Það var algjör þorrasnilld á veitingahúsinu Höfninni sem staðsett er í gömlu verbúðunum skammt frá hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn. Þorramatseðillinn uppfyllir bæði kröfur súrmats- og hákarlaæta og fínlegri bragðlauka. Snilldarlausn fyrir pör sem ekki eru sammála um þorramatinn! Alætan ég smakkaði á öllum réttunum – sem voru í grunninn á þjóðlegum nótum – en útfærslan alþjóðleg á köflum. Ljúfeng […]
Íbúðalánasjóður hefur mikilvægu samfélagslegu hlutverki að gegna. Tilvist hans byggist á þessu samfélagslega hlutverki. Lögbundið hlutverk Íbúðalánasjóðs er: “ … að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast eða leigja […]
Leið sértæks félagslegs leiguhúsnæðis er óþörf. Þörfinni er unnt að mæta innan húsnæðissamvinnufélaganna. Búseti, Búmenn og fleiri húsnæðissamvinnufélög hafa fest sig í sessi á Íslandi með búseturéttarfyrirkomulagi sínu. Húsnæðissamvinnufélögin hafa verið mikilvægur hlekkur í húsnæðismálum á Íslandi og gætu orðið lykillinn að farsælli framtíðarlausn. Húsnæðissamvinnufélög sem reka bæði búseturéttarhúsnæði og leiguhúsnæði gætu orðið kjarninn […]
Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi VG blómstrar í borgarstjórn þrátt fyrir það afhroð sem flokkurinn hlaut í borgarstjórnarkosningunum. Sóley hefur staðið sig best borgarfulltrúa það sem af er. Ekki að ég sé alltaf sammála henni – reyndar alls ekki – en hún hefur staðið upp úr með málefnalegum og öflugum málflutningi. Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur því miður aðeins […]
Límið í ríkisstjórninni virðist fyrst og fremst vera trúarlegs eðlis. Trúin á „hreina vinstristjórn á Íslandi“. Fylgismenn ríkisstjórnarinnar telja nánast guðlast hugmyndir um að leysa upp „fyrstu hreinu vinstristjórn á Íslandi“. Þá skiptir innihald stjórnarsamstarfsins og hagsmunir þjóðarinnar ekki nokkru máli. Og þó! Það eru ákveðnir trúarsetningar í „hreinum vinstri stjórnum“. Háir skattar. Höft. Þjóðnýting. […]
Það er einungis í ævintýrunum sem gulli rignir yfir almúgan. Slíkt ævintýri gekk yfir þjóðina haustið 2004 þegar gulldrengirnir í viðskiptabönkunum ákváðu á einni nóttu að bjóða fasteignaeigendum og íbúðakaupendum takmarkalaus íbúðalán á helmingi lægri vöxtum en áður hafði tíðkast. Fram að þeim tíma hafði það verið jafn líklegt að almenningur gæti kreist mjólk úr […]
Það var djarft af Árna Páli Árnasyni þáverandi félagsmálaráðherra að láta vinna neysluviðmið sem endurspegla ætti raunverulega framfærsluþörf Íslendinga. Sérfræðingar úr HÍ hafa skilað af sér niðurstöðunni, en eitthvað virðist ríkisstjórnin heykjast á því að birta neysluviðmiðin. Eðlilega. Afleiðingarnar verða eins og að opnað hafi verið Pandórubox. Það var ljóst frá upphafi að neysluviðmið gæti […]
Nýjasta skýrsla Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um Ísland gefur til kynna að íslensk stjórnvöld séu að undirbúa afnám ríkisábyrgðar af fjármögnun Íbúðalánasjóðs. Það skýrir ákvörðun stjórnvalda að leggja Íbúðalánasjóði að óþörfu til 33 milljarðar til viðbótar því eigin fé sem sjóðurinn býr yfir. Í skýrslunni segir meðal annars: „The authorities also plan to prepare a timeline to harmonize the […]
Mér var nýlega boðið landakaffi. Hef ekki fengið slíkt síðan ég bjó á Vopnafirði og Borgarfirði eystra. Þá var engin áfengisútsala á Vopnafirði. Þetta er þróunin. Sætur heimilisiðnaður í anda VG og í boði VG. „Minnkandi sala á áfengi á síðasta ári hefur haft áhrif á áætlanir ríkissjóðs um tekjur af áfengisgjaldi á þessu ári. […]
Ferðamálastofa virðist í ímyndarherferð. Markhópurinn er ekki erlendir ferðamenn heldur íslenska þjóðin. Ímyndarherferðin felst ekki í að fjölga ferðamönnum heldur að telja þjóðinni trú um að Ferðamálasstofa standi sig vel! Því er slegið upp eins og stórfrétt að ferðamannafjöldinn í fyrra hafi verið sá sami og árið 2009. Hins vegar er ekki haft hátt um […]