Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Þriðjudagur 21.04 2009 - 16:25

ESB sérstaðan farin?

Hverju munu kosningarnar skila þjóðinni að þessu sinni? Skoðanakannanir segja að núverandi ríkisstjórn muni halda velli og forsvarsmenn hennar, formenn VG og Samfylkingar ætla að vinna saman eftir kosningar. Hvað fær þjóðin út úr því? Mun sú stjórn sem verður hreinræktuð vinstri stjórn vinna þjóðina út úr vandanum? Hún hefur ekki haft langan tíma til […]

Mánudagur 20.04 2009 - 17:04

Feigðarleið vinstri flokkanna

Eftir kynningu vinstri flokkanna á fyrningarleið í sjávarútvegi ákváðum við bæjarstjórar þriggja bæjarfélaga sem byggja að stærstum hluta á sjávarútvegi að senda greinina hér að neðan í Morgunblaðið og birtist hún þar laugardaginn 18. apríl. Við skrifuðum greinina vegna þess að okkur finnst fyrir löngu nóg komið af því að vega stöðugt að sjávarbyggðunum. Við […]

Sunnudagur 19.04 2009 - 16:07

sammala.is

Það hefur töluverður fjöldi skráð sig á vefinn sammala.is. Þar á meðal undirritaður ásamt fleira fólki úr Sjálfstæðisflokknum. Við erum þarna vegna þess að við teljum hagsmunum Íslands best borgið með því að fara í aðildarviðræður um ESB aðild og svo þjóðaratkvæði. Þessa leið tel ég besta af ýmsum ástæðum, ekki síst myntsamstarf eftir einhvern […]

Föstudagur 17.04 2009 - 18:54

Stjórnarskráin

Stjórnarskrármálið verður tekið af dagskrá og að ekkert verður af breytingum á stjórnarskránni í bili. Í tengslum við það er Sjálfstæðisflokknum kennt um allt saman. Þær ásakanir eru ekki réttmætar því áherslur þingmanna Sjálfstæðisflokksins sneru fyrst og fremst að því að ekki yrðu gerðar breytingar á grundvallarlögum lýðveldisins að vanhugsuðu máli. Hefðin er sú að […]

Mánudagur 13.04 2009 - 20:22

Stjórnmál

Að lokinni vel heppnaðri páskahelgi þar sem saman tvinnaðist vinna, Skíðavika og tónleikar þá renndi ég yfir vefmiðlana. Þar er samantekt á því helsta sem gerst hefur undanfarna daga í landsmálunum. Og hvað hefur gerst? Eru komnar fram bættar hugmyndir um að bæta stöðu almennings? Eða fyrirtækjanna? Eða ríkissjóðs? Eða sveitarfélaganna? Nei ekki varð ég […]

Fimmtudagur 09.04 2009 - 20:39

Tölum hreint út

Fréttir af mjög háum styrkum tveggja fyrirtækja til Sjálfstæðisflokksins eru vondar fyrir okkur öll. Þess vegna var mikilvægt að forysta flokksins tók strax ákvörðun um að endurgreiða þessa styrki sem eru óeðlilega háir. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst yfir ábyrgð á þessu máli. Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað um að ganga hreint til verks. Það er flokknum […]

Föstudagur 03.04 2009 - 17:54

Við skulum ræða það

Nokkur umræða hefur orðið um tillögu til hagræðingar í rekstri sem Akureyrarbær hefur sett fram. Þar er miðað við að sem flestir starfsmenn sveitarfélaga geti tekið á sig allt að 5% skerðingu á launum en á móti taki þeir frí sem nemur einum degi í mánuði eða 10 dögum á ári. Ég hef tekið undir […]

Miðvikudagur 01.04 2009 - 21:58

Ætlar ríkisstjórnin virkilega að lækka húsaleigubætur?

Á sama tíma og sumir stjórnmálamenn tala um að auka félagslegan húsnæðisstuðning í þjóðfélaginu, m.a. með því að hækka vaxtabætur og húsleigubætur, stendur ríkisstjórnin ekki við samkomulag við sveitarfélögin um kostnaðarskiptingu húsaleigubóta. Fyrir liggur að sveitarfélögin þurftu á síðasta ári að leggja fram aukalega fram 150 m.kr. fyrir ríkið, svo unnt yrði að standa við […]

Þriðjudagur 31.03 2009 - 16:46

Það þarf samt bjartsýni

Við keppumst flest við að átta okkur á ástandinu hér í landinu eftir bankahrunið. Þetta hefur verið rússíbanareið fyrir okkur og við orðin ansi ringluð og slæpt. Það er mikið skrifað um hið slæma ástand og hvers vegna það varð svona. Sú umræða mun halda áfram enda töluvert í að rannsóknum á því ljúki. Gerendur […]

Mánudagur 30.03 2009 - 20:38

Þverskurður

Það gekk ýmislegt á hjá okkur Sjálfstæðismönnum á landsfundinum sem lauk í gær, sunnudag. Þannig hefur það verið á öllum landsfundum sem ég hef setið enda fjölmörg mál sem tekist er á um í nefndum. Ágreiningur er skiljanlega í mörgum málum í svo stórri stjórnmálahreyfingu. En það er gaman á landsfundi. Það er ánægjulegt að […]

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur