Sunnudagur 03.03.2013 - 20:47 - Rita ummæli

Enn opnari stjórnsýsla

Samband íslenskra sveitarfélaga leggur mikla áherslu á upplýsingagjöf til sveitarstjórnarmanna og almennings. Í því skyni er tímaritið Sveitarstjórnarmál gefið út mánaðarlega sem og vefrit um fjármál og nú er nýtt rafrænt fréttabréf að líta dagsins ljós.

Á stjórnarfundi sambandsins sl. föstudag var samþykkt að opna stjórnsýslu okkar enn meira en verið hefur. Þá var eftirfarandi bókun samþykkt: ,,Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkir að birta með fundargerðum sínum öll gögn sem lögð eru fram á fundum stjórnarinnar á opnum vef sambandsins og ekki falla undir persónuverndar- og höfundarréttarákvæði laga eða eru lögð fram sem trúnaðarskjöl. Ákvörðun þessi er liður í því að auðvelda aðgengi sveitarstjórnarmanna, starfsmanna sveitarfélaga og almennings að þeim mikla fjölda gagna sem lögð eru fram á fundum stjórnar sambandsins. Þessi gögn fjalla um flest þau verkefni sem sveitarfélögin annast. Sveitarstjórnarmenn eiga að því að geta nýtt sér þessi gögn í störfum sínum til hagsbóta fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra.“

Með þessu er stigið enn stærra skref en áður því fyrst eftir að við tókum upp svokallaða gagnagátt stjórnar var hún einungis opin stjórnar- og varastjórnarfólki. Næsta skref var að senda öllum sveitarfélögum aðgangsorð að gagnagáttinni svo allt sveitarstjórnarfólk landsins gæti nálgast gögn þau sem stjórnin fjallar um. Nú er það skref stigið að opna þetta algjörlega fyrir öllum. Hægt er að velja hvert og eitt fylgiskjal sem opnast þá sem pdf skjal.

Við hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vonum að þetta eigi eftir að nýtast jafnt sveitarstjórnarfólki sem og öllum landsmönnum vel.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur