Neðanritað er leiðari sem ég skrifaði í Sveitarstjórnarmál sem komu út á dögunum. Eftir að ég skrifaði leiðarann kynnti Boston consulting group niðurstöður sínar á ráðstefnu í Hörpu. Þar er margt áhugavert að finna. Eitt af því er einmitt áhersla á mikilvægi þess að nærsamfélagið, sveitarfélögin, fái hluta tekna af ferðaþjónustu vegna þess stóra hlutverks sem sveitarfélögin spila í þessu samhengi.
Leiðarinn:
Ferðaþjónustan skiptir miklu máli fyrir hagkerfið. Tekjur af henni hafa aukist og störfum fjölgað og umræðan eykst um brýna þörf fyrir bætta aðstöðu á mörgum fjölsóttum stöðum. Bent var á það í nýlegri skýrslu Ferðamálastofu að tekjur af ferðamönnum stefni í að verða 27 milljarðar á árinu 2013 og að auki komi sértekjur á borð við tolla og vörugjöld. Ferðaþjónustan er með öðrum orðum ein mikilvægasta atvinnugreinin í landinu.
Hluti þessara tekna rennur til sveitarfélaga í formi útsvars frá starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækjanna, fasteignagjalda af mannvirkjum í ferðaþjónustu og í einhverjum mæli í gegnum farþegagjöld í höfnum. Meirihluti þessara tekna rennur til ríkisins í gegnum tekjuskatt starfsfólks, fyrirtækjanna sjálfra og svo í gegnum veltuskatta eins og virðisaukaskatt, eldsneytisgjöld og ýmsa fleiri skatta og gjöld sem ríkið innheimtir. Þessu til viðbótar er nú í umræðunni að taka upp gjaldtöku á fjölsóttum ferðamannastöðum.
Öll sveitarfélög koma með einhverjum hætti að ferðaþjónustunni og flest hver með afgerandi hætti. Þess sér stað í ákvörðunum í skipulagsmálum, rekstri upplýsingamiðstöðva, ráðningu ferðamálafulltrúa, rekstri tjaldsvæða, hreinlætismálum, markaðssetningu sveitarfélagsins og svæðisins, safnamálum, bæjarhátíðum og í sumum tilfellum aðstöðusköpun þar sem mikill átroðningur kallar á viðhald og rekstrarútgjöld. Margt af þessu starfi sveitarfélaganna er ekki mjög sýnilegt og þarf oft að minna á það til að fólk átti sig hreinlega á því að hversu mörgu þau koma. Aðkoma þeirra skiptir því miklu máli fyrir vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar og var hreinlega nauðsynleg á frumbýlingsárum hennar. Kostnaður vegna þessa skilar sér víða til baka með auknum tekjum í ferðaþjónustunni og sveitarfélögin njóta þess á margan hátt að hafa tekið þátt í uppbyggingunni.
En það þarf að taka aukið tillit til sveitarfélaganna í þessum málum og gera sér grein fyrir því að það er ekki sjálfgefið að veltutekjur og gjöld vegna fjölsóttra ferðamannastaða renni óskipt í ríkissjóð. Sveitarfélögin þurfa sanngjarnan hlut í þessum tekjum til að geta staðið undir kostnaði við áframhaldandi uppbyggingu og aðstöðusköpun sem þarf að haldast í hendur við aukinn ferðamannastraum.
Ábyrgð sveitarfélaga er mikil m.a. hvað varar skiulagsmál. Tökum dæmi Landmannalaugar, sem að ég held falli undir Rangárþing Ytri, sem áður hét Hvolsvöllur. Ein af þeim náttúruperlum sem eðlilegt væri að greidd væri gjald til þess að heimsækja væri Landmannalaugar. Tekjunum er eflaust eðlilet að skipta, til ríkissins, en einnig til sveitarfélagsins, sem síðan getur falið t.d. Feraðafélaginu ákveðnar framkvæmd.
Boston consulting grop, sem var stór aðili að skipulagningu hinnar velheppnuðu framkvæmd Ólypýuleikanna í London telur í skýrlsu sinni að nota eigi rafrænar kortalausnir til þess að afla upplýsingar og halda utan um kerfið. Innanlands höfum við Íslendingar aflað okkur mikillar reynslu og þekkingar á því sviði, t.d. með íbúakortum í Reykjavík, Garðabæ, Mosfellsbæ, Fjarðarbyggð og nú Árborg. Mörg sveitarfélög eru í startholunum að taka upp slíkar lausnir.
Sveitarfélögin eiga ekki bara að veita þjónustuna, heldur veða þau að njóta tekna sem af henni kemur.
En hvað með landeigendur, ættu þeir ekki að fá tekjur af sinni eign?