Áður en hátíðardagskrá 17. júní og sérstök afmælisdagskrá vegna 200 ára ártíðar Jóns Sigurðssonar hófst á Hrafnseyri í dag, var útskrift á vegum Háskólaseturs Vestfjarða. Annað árið í röð útskrifast mastersnemar úr Haf- og strandsvæðastjórnun sem kennd er á Ísafirði við Háskólasetur Vestfjarða. Námið er alþjóðlegt og allt kennt á ensku (e. Coastal and Marine […]