Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 04.03 2011 - 18:38

Bezta langatöng á lofti!

Bezti flokkurinn og bakhjarl hans í borgarstjórn hafa gefið starfsfólki grunnskóla og leikskóla Reykjavíkurborgar löngutöngina. Ég var svo barnalegur að halda að sameiningar og aðrar breytingar á skipulagi grunnskóla og leikskóla hefðu að einhverju leiti verið unnar með starfsfólki skólanna. Svona í anda samvinnustjórnmála sem iðkuð voru í tíð Hönnu Birnu sem borgarstjóra og skiluðu milljarða […]

Föstudagur 04.03 2011 - 08:59

Öskupokana á loft á ný!

Öskupokarnir eru komnir á loft á ný – nú til styrktar góðu málefni.  Hjálparfélagið Sóley og félagar hvetja kaupmenn og aðra að festa kaup á öskupokum til styrktar munaðarlausum börnum í Togo og afhenda börnum á öskudaginn í stað þess að dreifa sælgæti sem er seinni tíma siður hér sunnan heiða. Sóley og félagar sem […]

Fimmtudagur 03.03 2011 - 09:00

Framsókn frjálslynd eður ei?

Framsóknarflokkurinn verður að fara að gera upp við sig hvort hann ætlar áfram að skipa sér í sveit með frjálslyndum flokkum í Evrópu – og reyndar heiminum öllum. Framsóknarflokkurinn var um áratugaskeið virkur í samstarfi frjálslyndra flokka. Steingrímur Hermannsson var til að mynda varaforseti Liberal International – alþjóðasamtökum frjálslyndra flokka og beitt sér þar. Framsóknarflokkurinn hefur lengst […]

Þriðjudagur 01.03 2011 - 19:37

Beztu skattpíningunni hafnað

Íslenska þjóðin var rétt nýbúin að hafna skattpíningarstefnu ríkisstjórnarinnar þegar Bezti flokkurinn og bakhjarl hans í borgarstjórn ákvað að auka enn á skattpíningu Reykvíkinga. Finnum við samhljóm með ósamhljómi á Íslandi og Norður-Afríku?

Þriðjudagur 01.03 2011 - 12:44

Styð Svandísi Svavarsdóttur

Ég styð Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra í því átaki sem hún hefur hleypt af stokkunum og felst í aðgerðum til að auka útbreiðslu birkiskóga á Íslandi. Umhverfisráðuneytið segir að með verkefninu sé stefnt að því að friða land fyrir beit í nágrenni birkiskóga, sér í lagi þar sem skógurinn getur breiðst út án verulegra annarra aðgerða […]

Mánudagur 28.02 2011 - 12:42

Blóðugt ofbeldi á netinu

Ég er ekki viss um að foreldrar geri sér grein fyrir því hversu blóðugt ofbeldi er að finna á netinu og hversu mikilvægt það er að heimatölvan sé útbúin öflugri ofbeldis og klámsíu. Því miður er slík vörn ekki nægileg!   Ég var að vafra um netið og skoða mismunandi  fréttaflutning af atburðunum í Norður-Afríku. Þar […]

Föstudagur 25.02 2011 - 19:35

Gnarrinn ekki ruslborgarstjóri

Ég varð vitni að samtali þar sem Jón Gnarr – lesist borgarstjóri –  var sakaður um að vera ruslborgarstjóri. Ástæðan sú að ruslakallarnir eru hættir að taka við ruslatunnum sem eru 15 metra frá götu.  Nema þú borgir sérstaklega fyrir ómak ruslakallanna. Margir þeirra sem neyðast að borga eru einmitt þeir sem geta ekki trillað […]

Fimmtudagur 24.02 2011 - 23:27

Breiður Evrópuvettvangur myndast

Breiður vettvangur fyrir hlutlæga umræðu um aðildarferlið að Evrópusambandinu er að myndast í kjölfar vel heppnaðs undirbúningsfundar á þriðjudag.  Vinnan er komin á fullt og nú hafa verið stofnaðir þrír vinnuhópar til undirbúnings stofnfundar. Gretar Mar Jónsson leiðir vinnuhóp sem gerir tillögu að markmiðum og stofnskrá nýrra samtaka. Björn S. Lárusson leiðir vinnuhóp sem gerir […]

Fimmtudagur 24.02 2011 - 08:27

Landbúnaðarstofnun á Sauðárkrók

Iðnaðarráðherra var að setja á fót nefnda sem skoða á að gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag á lánastarfsemi Byggðastofnunar.  Það er nauðsynlegt að nefndin taki inn í myndina að Byggðastofnun taki yfir verkefni sem eiga heima í landbúnaðarstofnun. Eins og fram hefur komið  núverandi fyrirkomulag þar sem ríkisvaldið hefur framselt umsýslu landbúnaðarstyrkja til hagsmunasamtaka bænda stenst engan […]

Miðvikudagur 23.02 2011 - 09:37

Flugtak vandaðrar aðildarumræðu

Ég er í skýjunum yfir fjölmennum og frábærlega velheppnuðum undirbúningsfundi að nýjum vettvangi fyrir vandaða Evrópuumræðu sem haldin var í gærkvöldi. Á fundinn mætti breiður hópur áhugafólks um tryggja hlutlægar umræður um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Sérstaklega skemmtilegt var að sjá þrjá fyrrverandi þingmenn úr þremur mismunandi stjórnmálaflokkum mæta á fundinn. Einnig hvernig flokksbönd röknuðu upp í […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur