Færslur fyrir 2012

Mánudagur 13.08 2012 - 09:09

Framsókn sökkt Samfó bjargað!

VG hefur tekið mikilvægt skref til þess að bjarga Samfylkingunni frá afhroði í næstu kosningum og á sama tíma kaffæra Framsóknarflokkinn sem undanfarin misseri hefur markvisst leitað inn í ákveðinn hluta kjósendahóps VG með óbilgjarnri andstöðu Framsóknar við aðildarviðræður að Evrópusambandinu.  Krafa VG um að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði endurskoðuð er klárlega sett fram til […]

Laugardagur 11.08 2012 - 10:20

Tryggt trúfrelsi og þjóðkirkja

Tvö meginstef trúmála í stjórnarskrá eiga að vera tryggt trúfrelsi og sjálfstæð þjóðkirkja sem reglulega sækir umboð sitt sem sérstök þjóðkirkja til þjóðarinnar. Það eru skiptar skoðanir meðal þjóðarinnar hvort þjóðkirkja Íslands eigi að hafa sérstakan sess umfram önnur trúfélög í stjórnarskránni. Það er eðlilegt. Ég hef lengi verið talsmaður algers aðskilnaðar ríkis og kirkju. […]

Fimmtudagur 09.08 2012 - 19:24

Súrsætur bati í byggingariðnaði

Það eru veik ein skýr batamerki í byggingariðnaði á Íslandi. Hagstofan hefur staðfest þessi veiku batamerki en í Mogganum í dag má sjá eftirfarandi: „Sala á sementi hefur aukist um 27,2% á fyrstu 6 mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra að því er fram kemur í gögnum frá Hagstofu Íslands. Segir Þorbjörn Guðmundsson, […]

Miðvikudagur 08.08 2012 - 13:30

Að kyrkja kýr

Sú árátta stjórnvalda að kyrkja allar mjólkurkýr Íslands nálgast blæti. Nú á að þrengja að ferðaþjónustunni með grófri hækkun á virðisaukaskatti á gistingu. Hækkunin – ef af verður – mun annars vegar lækka heildartekjur Íslands af ferðaþjónustu og hins vegar hækka vertryggð langtímalán fjölskyldnanna í landinu. Hvernig væri að ríkisstjórnin einbeiti sér að auka tekjur […]

Þriðjudagur 07.08 2012 - 09:50

Stjórnmálaflokkarnir áhyggjuefni

Jón Sigurðsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins hefur áhyggjur af Framsóknarflokknum. Það er ástæða til þess. Vandamálið er hins vegar að það þarf ekki að hafa áhyggjur af Framsóknarflokknum einum heldur þarf að hafa áhyggjur af flokkakerfinu í heild sinni.  Þróun stjórnmálaflokkanna allra hefur ekki verið góð undanfarin ár. Óbilgirni og átök hafa alls staðar aukist í […]

Föstudagur 03.08 2012 - 10:24

Framsóknarsmokkarnir

Baráttan fyrir bættu aðgengi að ódýrum smokkum var eitt af merkum baráttumálum okkar í Félagi ungra Framsóknarmanna í Reykjavík frá því haustið 1985. Þá voru smokkakaup feimnismál og aðgengið einungis í apótekum og á Núllinu í Bankastræti. En þrátt fyrir að baráttumálið hafi farið fyrir brjóstið á sumum miðaldra og þaðan af eldra Framsóknarfólki þá náði málið inn í kosningaskrá Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1986. Aðrir […]

Fimmtudagur 02.08 2012 - 08:32

Endurheimtum gamla Kvennó!

Endurreisum bakhlið Gamla Kvennaskólans! Rífum skúradraslið sem hent var upp og eyðilagði fallega bakhliðina á sínum tíma. Gerum snyrtilegan bakgarð sem gestir og gangandi geta notið í góðu skjóli!  

Þriðjudagur 31.07 2012 - 20:17

Vaxtabótaklúður ríkisstjórnarinnar

Breytingar á vaxtabótakerfinu sem ríkisstjórnin stóð fyrir árið 2010 eru klúður. Þær koma þeim sem verst standa afar illa og munu væntanlega ríða einhverjum að fullu. Þó ber að hrósa fjármálaráðherra og skattstjóra fyrir eðlilega túlkun á lögunum þar sem ráðherrann og skattstjóri teygja sig í túlkun eins og unnt er innan ramma klúðurslaganna skuldendum húsnæðislána […]

Þriðjudagur 17.04 2012 - 22:32

Vorið komið og ég farinn!

Þótt það sé pólitískur fimbulvetur þá er að koma vor. Hjá okkur hinum. Mig langar að njóta vorsins. Er ekki í skapi að fylgjast með niðurdrepandi og vonlausum stjórnmálamönnum Íslands. Nenni ekki í augnablikinu að benda á vanhugsuð frumvörp sem þingmenn illa að sér munu hvort eð er hleypa í gegnum þingið hvað sem ég […]

Þriðjudagur 17.04 2012 - 17:29

Skemmdarverk Steingríms J.

Fjármálaráðuneytið hefur alla tíð verið valdagírugt og talið sig yfir önnur ráðuneyti hafið. Fjármálaráðherrar hafa iðulega fallið inn í þennan sérkennilega fjármálaráðuneytiskúltúr. Nú síðast Steingrímur J. sem fékk það í gegn að sölsa efnahagsmálunum undir fjármálaráðuneytið. Sem er galin hugmynd. En svolítið „pútínsk“. Steingrímur J. varð reyndar að fórna fjármálaráðyuneytisstólnum til að koma eina ráðherranum frá sem […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur