Við eigum að stórhækka laun grunnskólakennara. Við eigum líka að fækka þeim. Samhliða eigum við að lengja skólaárið, lengja skilgreindan skóladag og lengja viðveruskyldu kennara í skólanum. Þá eigum við einnig að lengja nám grunnskólakennara úr 3 námsárum í 5 námsár. Þar af á 1 námsár að vera alfarið unnið í grunnskólunum – 6 mánuðir […]
Það eru sterk rök sem mæla með því að samningur um IceSave verði borinn undir þjóðaratkvæði. Þjóðin felldi fyrri IceSave samning í þjóðaratkvæðagreiðslu – þeirri fyrstu um slíkt mál. Þjóðin á því að klára málið. Þótt fyrirliggjandi samningur yrði samþykktur á Alþingi með 63 atkvæðum – þá eru samt sterk rök fyrir því að samningurinn verði lagður […]
Mistök eru mikilvæg. Mistök eru til að læra af þeim. En þá verða menn að læra af þeim. Það er allt of algengt meðal Íslendinga að viðurkenna ekki mistök. Ennþá algengara að Íslendingar læri ekki af þeim. Ég áskil mér allan rétt á að gera mistök. Á að baki mörg mistök. Reyni að læra af […]
Bjarni Benediktsson bjargaði að líkindum Sjálfstæðisflokknum sem alvöru afli í íslenskum stjórnmálum með því að samþykkja IceSave frumvarpið. Mögulega bjargaði hann einnig sínu eigin skinni. Afleiðingar ákvörðunnar Bjarna Ben er sú að í stað þess að frjálslyndi hluti Sjálfstæðisflokksins klofnaði frá flokknum í átt til frjálslyndra Framsóknarmanna, frjálslyndra Samfylkingarmanna og frjálslyndra óflokksbundinn – þá klofnar […]
Er Jón bakari Gnarr – lesist borgarstjóri – stundum hengdur fyrir smið? Borgarstjóranefnan hefur undanfarið sætt mikilli gagnrýni vegna tveggja mála. Ruslatunnumálsins og tónlistaskólamálsins. Tónlistarmenn baula á hann eins og beljurnar á Bítlana fyrir að skera gróflega niður fjárframlög til tónlistarskólanna. Æfir ættingjar farlama gamalmenna sem fara sér að voða við að koma ruslatunnunum sínum að 15 metra fjarlægð […]
Af hverju í ósköpunum spyrja blaðamenn ekki lengur af hverju? Daglega les ég „fréttir“ þar sem blasir við að blaðamenn eru ekki að grafast fyrir um ástæður hlutanna heldur skauta rétt yfir yfirborðið – og missa þar af leiðandi af alvöru fréttum. Láta oft og tíðum viðmælendur sína mata sig gagnrýnilaust. Nema blaðamenn vilji ekki „eyðileggja“ þá […]
Tónlistarmennirnir og borgarfulltrúar Bezta flokksins þeir Einar Örn Benediktsson, Óttar Proppé og Karl Sigurðsson ásamt Jóni Gnarr stórsöngvara hafa heldur betur misst taktinn. Þessi súpergrúbba sópaði að sér atkvæðum tónlistarfólks í borgarstjórnarkosningunum. Nú baula reykvískir tónlistarmenn á Bezta flokkinn eins og beljur á Bítlana. Þá fær hljómborðsleikarinn Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Menntaráðs Reykjavíkurborgar litlar undirtektir hjá […]
Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins sat í málefnanefnd Framsóknarflokksins fyrir síðasta flokksþing og var lykilmaður í að semja tillögu að ályktun um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Um 900 manns sátu flokksþingið. Tillaga Gunnars Braga og félaga hans í málefnanefndinni var samþykkt orðrétt nema fyrirsögninni „Markmið“ var breytt í „Skilyrði“ á þinginu sjálfu – að tillögu Gunnars […]
Ísland þarf á samvinnustjórnmálum að halda. Ekki hótanastjórnmálum. Samvinnustjórnmál sem innleidd voru í Reykavík seinni tvö árin á síðasta kjörtímabili lyftu grettistaki – eftir mesta niðurlægingatímabil borgarstjórnar Reykjavíkur – fram til þessa. Við höfum upplifað pólitíkst niðurlægingatímabil í íslenskum stjórnmálum undanfarin misseri og ár. Ísland þarf á því að halda að stjórnmálamenn stigi upp úr […]
Í gær – þann 27. janúar – átti sýslumaðurinn a Siglufirði að taka fyrir allar bótakröfur Breiðavíkurdrengjanna í einu og leggja mat á hvort menn fái bætur eða ekki – og ef bætur – hversu miklar. Ég veit ekki hvort það gekk eftir – en Breiðavíkurdrengirnir bíða í ofvæni eftir niðurstöðu sýslumanns. Einn þeirra vildi […]