinnar. Þó eru laun þar enn hærri, lifikostnaðurinn lægri, öll aðföng ódýrari og þjónusta betri.

    Verði auðlindir okkar þjóðnýttar þá vil ég njóta sömu gæða og aðrir íslendingar, bæði hvað varðar vöruverð, laun og aðra þjónustu. Það gengur ekki að landsbyggðin eigi að breytast í verstöð þar sem engin þjónusta á að vera, enginn arður og engin uppbygging. Ef það er framtíðarsýn manna þá eiga þeir að vera menn til þess að segja það hreint út.

    Höfundur er fæddur og uppalinn í Reykjavík.

  • Ég skil ekkert í ykkur, Halldór og Þórður, að vera með kjánagang í sambandi við auðlindir og arð af þeim. Þú Halldór segir m.a.: – „Fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins greiða stærstan hluta af þeim skatti sem rennur í sameiginlegan sjóð landsmanna sem ráðstafað er í Reykjavík.“ – Það er ekki búið að setja þennan auðlindaskatt á svo ég skil ekki hvað þú ert að fara. Ef og þá er til hans kemur, þá verður hann væntanlega innheimtur af veiðileyfum/afla og þá má segja, að aflabrögð séu um allt land og dreifing útgerðarfyrirtækja. Þegar skatturinn kemur, þá efast ég ekki um, að hann verði notaður til verkefna um land allt og atvinnuuppbyggingar. Sameiginlegum sjóðum er ráðstafað í Reykjavík, segir þú. Áttu við Alþingi? Viltu fá það vestur – eða hvað? Mér finnst ekki gott að koma með svona sjónarmið, sem eru ekki nægilega rökstudd. – Svo segir Þórður: – „Ég hef aldrei skilið hvers vegna okkar eina auðlind á að vera skattlögð þannig að allur arður fer suður en auðlindir stór Reykjavíkursvæðisins skilar þeim sem þar búa bæði mun betri lífsskilyrðum sem og þau fyrirtæki greiða arð inn í sín samfélög. Verði tekinn skattur af okkar auðlind hvers vegna fer þá ekki sá skattur inn í viðkomandi sveitarfélög? Er það náttúrulögmál að allur arður af þeirri vinnu sem fer fram á landsbyggðinni endi í Reykjavík.“ – Þetta er með ólíkindum. Okkar eina auðlind, segir þú. Ég hélt að fiskurinn væri auðlind þjóðarinnar. Og arðinum af fiskveiðum og sjávarútvegi fer ekkert bara til Reykjavíkur, það er bara bull og þekkingarskortur. Eina atriðið í þínu máli, sem er umhugsunarvert, er heita vatnið í Reykjavík og hugsanleg skattlagning þess. Þegar til auðlindaskatta kemur, þá efast ég ekki um, að skattlagning á vatninu kemur til sögunnar. Landsbyggðin þarf ekkert á viðbótar vanþekkingu að halda; af henni er nóg til í landinu.

  • Þórður Áskell Magnússon

    Ég hvorki nenni né ætla að munnhöggvast við þig um hvort vanþekking og þekkingarskortur okkar landsbyggðarmanna sé í réttu eða röngu hlutfalli við uppganginn á landsbyggðinni, félagi Jón Bjarnason. Finnst þér líklegt að Halldór hafi ekki þekkingu á viðfangsefninu?

    Hefur þú keyrt um landsbyggðina sér í lagi að vetri til og séð allt bruðlið? Finnst þér landsbyggðin búa við sömu skilyrði og höfuðborgarbúar? Okkar eina auðlynd sagði ég, ég hefði betur sagt okkar eina atvinna. Þá er ég búin að biðjast afsökunar á því. Ef sjávarútvegurinn okkar er gerðu óhagkvæmur þá er þetta endanlega búið hér út á landi.

    Svo einfalt er það.

  • Góð smjörklípa Halldór:

  • stefán benediktsson

    Eru menn nú lagðir á flótta undan þjóðaratkvæðagreiðslu. Auðvitað er sjálfsagt að hafa allar auðlindir undir. Sameign þjóðarinnar sem myndar sameiginlegan sjóð líkt og hjá norðmönnum.

  • Af hverju er ekki löngu búið að lagfæra mismuninum á húsahitunnarkosnaði á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinnu Halldór? Hefur ekki verið hér uppgangur og gósentíð í 15 ár eða svo? Og hver hefur stjórnað? Er það svo að stjórnvöld hafi ekki virt okkur viðlits á landsbyggðinni? Hver ber ábyrgð á þessum málum að þínu mati? Síðan bíð eg spenntur eftir þjóðarathvæðagreiðslu, um kvótann.

  • Ég get nú ekki sagt annað en það að það er bara fyndið að sjá hvað menn geta verið sjálfhverfir í hugsun. Í færslunni og kommentunum er af nógu slíku að taka.
    Fyrir það fyrsta vill ég segja það að miðað við afstöðu þjóðarinnar til núverandi kerfis í sjávarútvegi, verður ekki hjá því komist að gera breitingar og borið saman við Icesave, eru betri forsendur til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjávarútvegsmálin. Það er svo aftur annað mál um hvað yrði kosið, hvort að menn væru komnir með raunverulega valkosti eða hvort að kosið væri bara um það að fara út í breitingar.
    Halldór og Þórður og reyndar margir aðrir, tala þannig að núverandi kerfi sé það eina rétta og breitingar á því framkalli keðjuverkandi fjöldagjaldþrot. Þeir sem tala þannig þekkja ekki söguna vel. Þeir sneiða jafnframt hjá því að svara hvernig þróun komandi ára, með áframhaldi sama kerfis, muni leiða til og hver staða þeirra sveitarfélaga verður eftir td. 20 ár.
    Jónas, af einhverjum ástæðum, efast um að skattkerfið virki þannig að fjármagn sogist frá landsbyggðinni til Reykjavíkur. Vífill Karlsson hagfræðingur hefur bennt á að ríkið fái ekki nema 42% af skattekjum sínum í Reykjavík en þar séu samt útgjöldin um 75% af skatttekjum. Á landsbyggðinni er þessu hinsvegar öfugt farið, skatttekjurnar eru um 27% en útgjöldin ekki nema 15%.
    Þessu til viðbótar er rétt að benda á þá skoðun Sigfúsar Jónssonar, sem fram kemur í bókinni; „Stjórn fiskveiða og skipting fiskveiðiarðsins“, að ríkjandi viðskiptafelsi miðist í raun við hagsmuni þéttbýlisins. Tækifæri landsbyggðarinnar felist á hinn bóginn fyrst og fremst í sjávarútvegi, þar fari minna fyrir frelsinu.
    En í stuttu máli, snýst þetta fyrst og fremst um landfræðilega lánsemi. Ef það telst „sanngjarnt“ að Reykvíkingar fái notið nálægðar við sínar auðlindir, hlítur að sama skapi að vera sanngjarnt að Bíldælingar og Breiðdælingar njóti nálægðar við sínar auðlindir.
    Að sama skapi verður að teljast eðlilegt að ríkið ráðstafi tekjum sínum í hlutfalli við hvar þeirra er aflað.

  • Sigurður Hreinsson: – „75% af skatttekjum?“ – Og þar er allt stjórnkerfið. Það er allt í lagi þótt þið takið suma þingmennina burt frá Reykjavík. Það sakna þeirra líklega fáir, sumra. – Svo er þar Landspítalinn, en viljið þið álmu af honum vestur? Og Hafró, hvað með hana? – Eða Fiskistofu (flutt til Hafnafjarðar)? Já, og symfónían, gleymið henni ekki. Og RÚV og Páll Magnússon, Eyjan, Matís, Landhelgisgæslan, en mig brestur þrek til að telja meira upp því klukkan er orðin svo margt. – Take your pick.- Hann Vífill verður að lesa betur hlutfallafræði.

  • Ég gleymdi einu, Þórður. Þú ert að munnhöggvast við ráðherrann og talar móðgandi við hann.

  • Jónas, þú náðir þessu. Málið er nefnilega að það er ekkert sjálfgefið að stjórnkerfið vaxi stjórnlaust í Reykjavík, en á sama tíma er endalaust skorið niður úti á landi. Niðurstaða verður sú að Reykjavík er baggi á þjóðinni!

  • Þórður Áskell Magnússon

    Mig langar að svara greindarlegri grein þinni Sigurður Hreinsson.

    Nei hvergi hef ég sagt það að það megi ekki hreyfa við kvótakerfinu og engu megi breyta en hugmyndir um skattleggja sjávarútveginn sérstaklega mun leggja auknar byrðar á þann hluta landsins sem ekki ber frekari byrðar. Það er vægast sagt mörgu hægt að breyta í íslenskum sjávarútvegi og vissulega má skoða nýtt form á aflaúthlutun. En verði það gert þannig að við þurfum að greiða sérstakann aðgang að atvinnunni okkar, eitthvað sem engin atvinnugrein gerir þá mun það verða náðarhöggið. Auðvitað verður maður sjálfhverfur þegar allt það sem maður á og hefur barist fyrir er undir, atvinnan, húsið, lífsviðurværið. Það væri skrýtið ef það hefði ekki áhrif á skoðanir manna. Vilji menn ræða hvaða breytingar hægt væri að gera á sjávarútvegi þá er það efni í sérstakt blogg og reyndar miklu meira en það. En innlegg þitt er mjög gott og þessi greining sem Vífill gerði var mjög góð en því miður var hún sett fram á svo fræðilegan máta að það var hrikalega erfitt að komast í gegnum hana (ef ég man það rétt).

    En breytinga er vissulega þörf, þó það sé örugglega ekki rétta leiðin að rústa greininni fyrst svo hægt sé að byggja frá grunni.

  • Ég þakka hlý orð í minn garð.
    Þegar ég segi að gera verði breitingar á stjórnun fiskveiða, er ég ekki þar með að segja að auka verði skattheimtu af greininni. Hinsvegar verður ekki fram hjá því litið að núna eru mjög mörg fyrirtæki í sjávarútvegi að greiða gríðarlega stórt hlutfall af sinni veltu í kvótakaup/leigu. Af einhverri undarlegri ástæðu finnst mörgum það allt í lagi, jafnvel þeir sömu og nota rökin; „…..þannig að við þurfum að greiða sérstakann aðgang að atvinnunni okkar, eitthvað sem engin atvinnugrein gerir þá mun það verða náðarhöggið“.
    Þórður, þú verður að afsaka að ég skuli ekki endurgjalda hrósið.

  • Þórður Áskell Magnússon

    Ég þarf ekki hrós, skilningur væri vel þeginn.

    Þú ert að bera saman annars vegar útgerð nokkra smábáta og útgerð togara. Hér á Grundarfirði er landað ca 20 þús tonnum á ári. Af því er hlutfall leigðs afla einungis til útgerðar smábátar og netabáta/dragnótabáta, hámark 200-300 tonn. Útgerð togara og stærri útgerðir eru EKKI að gera út á leigukvóta. Ef það væri rétt hjá þér að stærri hluti útgerða væri að gera út á leigukvóta þá væri þeim engin vorkun að greiða ek til ríkisins. Vertíðarbátarnir geta þetta, þeir sækja nær einungis þorsk, taka hann á skömmum tíma en liggja iðulega bundnir við bryggja lang stærsta tíma ársins. Ef allir stunduðu veiðar svona þá kæmi nánast ekkert af kola, keilu, steinbít og það sem almennt er kallað aukategundir í land. Góður skipstjóri á togara er sá sem er ekki með meiri þorsk að jafnaði en um 30% af afla. Þeir eru sem sagt að forðast þorsk meira og minna allt árið.

    Þessi skip myndu líka geta sótt þorsk með mjög litlum tilkostnaði verði þetta sett í leigu. Við gætum tekið þorskkvótann okkar á 2-3 mánuðum ef því er að skipta. Þá eru staðir eins og Grundarfjörður orðin að verstöð með vinnu í 2-4 mánuði á ári. Og þetta er eiginlega eins langt frá því að hámarka verðmætin sem við getum dregið úr sjó eins og hægt er að komast.

    Leiga á aflaheimildum er búin að vera eins og krabbamein í sjávarútvegi, menn sem það stunda eru ekki að gera annað en að rétt standa undir því að geta greitt laun. Þá er það skrýtin lausn að jafna aðstöðu manna með því að gera alla að leiguliðum. Það er svona týbísk vinstri græn hugsun; sæl er sameiginleg vesöld.

  • Það eru vísast fleiri sem gjarnan vildu njóta skilnings í þessari atvinnugrein.
    Þannig má af orðum þínum skilja að það sé réttlætanlegt að togarar njóti sérstaks forskots á sviði samkeppnismála. Þórður virðist ekki skilja það að á mörgum stöðum á landinu eru það smábátar sem halda uppi atvinnu.
    Og því miður verða það örlög Grundarfjarðar að fá slíkt hlutskipti ef núverandi kerfi verður áfram við lýð og sú þróun sem það lifir á fær að halda áfram.
    Kvótakerfið í heild sinni er krabbameinið í sjávarútveginum, það að menn skuli leigja til sín er spurning um að lifa af.
    En hugsun (ykkar) kapitalistanna er með hefðbundnum hætti; vesöld annara er rétt vesöld.

  • Sigurjón

    Sigurður? Vilt þú afnema kvótakerfið?

  • Halldór Halldórsson

    Út af orðum Sigurðar um kapítalistana þá er rétt að minna á skilgreininguna hér að neðan:

    Kapítalismi eða auðvaldsskipulag er hagkerfi þar sem framleiðslutæki eru almennt í einkaeign og vinnandi fólk fær laun fyrir að selja vinnuafl sitt og vinna við þau. Verð á vörum og þjónustu, sparnaður, laun, fjárfestingar og framleiðsla ákvarðast oftast af markaðslögmálum.

  • Sigurjón, stutt og laggott svar; já, þó fyrr hefði verið.
    Halldór, það á kanski vel við að benda á það að einmitt þessi klausa; „…ákvarðast oftast….“ á vel við sjávarútveg.
    Þannig er sláandi óréttlæti (brot á samkeppnislögum) í því að sumum fiskiskipum sé úthlutaður aðgangur að fiskimiðunum án endurgjalds, á meðan aðrar útgerðir þurfa að borga „hinum“ fyrir það að fá að veiða úr sameign þjóðarinnar.
    Í einokunarkerfi LÍÚ á kvóta kemur berlega í ljós að markaðskerfið á aðeins stundum við. Fyrirtæki með veiðar og vinnslu geta að verulegu leiti ákveðið verð á fiski til sín, en aðrir sem eru eingöngu með verkun, þurfa að keppa á markaði.
    Rétt er að benda lesendum á þá staðreynd að hvergi í lögum, er leyft að selja eða leigja kvóta. Allir slíkir samningar eru því í raun lögleysa og á ábyrgð þeirra sem að þeim standa, ekki löggjafans.

  • Halldór Halldórsson

    Skrýtin fullyrðing um lögleysu.

    Lög um stjórn fiskveiða.

    12 gr.
    Heimilt er að framselja aflahlutdeild skips að hluta eða öllu leyti, enda leiði flutningur aflahlutdeildar ekki til þess að veiðiheimildir þess skips, sem flutt er til, verði bersýnilega umfram veiðigetu þess. Krókaaflahlutdeild verður aðeins flutt til báts sem er undir 15 brúttótonnum, enda hafi hann veiðileyfi með krókaaflamarki. Tafarlaust skal leita staðfestingar Fiskistofu á að flutningur aflaheimildar sé innan heimilaðra marka. Öðlast slíkur flutningur ekki gildi fyrr en staðfesting Fiskistofu liggur fyrir. Óheimilt er að framselja aflahlutdeild skips nema fyrir liggi samþykki þeirra aðila sem samningsveð áttu í skipinu 1. janúar 1991.

    15 gr.
    Þegar fiskiskipi hefur verið úthlutað aflamarki er heimilt að flytja aflamarkið milli skipa enda leiði flutningurinn ekki til þess að veiðiheimildir skipsins verði bersýnilega umfram veiðigetu þess. Tilkynning um flutning aflamarks skal hafa borist Fiskistofu eigi síðar en 15 dögum eftir að veiðitímabili lýkur.
    Tilkynna skal Fiskistofu um flutning aflamarks og öðlast hann ekki gildi fyrr en stofnunin hefur staðfest flutninginn. Í tilkynningu skulu m.a. koma fram upplýsingar um magn aflamarks sem flytja skal, auk upplýsinga um verð, nema þegar aflamark er flutt á milli skipa í eigu sama aðila, einstaklings eða lögaðila.
    Fiskistofa skal daglega birta aðgengilegar upplýsingar um flutning aflamarks, þar á meðal um magn eftir tegundum, auk upplýsinga um verð, þar sem við á.

  • Nenni ég ekki að lesa pistilinn þinn en til að svara fyrirspurninni, þá var Kristján Þór Júlíusson flokksbróðir þinn formaður nefndar sem átti að endurskoða flutningsjöfnuð útá land. Manstu ? Hentar kannski ekki pistlinum þínum að málið hafi legið hjá Sjálfstæðisflokknum og dagað uppi þar ?

  • Fyrirsögninni átti þetta að vera en ekki fyrirspurn !

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur