Björt framtíð hefur skákað Framsókn í samstarfi Evrópupsamtaka frjálslyndra flokka! Framsókn hefur um áratuga skeið og allt fram á það síðasta verið í nánu samstarfi við frjálslynda flokka á heimsvísu gegnum Liberal International. Þar hefur samstarf við frjálslynda flokka í Evrópu lengst af verið mikið.
Núverandi forysta Framsóknarflokksins vildi þó ekki taka upp formlegt samstarf við ALDE – Alliance of Liberals and Democrats for Europe – þegar það stóð til boða fyrir fáeinum misserum.
Nú hefur Betri framtíð greinilega tekið fyrrum stöðu Framsóknarflokksins meðal frjálslyndra flokka í Evrópu! Það sést best á því að Diana Wallis fyrrum varaformaður Evrópuþingsins og einn af fyrrum leiðtogum ALDE hefur nú tekið sér stöðu með Bjartri framtíð og leikur lykilhlutverk í málstofu Bjartar framtíðar – „Málstofa um frjálslyndi: Mannréttindi og umhverfisvernd í frjálslyndum flokkum í Evrópu (Seminar on liberalism: How liberal partys in Europe deal with human rights and environmetal issues)“.
Rita ummæli