Um allt land er talað um þörfina fyrir að jafna flutningskostnað til að draga úr þeim gríðarlega mun sem er á samkeppnisstöðu landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Umræða um þessa þörf hefur staðið lengi yfir og ekki lagast staðan.
Flutningskostnaður er hreinlega að sliga sum fyrirtæki á landsbyggðinni og mismunurinn er það mikill að húsnæðiskostnaður sem oft á tíðum er lægri þar nær ekki að brúa bilið hjá mörgum.
Samþykktar hafa verið skýrslur sem taka á málinu með tillögum um aðgerðir. Þær hljóta að vera einhvers staðar í kerfinu, ekkert hefur frést af aðgerðum.
Kannski dettur einhverjum í hug að við þessar aðstæður sé ekki rétti tíminn til að framkvæma flutningsjöfnun, nokkuð sem stjórnmálamenn tala um að gera á hátíðarstundum. Nú sé samdráttur í landinu og peninga vanti.
En það er einmitt rétti tíminn núna því við þurfum á öllu okkar að halda í atvinnulífinu og mikilvægt að styrkja stöðu fyrirtækjanna og muna eftir því að landsbyggðin hefur barist í atvinnulífinu undanfarin ár með alltof sterka krónu sem hefur unnið gegn útflutningsatvinnugreinunum og þar með landsbyggðinni.
Nenni ég ekki að lesa pistilinn þinn en til að svara fyrirspurninni,( fyrirsögnini) þá var Kristján Þór Júlíusson flokksbróðir þinn formaður nefndar sem átti að endurskoða flutningsjöfnuð útá land. Manstu ? Hentar kannski ekki pistlinum þínum að málið hafi legið hjá Sjálfstæðisflokknum og dagað uppi þar ?
Hvaða flutningskostnað ?
Eru vöru ekki jafndýrar á höfuðborgarsvæðinu og á Ísafirði og Akureyri, ´Bónus ?
Er ekki ódýrasta bensíð á dælu á Ísafirði eða Bolungarvík ?
Um hvað eru menn að ræða ?
Fáiði þessa aðila til að segja ykkur hvernig flutningskostnaður er settur á vörur !
Voðalega eru menn pólitískir. Er ekki hægt að lesa grein um flutningskostnað öðruvísi en með pólitískum gleraugum? Ég hef fjallað um flutningskostnað og aðgerðir vegna hans án tillits til þess hvaða ríkisstjórn væri í landinu.
Hvaða flutningskostnað er spurt. Dæmi er rækjuvinnsla, fiskvinnsla, 3X Technology, prentsmiðja og ótalmörg fleiri fyrirtæki sem eiga erfitt með samkeppnishæfni vegna flutningskostnaðar.
J spyr um hvaða flutningskostnað. Ég fékk vörur til mín nýlega sem kostuðu 250 þúsund og það kostaði 25 þúsund að flytja hana hingað vestur. Það er því 10% af vöruverði. Merkilegra er að það er dýrara að flytja vörur hingað vestur en norður í land. Það hef ég aldrei skilið. Það er jafn langt frá Reykjavík til Ísafjarðar og milli Reykjavíkur og Húsavíkur en samt nokkuð dýrara að flytja vöruna til Ísafjarðar með RÍKISPóstinum. Þeir ættu amk að byrja á því að jafna flutningskostnað sem er ekki hægt að rökstyðja á nokkurn hátt.
Já það er vægast sagt undarlegt að það sé dýrara að senda gám milli Reykjavíkur og Ísafjarðar, heldur en frá Íslandi til Fuji-eyja !!!!
Halldór. Ef engar almennar umræður verða leyfðar á fundinum í kvöld, þá er hann óhæfa fyrir Ísafjörð. Þá átt þú ekki að taka þátt í honum enda hann messa. Við vitum hvað einir fjórir frummælendur munu segja.
Fékk nokkra kassa senda um daginn frá Egilsstöðum til Akraness. flutningur frá Egilsstöðum til Reykjavíkur kostaði rúmar 5 þúsund krónur en flutningurinn frá Reykjavík til Akraness 4.500 krónur. Annars vegar eru 700 kílómetrar en hins vegar 40 km. Flutningafyrirtæki eru óútreiknanleg. Annars mæli ég með sjóflutningum. Þeim þarf að koma á að nýju.