Evrópuráðið sem ber ábyrgð á starfi hins nýja Evrópuvettvangs milli aðalfunda er fullskipað eftir stofnfund Evrópuvettvangsins – EVA – í kvöld. Evrópuráðið er skipað 27 einstaklingum sem kjörnir voru á stofnfundinum. Evrópuvettvangurinn er þverpólitískur samstarfsvettvangur áhugafólks sem vill opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Samtökin taka ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild […]
Stofnfundur Evrópuvettvangsins – EVA – verður haldinn í kvöld í Setrinu á Grand Hótel Reykjavík og hefst fundurinn kl. 20:00. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Evrópuvettvangurinn er þverpólitískur samstarfsvettvangur áhugafólks sem vilja opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Samtökin taka ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild að Evrópusambandinu […]
Ég er afar hugsi yfir gegndarlausum þjóðernisrembingi á fámennu flokksþingi Framsóknarflokksins. Eitt er heilbrigð þjóðhyggja. Annað þegar spilað er á þjóðernisrembing. Slíkt er reyndar þekkt pólitískt bragð í kreppu en sæmir ekki frjálslyndum umbótaflokki.
Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt og Landssamband sauðfjárbænda hélt aðalfund sinn á sama tíma og sama stað. Í Bændahöllinni. Tilviljun? Flokksþing Framsóknar hófst á föstudagsmorgni. Aðalfundi Landssambands sauðfjárbænda lauk á föstudagskvöld með veglegri veislu í Súlnasal Hótel Sögu – sama sal og Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt um helgina. Tilviljun? Hótel Saga var full af sauðfjárbændum og Framsóknarmönnum […]
Flokksþing Framsóknarflokksins felldi tillögu um að umsókn að ESB yrði dregin til baka. Formaður flokksins sem fékk „rússneska kosningu“ virðist hafa misst af þeirri atkvæðagreiðslu ef marka má orð hans í fjölmiðlum. Hins vegar var felld tillaga um að þjóðin ætti að taka upplýsta ákvörðun um aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefna Framsóknarflokksins er því – […]
Evrópuvettvangurinn er þverpólitískur samstarfsvettvangur áhugafólks sem vilja opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Samtökin taka ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild að Evrópusambandinu en leggja áherslu á vandaða málsmeðferð og að Ísland nái sem hagstæðustum aðildarsamningi sem þjóðin taki afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stofnfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn […]
Samband Ungra Framsóknarmanna hyggst leggja tillögu að afar róttækum breytingum á sjávarútvegsstefnu Framsóknarflokksins ef marka má drög að ályktun SUF sem mér barst í pósti. Ungt Framsóknarfólk gengur þvert á þær áherslur sem verið hafa ofaná í Framsóknarflokknum undanfarna áratugi og væntanlega gegn þeirri tillögu sem málefnanefnd mun leggja fyrir þingið. Átök um sjávarútvegsstefnuna er […]
Stofnfundur Evrópuvettvangsins – EVA – verður haldinn mánudaginn 11.apríl 2011 kl. 20:00 í Setrinu á Grand Hótel Reykjavík. Evrópuvettvangurinn er þverpólitískur samstarfsvettvangur áhugafólks sem vilja opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Samtökin taka ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild að Evrópusambandinu en leggja áherslu á vandaða málsmeðferð og […]
Ísafjarðarför ríkisstjórninni gerði ríkisstjórninni gott. Ríkisstjórnin ætti að halda miklu fleiri ríkisstjórnarfundi úti á landi og taka púls landsbyggðarinnar sem því miður hefur veikst meðal annars vegna aðgerða og aðgerðaleysis einmitt þessarar ríkisstjórnar. En Ísafjarðarfundurinn var góður og útspil ríkisstjórnarinnar þar jákvætt. Það munar um fimm milljarðar í 16 verkefni á Vestfjörðum. Sum stór – […]