Sunnudagur 20.09.2015 - 20:08 - Rita ummæli

Vandræðalegt og skrýtið

Nú er ljóst að beiðni mín fyrir hönd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um aukafund í borgarstjórn hefur verið afgreidd. Aukafundurinn verður þriðjudaginn 22. september kl. 17:00.

Tillaga okkar sem við sendum kl. 13:00 í gær, laugardaginn 20. september er svona:
,,Borgarstjórn samþykkir að draga til baka samþykkt borgarstjórnar frá 15. september 2015 um undirbúning og útfærslu á sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum.“

Tillaga meirihlutans, þ.e. Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Píraeta er svona:
,,Borgarstjórn samþykkir að draga tilbaka samþykkt borgarstjórnar frá 15. september 2015 um undirbúning og útfærslu á sniðgöngu á ísraelskum vörum.“

Tillaga þeirra er sem sagt tillagan okkar sem við sendum í gær óbreytt. Það er auðvitað gott því þá hlýtur tillaga okkar að verða samþykkt. En tilraunir meirihlutans til að slá ryki í augu fólks með þessum æfingum er auðvitað bæði vandræðalegt og skrýtið.

Þau þurfa að hugsa sinn gang í þessum fjögurra flokka meirihluta því þetta er bara eitt dæmið af mörgum um að þau ráða ekki við stjórn borgarinnar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur