Eins og oft áður er upphrópunarumræðan á Íslandi tilviljunarkennd. Afstaða til hlutanna fer hjá mjög mörgum eftir því með hvaða knattspyrnuliði – nei stjórnmálaflokki ætlaði ég að segja – þeir halda. Núna segja fjölmargir vinstri menn, ekki allir, að forsetinn eigi ekki að komast upp með að synja Icesave lögunum staðfestingar. Sama fólkið fagnaði ógurlega […]
Það er merkilegt hvað fólk getur haft ólíkar skoðanir á undirskriftarlistum eftir því hver leggur þá fram. Nú á undirskriftarlisti, þar sem fjölmargir Íslendingar hafa ritað nafn sitt í þeim tilgangi að fá forseta Íslands til staðfesta ekki lög um Icesave, að vera ómögulegur. Ég hef lesið mótbárur nokkurra gegn listanum og heyrði ótrúlegt viðtal […]
Það er að vonum mikil umræða um skólamálin þessa dagana. Sveitarfélögin hafa þurft að draga saman í rekstri vegna tekjulækkunar. Þess misskilnings hefur gætt og hefur sést í greinaskrifum að sveitarstjórnarfólk hafi ekki byrjað á öðrum aðgerðum en þeim að hagræða í skólakerfinu. Staðreyndin er sú að strax við hrun haustið 2008 brugðust sveitarfélögin mjög […]
Það er ómerkilegt af alþingismanninum Merði Árnasyni að saka sveitarstjórn Flóahrepps um mútuþægni. Það er ótrúlegt að hann skuli halda slíku fram þegar hann á að vita betur. Skipulagsmál eru málaflokkur þar sem ferlið er opið og íbúar bæði innan og utan sveitarfélags geta haft áhrif á niðurstöðuna. Þegar sveitarfélag þarf að breyta skipulagi vegna […]