Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Fimmtudagur 18.02 2010 - 17:42

Sjálfstæður seðlabanki núna

Á Alþingi var forsætisráðherra spurð að því hvort hún teldi ummæli fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabankans um að Ísland sé ekki of lítið til að borga allar kröfur Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni ekki vera skaðleg fyrir hagsmuni Íslands. Úr frétt á visir.is: ,,Jóhanna tók undir með Sigmundi og sagði að ummæli Anne væru afar óheppileg. […]

Miðvikudagur 17.02 2010 - 20:47

Fyrningarleið var ekki efst á baugi hjá kjósendum

Sá hluti stjórnarliða sem talar fyrir því að stórskaða fyrirtæki í sjávarútvegi og þar með landsbyggðina alveg sérstaklega heldur því fram að um þetta hafi verið kosið vorið 2009. Það var talað um fyrningarleið í kosningabaráttunni en það sem fólk talaði mest um var bankahrunið og að stjórnarflokkarnir hefðu látið þetta gerast á sinni vakt. […]

Miðvikudagur 27.01 2010 - 20:57

Efling sveitarstjórnarstigsins

Því miður falla flest mál í skuggann af Icesave og skyldum málum. Það er samt verið að vinna í fjöldamörgum málum þó þau fái eðlilega ekki sömu athygli og vandræðamálin sem við erum að fást við hér á landi. Það sem kemur hér á eftir er úr ræðu sem ég flutti á Ísafirði á fundi […]

Þriðjudagur 26.01 2010 - 19:09

Á ekki að fyrna uppsjávartegundir?

Ég hef af og til spurt fólk sem tengist fyrningarflokkunum hver útfærslan verði á fyrningarleiðinni. Þ.e. hvað tekur við þegar búið verður að fyrna aflaheimildirnar. Flestir sem tilheyra fyrningarflokkunum segja reyndar við mig að þeir séu ekki ,,sérstakir áhugamenn um þessa fyrningu“ eins og margir orða það. En jafnframt hafa sumir sagt að það þýði […]

Miðvikudagur 20.01 2010 - 22:08

Coastal and Marine Management

Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða, Coastal and Marine Management at the University Centre of the Westfjords. Nei þetta er ekki þátturinn Silfur Egils ótextaður á nokkrum tungumálum. Hér er ég að skrifa um stórmerkilega starfsemi Háskólaseturs Vestfjarða sem á nokkrum árum hefur sannað mikilvægi sitt undir styrkri stjórn Peters Weiss. Ég er virkilega stoltur af því […]

Þriðjudagur 19.01 2010 - 18:11

Þessa menn skal stoppa

http://bb.is/Pages/26?NewsID=143263 Ríkisstjórn Íslands hefur boðað að svona sægreifa skuli afskrifa. Aðferðin er kölluð fyrningarleið og gengur út á að taka veiðiheimildar af útgerðarmönnum um 5% á ári þar til þær eru að fullu afskrifaðar. Þessi sægreifar byrjuðu í útgerð þó nokkru eftir að kvótakerfi og framsal var ákveðið á Alþingi á sínum tíma.

Fimmtudagur 14.01 2010 - 17:39

Sjávarútvegur

Ég var að hugsa um að hafa fyrirsögnina: ,,Ef þú ert ekki með þá ertu á móti.“ Eða: ,,Ef þú hefur aðra skoðun en ég þá er hún byggð á annarlegum forsendum.“ (Þetta skýrist hér í lok færslunnar). En færslan á að fjalla um sjávarútveg eða öllu heldur afstöðu til mála. Afstaða mín til sjávarútvegs […]

Þriðjudagur 12.01 2010 - 19:46

Við erum flottust…….nei aumingjar

Ég hef að undanförnu skrifað aðeins um umræðuhefðina í stjórnmálum á Íslandi. Núna langar mig að skrifa aðeins um sjálfsmynd okkar og hvernig við ræðum um sjálf okkur. Við Íslendingar erum lítil þjóð sem hefur náð þeim árangri að vinna okkur úr mikilli fátækt í lífsskilyrði sem eru með því besta sem þekkist. Í mesta […]

Sunnudagur 10.01 2010 - 19:13

Betra að það sé sagt á útlensku

Fólk keppist við að hrósa sjónvarpsþættinum Silfri Egils vegna þess sem þar kom fram frá erlendum viðmælendum Egils Helgasonar. Mér finnst ástæða til að taka undir að þátturinn var upplýsandi. Hins vegar eru viðbrögð þjóðarinnar í samræmi við umræðuhefðina hér á landi. Það sem kom fram í dag hefur komið fram áður og það margoft […]

Laugardagur 09.01 2010 - 13:53

Tilhlýðilega virðingu og skilning

Fyrirsögnin er úr nýlegum pistli mínum. Þar fjallaði ég um að við yrðum að komast upp úr skotgröfunum og hætta að meiða hvort annað. Umræðuhefðin á Íslandi er ekki nógu góð, það verður að segjast eins og er. Þetta er oft í Morfís stílnum. Láta andstæðinginn hafa það. Skipta um skoðun eftir því hvorum megin […]

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur