Af hverju í ósköpunum spyrja blaðamenn ekki lengur af hverju? Daglega les ég „fréttir“ þar sem blasir við að blaðamenn eru ekki að grafast fyrir um ástæður hlutanna heldur skauta rétt yfir yfirborðið – og missa þar af leiðandi af alvöru fréttum. Láta oft og tíðum viðmælendur sína mata sig gagnrýnilaust. Nema blaðamenn vilji ekki „eyðileggja“ þá […]
Tónlistarmennirnir og borgarfulltrúar Bezta flokksins þeir Einar Örn Benediktsson, Óttar Proppé og Karl Sigurðsson ásamt Jóni Gnarr stórsöngvara hafa heldur betur misst taktinn. Þessi súpergrúbba sópaði að sér atkvæðum tónlistarfólks í borgarstjórnarkosningunum. Nú baula reykvískir tónlistarmenn á Bezta flokkinn eins og beljur á Bítlana. Þá fær hljómborðsleikarinn Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Menntaráðs Reykjavíkurborgar litlar undirtektir hjá […]
Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins sat í málefnanefnd Framsóknarflokksins fyrir síðasta flokksþing og var lykilmaður í að semja tillögu að ályktun um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Um 900 manns sátu flokksþingið. Tillaga Gunnars Braga og félaga hans í málefnanefndinni var samþykkt orðrétt nema fyrirsögninni „Markmið“ var breytt í „Skilyrði“ á þinginu sjálfu – að tillögu Gunnars […]