Ég held áfram að tala um fjármál, rekstur og skuldir Reykjavíkurborgar þó margir haldi því fram að íbúar sveitarfélaga hafi almennt ekki áhuga á þessum málum. Það held ég að sé ekki rétt. Ég held að íbúar geri frekar ráð fyrir því að þeir geti treyst kjörnum fulltrúum til að standa í ístaðinu varðandi reksturinn […]
Álagning fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði er ákveðin prósenta (%) á fasteignamat viðkomandi eignar. Þetta mat hefur hækkað mikið og mun hækka frá og með 1. janúar 2018. Búið er að leggja á fasteignaskatt fyrir árið 2017 en meðaltalshækkun á höfuðborgarsvæðinu 2018 verður 14,5%. Þess vegna lagði ég fram þessa tillögu í borgarráði í gær […]