Bezti flokkurinn er að rústa Sögusafninu í Perlunni. Það hlýtur að vera misskilningur. Trúi ekki að listaspírurna í Bezta vilji sögusafnið feigt. Treysti því að borgarstjórinn bjargi Sögusafninu hið snarasta. Svona eins og Kalli í Baggalút gerði þegar hann lokaði snarlega slysagildru við Tunguveg eftir að ég benti á barnaslysahættu þar í pistli. Bezti flokkurinn ber nefnilega ábyrgð […]
Ég fyllstu einlægni þá hélt ég að borgarstjórnarsirkusinn 2006 – 2008 yrði ekki toppaður. En ég hafði rangt fyrir mér. Jón Gunnar borgarstjóri toppaði þann borgarstjórnarsirkus þegar síst skyldi. Í tengslum við Gleðigöngu Hinsegindaga – sigurgöngu mannréttinda, fjölbreytni mannlífsins og þess frjálslynda samfélags sem við flestir Íslendingar viljum lifa í. Ég hafði skilning á því að […]
Gleðigangan á Hinsegindögum er tákn þess árangurs sem við höfum náð í réttindamálum samkynhneygðra sem áður var kúgaður minnihlutahópur sem í tilfellum var ofsóttur. En Gleðigangan á Hinsegindögum er einnig tákn þeirrar fjölbreytni mannlífsins og þess frjálslynda samfélags sem við flestir Íslendingar viljum lifa í. Og Gleðigangan á Hinsegindögum minnir okkur á að mannréttindi eru ekki […]
Árni Páll er að átta sig á raunverulegu viðfangsefni ríkisstjórnarinnar þegar hann segir: “Við þurfum að hugsa upp á nýtt hvert umfang ríkisrekstrar á að vera og skilgreina þrengra þau grundvallarverkefni sem við viljum að ríkið sinni.“ Það er verst að hann virðist sá eini í ríkisstjórninni sem fattar þetta. Þá er einnig algerlega rétt hjá […]
Það eru ellefu dagar liðnir frá hryðjuverkunum í Noregi. Ég er ennþá miður mín og hef ekki enn getað hugsað mér að skrifa pistla um smávægileg vandamál daglegs lífs eftir harmleikinn á Utøya – og því þagað á blogginu mínu í rúma viku. Hryðjuverkin voru framin undir yfirskini öfgafullrar þjóðernishyggju og kynþáttahaturs. Því miður virðist vera […]