Undirbúningsfundur vegna stofnunar Evrópuvettvangs frjálslynds miðjufólks verður haldinn í kvöld. Með fundinum er verið að svara kalli fjölmargra á miðju íslenskra stjórnmála sem vilja vinna að framgangi aðildarumsóknar að Evrópusambandinu en eru ekki reiðubúnir til að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu fyrr en niðurstöður samningaviðræðna liggja fyrir. Það eru allir velkomnir á fundinn sem […]
Hæstvirtur fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon. Ég vil bera undir yður spurningar og ætlast til þess að þér svarið þeim. Í Kastljósi í kvöld notið þér sem rök gegn þjóðaratkvæðagreiðslum um fjárhagsleg mál ríkisins ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að setja 33 milljarða inn í Íbúðalánasjóð sem dæmi um ákvörðun sem ekki eigi að leggja fyrir þjóðina. Áður en ég ber upp […]
Það er vetrarfrí hjá börnunum. Eiginkonan ákvað að fara með þau í Listasafn Reykjavíkur. Í stætó. Hún var að hringja. Vil að ég sæki þau á bílnum niðrí bæ. Ástæðan? Það er miklu ódýrara en strætó! Börnin mín þau þrjú yngstu eru 6 ára, 10 ára og 12 ára. Konan mín rétt rúmlega fertug. Strætóferðin […]
Það er lykilatriði í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu að atkvæðagreiðslan er ekki um ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Já er ekki ríkisstjórnarstuðningur. Ef ríkisstjórnin vill að þjóðin samþykki samninginn um IceSave – þá verður hún strax að gefa út að hún líti ekki á atkvæðagreiðsluna vera atkvæðagreiðslu um stjórnmálaflokka og ríkisstjórn. Ef ríkisstjórnin hótar afsögn ef samningurinn um IceSave verður felldur – […]
Íslenskir stjórnmálaflokkar – í stjórn og stjórnarandstöðu – eiga að hundskast til að setjast niður með samtökum atvinnurekenda, verkalýðs og opinberra starfsmanna og hefja samvinnu um vinnu! Íslendingar þrífast ekki í atvinnuleysi og atvinna er það sem þarf til að koma efnahagslífinu og fjárhag hins opinbera í lag! Samvinnu um vinnu – takk!
Ég var spurður að því í dag af hverju ég hefði starfaði í Framsóknarflokknum í 25 ár. Ég svaraði eins og satt er að ég hefði alltaf verið frjálslyndur miðjumaður og að grunnstefna Framsóknarflokksins hefði höfðað mest til mín þegar ég ákvað að hefja þátttöku í stjórnmálum. Sú ákvörðun að velja Framsóknarflokkinn var tekin eftir að […]
Undirbúningsfundur fyrir Evrópuvettvang frjálslynds miðjufólks Undirbúningsfundur fyrir hugsanlega stofnun samstarfsvettvangs frjálslynds miðjufólks vegna aðildarumsóknar að Evrópusambandinu verður haldinn þriðjudaginn 22. febrúar kl. 20.00 í sal Framsóknarsalnum að Digranesvegi 12 Kópavogi. Á fundinum verður fjallað um eftirfarandi: Er ástæða til að setja á fót sérstakan samstarfsvettvang frjálslynds miðjufólks vegna aðildarumsóknar að Evrópusambandinu? Í hvaða formi […]
Frjálslyndir Framsóknarmenn í Evrópu hafa með sér afar sterk og áhrifarík samtök. Samtökin nefnast ELDR sem er skammstöfun fyrir European Liberal Democrats. Í samtökunum eru fjölmargir frjálslyndir flokkar sem um langt árabil hafa átt í samstarfi við Framsóknarflokkinn og líta á hann sem systurflokk sinn á Íslandi. Þingmenn á Evrópuþinginu sem tilheyra aðildarflokkum ELDR mynda […]
Framsóknarflokkurinn var um langt árabil faglegasti stjórnmálaflokkurinn þegar unnið var í stefnumótun um aðildarumsókn eða aðildarumsókn ekki að ESB. Framsóknarflokkurinn vann undirbúning Evrópustefnu sinnar á árabilinu 2001 til 2009 afar faglega. Í kjölfar afar vandaðrar greiningarvinnu Framsóknarflokksins í aðdraganda flokksþings árið 2005 var ljóst að klár meirihluti Framsóknarmanna vildu skoða aðildarumsókn að Evrópusambandinu að ákveðnum […]
Skólabörn í Reykjavík unnur mikilvægan sigur þegar Bezti flokkurinn og bakhjarl hans í borgarstjórn ákváðu að gefa eftir og hætta við boðaðan niðurskurð í kennslu í grunnskólunum. Fram kom hjá formanni menntaráðs að þegar Bezti og bakhjarl hans í borgarstjórn fóru að skoða málið þá hafði þeim brugðið yfir því að á undanförnum misserum hafi […]