Ömurleg niðurstaða í nýrri skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um yfirtöku Strætó á ferðaþjónustu fatlaðs fólks kemur því miður ekki á óvart. Í skýrslunni kemur fram samkvæmt fjölmiðlum að stjórnun breytinganna á ferðaþjónustu fatlaðs fólks eftir að hin raunverulega innleiðing átti að hefjast hafi misfarist verulega. Yfirumsjón með breytingunum var ekki á hendi eins ákveðins aðila […]
Við vorum að ljúka borgarstjórnarfundi þar sem ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2014 var til síðari umræðu og staðfestingar. Ársreikningur ársins 2014 sýnir 2,8 milljarða króna tap A-hluta Reykjavíkurborgar sem er öll meginstarfsemi Reykjavíkurborgar. Í skýrslu Fjármálaskrifstofu borgarinnar segir um þennan taprekstur að mikilvægt sé að bregðast við. Undir það taka borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins með tillögu sinni […]
Það er ánægjulegt að sjá að Landsvirkjun er að bæta stöðu sína jafnt og þétt. Í tengslum við ársfund talar forstjóri um að arðgreiðslur geti hugsanlega farið úr 1,5 milljörðum upp í jafnvel 20 milljarða. Þessar yfirlýsingar hafa orðið borgarstjóra tilefni til að rifja upp nærri 10 ára gamla ákvörðun um sölu borgarinnar á hlut […]