Fimmtudagur 15.06.2017 - 14:26 - Rita ummæli

Skulduga Reykjavík

Ég held áfram að tala um fjármál, rekstur og skuldir Reykjavíkurborgar þó margir haldi því fram að íbúar sveitarfélaga hafi almennt ekki áhuga á þessum málum.

Það held ég að sé ekki rétt. Ég held að íbúar geri frekar ráð fyrir því að þeir geti treyst kjörnum fulltrúum til að standa í ístaðinu varðandi reksturinn og að þeir sökkvi sínu sveitarfélagi ekki í skuldir. Það gera allir sér grein fyrir því að heilbrigður rekstur sé lykillinn að því að sveitarfélagið geti veitt almennilega þjónustu og að hægt sé að lækka það sem íbúar/skattgreiðendur þurfa að láta af hendi.

Sá hugsunarháttur að endalaust sé hægt að fara í vasa skattgreiðenda er áberandi hjá vinstri meirihlutanum í Reykjavík. Borgin er miklu skuldugri en margir halda og hef ég ítrekað bent á það allt kjörtímabilið.

Þessi frétt Morgunblaðsins frá 14. júní útskýrir ágætlega hvernig Reykjavíkurborg er í raun með undanþágu í sveitarstjórnarlögum frá því að birta raunverulega skuldastöðu. Heildarskuldir borgarinnar eru 186,7% af tekjum en mega ekki vera meira en 150%.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur