Miðvikudagur 18.5.2011 - 09:44 - 20 ummæli

Framsóknarmenn sterkir í ESB

Evrópskir Framsóknarmenn eru sterkir innan ESB en systurflokkar Framsóknarmanna mynda þriðja stærsta þingflokkinn á Evrópuþinginu. Þrátt fyrir þetta er það vinsælt hjá sumum fyrrum félögum mínum í Framsókn sem eru stækir andstæðingar Evrópusambandsins að kalla sambandið Kratasamband.

Staðreynd málsins er reyndar sú að hægri menn eru stærstir á Evrópuþinginu. Af 736 Evrópuþingmönnum eru hægri menn 320 í tveimur þingflokkum. Þá tel ég ekki með öfgafull hægrisamtök. Systurflokkar Framsóknar skipa ALDE þingflokkinn sem stendur saman af 84 þingmönnum. Kratarnir eru reyndar næst stærstir með 185 fulltrúa. Græningjar með 55.

Ef við sláum saman þingmönnum hægrimanna og evrópskum Framsóknarmönnum þá eru þeir 55% þingmanna á Evrópuþinginu. Kratar, Græningjar, róttækir vinstri menn, öfgafullir hægrimenn og óháðir fulltrúar ná því einungis 45% Evrópuþingsins.

Hvernig í ósköpunum getur þessi háværi hópur stækra andstæðinga Evrópusambandsins innan Framsóknarflokksins því kallað Evrópusambandið Kratasamtök?

Jú, á sama hátt og kirkjan á miðöldum hélt því fram að jörðin væri flöt.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 17.5.2011 - 09:11 - 18 ummæli

Ísland er ekki heimskautsveldi

Ísland er ekki heimskautsveldi þótt það eigi sæti í Norðurheimskautsráðinu. Eins og Danir, Svíar, Finnar, Norðmenn, Rússar, Kanadamenn, Bandaríkjamenn og Grænlendingar.  Þótt íslenska efnahagslögsagan nái að jaðri Norðurheimskautssvæðisins þá liggja efnahagslögsögur Grænlands og Noregs milli þeirrar íslensku og Norðurheimskautsins.

Það er því hjákátlegt þegar jafnvel vel menntaðir og vel lesnir menn halda því fram að Ísland geti eitt og sér haft bolmagn og styrk til að hafa áhrif á gang mála á heimskautasvæðinu.

Það er jafn hjákátlegt þegar sama fólk heldur því fram að Evrópusambandið þurfi að draga Ísland inn í sambandið til að komast gegnum Ísland að ákvarðanatöku um framtíð og auðlindir Norðurheimskautssvæðisins.

Veit þetta fólk ekki að Danir, Svíar og Finnar eru aðiljar að Evrópusambandinu? Vita þeir ekki að þótt Grænlendingar séu ekki aðili að Evrópusambandinu þá vinna þeir í nánu samstarfið við og í gegnum Evrópusambandsríkið Danmörku að hagsmunamálum sínum á heimskautssvæðinu?

Hundalókík þeirra sem nú draga fram meinta þörf Evrópusambandsins á Íslandi vegna málefna Norðurheimskautssvæðisins hefur verið að Ísland liggi beint að því svæði – en Svíþjóð og Finnland geri það ekki.

Vandamálið er bara að Ísland er jafn langt frá Norðurheimskautssvæðinu og Svíþjóð og Finnland. Efnahagslögsögur Grænlandd og Noregs  liggja norðan Íslands á sama hátt og Noregur og Rússland liggja norðan við Svíþjóð og Finnland. Reyndar eru Svíþjóð og Finnland nær Norðurheimskautinu en Ísland. 

Aftur að heimskautsveldisdraumum Íslendinga.  Staðan er því miður sú að Ísland hefur ekkert að segja eitt og sér í heimskautsráðinu.  Öðrum aðildarríkjum ráðsins er í lófa lagið að sniðganga Ísland – eins og reyndar hefur verið gert þegar „gleymdist“ að boða Ísland á undirbúningsfund ráðsins.

Staðreyndin er sú að ef hagsmunir Grænlands og Noregs fara saman gegn hagsmunum Íslendinga þá munu þau ríki taka höndum saman gegn Íslandi. Við höfum langa reynslu af hörku og ósveigjanleika Norðmanna í okkar garð í þess háttar málum.

Hverjir eiga þá að verja hagsmuni Íslands? 

Evrópusambandsríkin Danmörk, Svíþjóð og Finnland?  Er ekki hætt við að þau taki frekar málstað Grænlands vegna stöðu Grænlands gagnvart Evrópusambandsríkinu Danmörku?

Rússar?  Kanadamenn?  Bandaríkjamenn? 

Staðreyndin er nefnilega sú að möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu gæti styrkt stöðu landsins á norðurslóð. Ekki veikt hana eins og harðir andstæðingar aðildarviðræðna við Evrópusambandið reyna að halda fram.  En til að svo geti orðið verður að halda hagsmunum Íslands á norðurslóð á lofti í aðildarviðræðunum.  Það skiptir öllu máli.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 16.5.2011 - 10:18 - 8 ummæli

Jarðvegur kynþátta- og trúarhaturs

Á Íslandi er jarðvegur fyrir hatur gegn öðrum kynþáttum en þeim „íslenska“ og gegn öðrum trúarbrögðum en kristni. Hvort sem okkur líkar það betur eður verr. Þetta er vandamál sem við verðum að viðurkenna og taka á af skynsemi. Það gengur ekki að stinga höfðinu í sandinn og láta sem ekkert sé. Slíkt gæti endað með ósköpum.

Skynsamleg umræða og fræðsla er sú leið sem farsælust er til að koma í veg fyrir að úr þessum jarðvegi kynþátta- og trúarhaturs spretti öfgahreyfingar sem nái fótfestu. Við vitum hverjar afleiðingar slíks geta orðið.

Ég birti í gær tölvupóst sem mér barst frá manni sem er að berjast gegn byggingu mosku í Reykjavík.  Tölvupóst sem innihélt málflutning sem ég taldi vera algerlega á jaðrinum og myndi dæma sig sjálfan í umræðunni. Það þyrfti því ekki að ræða það mál meira.

En mér skjátlaðist. 

Ég hef fengið ótrúlega mikil viðbrögð við birtingunni. Ekki bara í athugasemdarkerfinu þar sem fram kemur að sjóanrmið mannsins hafa greinilega hljómgrunn sums staðar – heldur beint. 

Viðbrögðin hafa verið tvíþætt.

Annars vegar þeir sem hafa verið afar ósáttir að ég hafi birt þennan tölvupóst sem einkennist af hatri gegn íslam. Hins vegar þeir sem styðja þau öfgafullu viðhorf sem fram komu og voru ekki sáttir við afstöðu mína gegn efni tölvupóstsins og að ég sé þeim ósammála. Sumir bættu um betur með beinu kynþáttahatri.

Við þá sem eru ósáttir við að ég birti tölvupóstinn vil ég segja þetta. Það leysir ekki málin að láta sem þessi öfgafullu viðhorf sé ekki að finna á Íslandi. Rétta leiðin er að taka á móti þessari umræðu af skynsemi, hrekja hana með rökum og ekki síst fræða börnin okkar um hvernig raunverulega er í pottinn búið.

Málið snýst nefnilega ekki um trú – heldur öfgar. Öfgafullir íslamistar og öfgafullir kristnir eiga sumt meira sameiginlegt með hvor öðrum en með hófsömu fólki af eigin trú.

Við eigum að byggja upp frjálslynt, hófsamt samfélag sem byggir á frelsi með félagslegri ábyrgð þar sem virðing er borin fyrir grundvallarmannréttindum. Trúfrelsi og málfrelsi er óaðskiljanlegur hluti slíks samfélags.

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 15.5.2011 - 11:48 - 29 ummæli

Andóf gegn íslam á Íslandi

Trúfrelsi er eitt af mikilvægustu mannréttindunum og sem betur fer tryggt í stjórnarskránni okkar. Svo virðist sem ekki séu allir sammála mér í þeim efnum. Í Íslandi eru einstaklingar sem sjá ofsjónum yfir trúarbrögðum annarra. Sérstaklega fer íslam fyrir brjóstið á þeim.

Mér barst í morgun póstur þar sem verið er að andæfa því qð í Reykjavík verði reist moska. Ég er afar hugsi yfir þessum pósti og ákvað að birta hann og umfjöllun sem honum fylgdi. Ég virði rétt viðkomandi til að hafa þessa skoðun og koma henni á framfæri – enda málfrelsi annað mikilvægt grundaratriði mannréttinda.

En er þetta viðhorf sem okkur þykir sæmandi?

Pósturinn sem ég fékk er svona:

„Ágætu   bloggvinir  og   aðrir   viðtakendur,
 
Þar    sem    núverandi   borgaryfirvöld     hafa    veitt    múslímum    lóð   í  Sogamýrinni,   við   aðal   þjóðveginn   inn  í   Reykjavík   Má  því   reikna   með  að   þeim   muni  vaxa   ásmegin   og   herða   áróðursstríð   sitt   hérlendis    eins  og   á   hinum   Norðurlöndunum.    Návist   þeirra   er   orðin    nágrannaþjóðum   okkar   martröð,   því   þær   voru   á   engan   hátt  undirbúnar   undir   þá    fasisku   og   skelfilegu   hugmyndafræði   sem   fylgir   þessum   landnemum.    Stutt  kynning    fylgir  í  viðhengi   um  helstu   atriðin   í  Íslam.
 
Ég    hefi   því   tekið   saman    þýðingu   af    myndbandi,   sem   gengur   um   allt    um   þessar  mundir   en   óvíst   að    margir  Íslendingar   hafi   séð   þá   kynningu.    Það   er   því   mikilvægt   að    þeir   sem   fá   þessa  þýðingu   áframsendi   öllum   vinum  og  kunningjum    hana.
 
Miklar    upplýsingar  er  að   finna   á    vefsíðunni   
http://www.hrydjuverk.wordpress.com    um    hina   Íslömsku   hugmyndafræði,   en  þar   mun   margt   koma  á   óvart.
 
Ég   vil   einnig   benda   fólki   á    bækurnar   ,,Íslamistar  og  Naívistar“   og   ,,Dýrmætast  er   Frelsið“    sem   báðar   voru  gefnar  út   fyrir   2-4  árum   á  íslensku.  Þær    eru   með  miklar  upplýsingar   um   mistökin   á   Norðurlöndum   og   vanmatið   á   íslamskri   hugmyndafræði  og  pólitík.“

Með    vinsemd,
 
Skúli  Skúlason,
Netfang:  sskulason34@gmail.com
Á   facebook:     http://www.facebook.com/sel.gloppa
 

ÞRENNT   SEM  ÞÚ  ÞARFT  AР VITA  UM  ÍSLAM.

  

Geitin   er   í  miklu   uppáhaldi   hjá  Múslímum   sem  húsdýr.  Hafursskeggið   er   sagt    fyrirmynd  hökuskeggs   Múslíma.

Þýtt   og   endursagt   af   myndbandi:   

 http://www.youtube.com/watch?v=Ib9rofXQl6w&feature=player_embedded

 

ÍSLAM   HEFUR   EKKI  VERIР RÆNT.

Hver  sem  SKOÐUN   manns  eða  TRÚ   er   verður    einhver   annar        ÁKAFLEGA  ANDVÍGUR  ákaflega     henni.   Báðar    hliðar   halda  því   venjulega   fram  að   þeirra   skoðun  og   staðhæfingar   séu    RÉTTAR  OG   BESTAR.    Bestu   staðhæfingarnar  og     staðreyndirnar   og    hinar   réttu  og     svo   kaldhæðnislega  vill   til   að   báðar   hliðarnar  hafi   orðið   fyrir    BLINDRI   innrætingu  og   beinlínis       hreint  út    HEIMSKULEGAR.    Flest   fólk    er   opið   fyrir  upplýsingum   sem   henta   viðhorfi  þess   sjálfs  til   heimsins.    Því   mundi   líða   illa   ef    það  væri   öðruvísi.   Samt   vildi  ég    veita   þér   nokkrar    furðulegar  upplýsingar  um  Íslam.  Við   ráðleggjum  þér  einnig  að   skoða   undraverðar  upplýsingar  um  ÍSLAM  annars    staðar   heldur   en   í   almennum   fjölmiðlum  með   því   að    lesa  í  Kóraninum   sjálfum.  

                Við    skulum   koma  þér  af   stað    með  því   að  kynna   fyrir  þér    þrjú   atriði,    sem   allar  líkur  eru  á  að  þú   hafir  ekki   vitað   af  um  Íslam.    

1)      ÍSLAM   hefur   ekki   verið   rænt.  Að   ÍSLAM   hafi   verið   rænt  og   rangtúlkað   er   það  sem   talsmenn   Múslíma   halda   venjulega   að    ekki-Múslímum.  Vegna   þess   að   þeir   ganga  út   frá   því   sem  vísu,   að   öll   trúarbrögð   séu   eins.  Ástæðan   fyrir  því   að    svona   auðvelt   er   að   rugla   ekki-Múslíma  í  ríminu  er  að    flest  okkar  gerum  okkur   ekki   grein   fyrir   hinum   mikla   mismun  milli   Kóransins    og   allra    annarra   trúarrita,    sem  þeim   eru   kunnugt  um. 

Biblía   Kristinna   manna   er   samsafn  fjölmargra    höfunda  (66  ritverk  í  Biblíunni),    sem   skrifuð    voru  með   margra  alda   millibili,   sem   eru  dæmisögur,  ráðleggingar  og   draumar,  safnað   saman   í   eina  bók.   Það   sama   á   við   hinn   gyðinglega Torah.  Jafnvel   þeir  okkar  á  Vesturlöndum  sem   eru   hvorki   Kristnir   né   Gyðingar  eru   samt   að   kunnugir   þessum   trúarbrögðum    og   gerum   þess   vegna   ráð   fyrir   að   sama   gildi   um  Kóraninn. 

MÚHAMEР  SENDIBOÐI  ALLAH   EINI   HÖFUNDUR  KÓRANSINS.

En  Kóraninn  er   eftir  einn  mann  á   sem   ritaður  var   meðan  á  ævi   hans   stóð.  (620-  632   e.kr.)    Kóraninn   á   að   lesa   bókstaflega   og   er   ekki   fullur  af  táknum    eða   loðnum   dæmisögum.    Að   mestu   er   hann   beinar  skipanir.    Auðvitað   inniheldur  Kóraninn    mótsagnakenndar   staðhæfingar,   alveg  eins   og  önnur   trúarrit.   En  Kóraninn   sjálfur  leggur      Múslímanum    ráð   um   hvað   gera   skal  þegar     rekist  er    á   mótsagnir.   Hann   útskýrir   að   ef    maður   rekst   tvær  á   gagnstæðar   staðhæfingar,  þá   gildi  sú   sem   er  yngri.  Flestir   vestrænir   menn   vita   ekki  um  að   hinar  umburðarlyndu     setningar  voru   skrifaðar  á    fyrri  hluta   pólitísks   ferils   Múhameðs. 

TVENNS  KONAR   BOÐANIR  Í   KÓRANINUM.   MEKKA  OG  MEDÍNA  BOÐUNIN.

Samkvæmt   því   sem  Kóraninn  segir   hafa   fyrri    málsgreinarnar  verið   ógiltar   og  í   stað   þeirra   hafa  komið   ofbeldisfull  og   óumburðarlynd   fyrirmæli.   Þegar   flestir    Vesturlandabúar   heyra     Jihadista    vitna   til  ofbeldisfullra    setninga  í  Kóraninum   og   síðan    ,,friðsama“   Múslíma  sem    fara   með    friðsöm    fyrirmæli  Kóransins.   Þá   finnst   sumum  það   svipað   og   tilvitnanir  í  Biblíuna  eða  Torah.    Þeir   hugsa   með   sér   að   það   hljóti  að   vera   margskonar    mótsagnakennd  fyrirmæli   í  Kóraninum,   eins   er  að   finna  í   fjölmörgum   öðrum   trúarritum.  Það   er    alltaf  hægt  að   vera   með   smámunasemi  og    réttlæta   hvað   sem    þeim   dettur  í   hug.

FARA  SKAL  EFTIR  BÓKSTAF  KÓRANSINS. 

En  Kóraninn  er  alls   ekki  þannig.    Það    er   ekki  um  það   að   ræða   að   velja  það  sem  manni   hentar.  Það   stendur   beint   út   og   verður   ekki   misskilið   að   ekki   megi    breyta   eða   líta   framhjá   hinum    mjög   svo   skýru   fyrirmælum  og  beinu   fyrirmælum,   því   annars   brenni   fólk   í    víti  að   eilífu.  (3.15  af  myndbandinu).

Sýnishorn   af   ógildri   málsgrein  í  Kóraninum:

Málsgrein  Kóransins úr  Kýrinni 002.256 ,, það er enginn knúinn til trúar“:   Þessi setning var ógilt með nokkrum öðrum setningum, sem boða hið gagnstæða. T.d. 008:039  og  009:005  hér að ofan plús nokkrum málsgreinum gagnstæðrar merkingar  bæði í Kóraninum og Hadiths.

,,Það    er  enginn  knúinn   til  trúar“  Er  mikið   notuð   setning  af  Múslímum   meðan  þeir   eru   fáliðaðir  í   landnámssamfélaginu.  T.d   eins  og  á  Íslandi. 

ÞRENNT   SEM  ÞÚ  ÞARFT  AР VITA  UM  ÍSLAM.  II.  Þáttur.

INNLEIÐING     SHARÍA    LAGA  ER   TRÚARLEG  SKYLDA.

2)       AР   BERJAST   FYRIR  ÞVÍ    AР KOMA  Á   SHARÍA   LÖGUM  ALLS   STAÐAR  Í   HEIMINUM.

Er   trúarleg   skylda.   Margt   fólk   gerir   sér  ekki   grein   fyrir   því   hve   STJÓRNMÁLALEGUR  KJARNI   ÍSLAMS      er.  Staðreyndin   er   sú   að   ÍSLAM    er  síður   ,,TRÚARBRÖGГ   heldur  en  ,,TRÚARLEG  HUGMYNDAFRÆÐI“ .   ÍSLAM   innifelur  í   sér   afar   sérhæfð  lög   og   stjórnmálastefnu   fyrir   allt   samfélagið,   sem   heitir   ,,SHARIA“   Engin   spurning  er  um  að   tengslin  milli   trúar   og  hins    stjórnmálalega  Íslams.   Hins   vegar   mynda    ÍSLAM  og  SHARÍA      tæki   til   alræðis,    þar   sem   öllum   stigum   samfélagsins   er  skipað  fyrir   um   allt   þar   með   talið:

Helgihald

Viðskipti  og   samninga

Siði  og   hátterni

Og   refsingar.

Í  

ÞARNA   SÝNA   MÚSLÍMAR  INNVOLSIР  Í   HUGMYNDAHEIMI   SÍNUM.   ÞARNA  ER  EKKI  UM   NEITT  JAÐARTILFELLI   AР  RÆÐA   HELDUR   AÐAL   KENNINGAR  ÍSLAMS.

KÓRANINUM     gerir    ALLAH    lýðum   ljóst  að     ÞJÓÐKJÖRNAR   ríkisstjórnir   almennings   svo  sem  (eins   og    lýðræði   )   og   málfrelsi   svo   sem   að   GAGNRÝNA  g   Kóraninn   sé    VIÐURSTYGGÐ,   sem   verði   að   uppræta. 

Hin   nútímalega   setning:    ,,SHARÍA    sem  læðupokast  að   grandalausu  fólki“   Er   notuð   til  að   lýsa   hægfara,  einbeittri,    staðlaðri   aðferð    til   að   koma  á   Íslömskum  lögum   í   laumi  í  löndum   ekki-Múslíma.

Opinberir   SHARÍA   Dómstólar   eru    þegar  teknir   til   starfa  í  Bretlandi  og    meðhöndla  mál,   sem  eru    allt  frá   því   að  fjalla  um    SKILNAÐI   og  fjárhagsleg   deilumál  og     heimilisofbeldi.                Tilraunir   til   að  innleiða   SHARÍA    inn  í   lagakerfi   Þýzkalands,  Svíþjóð   og   aðrar  Evrópskar   þjóðir   eru   á   fullu.  

Á   meðan  SHARÍA    er   nú   þegar  komin    með   fótinn     inn   úr  dyrum  okkar   að   því   er  varðar   minniháttar   deilur  svo    sem   deilur  um   erfðamál  og   heimilisofbeldi  þá  ættirðu   að   hafa   áhyggjur  á  því   að  SHARÍA   skipar   svo   fyrir    að   drykkjumenn  og   fjárhættuspilarar   ættu   að   hýðast,  leyfi   eiginmönnunum   að   berja   eiginkonurnar.   Leyfir    særðum    kæranda    að    fullnægja   löglegri   hefnd   bókstaflega   með    ,,auga   fyrir   auga“.    (5.04  mínútur  af  myndbandinu)  –  Skipanir  um   að    hendi   verði  að    skera   af    þjóf.  Fyrirskipanir   um   að    taka   samkynhneigt  fólk   af  lífi.   Skipanir  um   að   ógift   fólk  og    framhjáhaldarar   séu  grýttir   til   bana.  Skipanir   um   að   gagnrýnendur   á   Íslam,  Múhameð,  Kóraninn   eða   jafnvel    SHARÍA  lögin   sjálf    hvort   sem,    þeir  eru   ekki-Muslímar  eða  Múslímar ,     skuli  líflátnir.   Skipar   svo   fyrir  að   trúskiptingar   (frá  Íslam)   skuli    drepnir.   Fyrirskipar  eru   ótvíræðar   um     móðgangi,  lítillækkandi,  óréttlátt,   stríð   (Jihad).

                Eins   og  SHARÍA     er   skráð   í  Kóraninum   er   það    lög    Allah.  Allt   annað   þjóðskipulag   er    SYND.   Það   er   skylda   sérhvers   Múslíma  að   berjast  þangað  til  að   öllum   ríkisstjórnum   heimsins   hefur   verið  breytt   í  SHARÍA   ríkisstjórnir.   (5.54  af  myndbandinu).

3.    BLEKKINGAR  LEYFÐAR  TIL  ÚTBREIÐSLU  ÍSLAMS – TAQIYYAH.

 Múslímum   er    leyft   að   blekkja    ekki-Múslíma  ef   það   framfleytir  og   hjálpar   Íslam.   Að   því   er   ekki-Múslíma  varðar   þá   er   hugtakið   ,,TAQIYYAH“   eitt   af    undrunarefnum   og   ÍSLAMS.   Á   sama   tíma   og    önnur   trúarbrögð    tala   vel  um   ,,sannsögli“   og   mæla  með    henni  þá    mælir    Kóraninn   með   því   að   logið   sé   að   ekki-Múslímum   um   trú   sína   og   pólitísk  markmið    til   að   vernda   þá    við   að   breiða   út   Íslam.     Til   eru   mörg   dæmi   um  það    í   dag    að   íslamskir  leiðtogar   tali  tveim   tungum,  syngi   fallega   á    ensku    fyrir    vestræna   fjölmiðla   og   síðan   segi   þeir   allt  annað   og  þveröfugt   við   eigið   fólk   á   arabísku   nokkrum   dögum   síðar.   Blekkingar  gagnvart  meintum  óvininum   er   alltaf    nytsamar   í   stríði   og   ÍSLAM   er    í   stríði   við   heim   ekki-Múslíma   þangað   til  allur   heimurinn   fylgir   SHARÍA   lögum. 

Allir    ekki-Múslímar ,   sem  búa   í   ríkjum   sem   ekki  eru  íslömsk  eru  ÞESS    VEGNA  ÓVINIR.  Þannig   að    það   að   blekkja   Vesturlandabúa   er    ALGJÖRLEGA   ÁSÆTTANLEGT   jafnvel   mælt   með   því   ef   það    framfleytir   MARKMIÐUM  UM    DREIFINGU  ÍSLAMS.  Sem   nýlegt   dæmi   um   þetta     virtist  ÍSLMSKAAMERÍSKA  HJÁLPARSTOFNUNIN    vera   að     safna   peningum    fyrir    munaðarlausa,   en   raunin  var  sú  að   þeir   GÁFU      PENINGANA   HRYÐJUVERKAMÖNNUM .  Þeir    blekktu   grandalaus   vestræn   heiðingja  góðmenni   til   að    gefa   PENINGA   SAMTÖKUM   SEM   VORU  VIRK       Í   AР  DREPA   VESTRÆNA  EKKI-MÚSLÍMA.

KANNAÐU   MÁLIР  SJÁLFUR  ÞETTA   ER   EKKI   EINANGRAР  DÆMI. 

ÍSLAM    SEM    TRÚ   FRIÐARINS.

SAMTÖK   MÚSLÍMA  UM  ALLAN   HEIM  –  lýsa  því   oft   yfir   að   ÍSLAM   sé  TRÚ   FRIÐARINS.     

EN   HVAР  MERKIR  ÞAР  RAUNVERULEGA?   Það    virðist    auðvelt   fyrir  MÚSLÍMA   að    fara   með   friðsamar  málsgreinar  í  Kóraninum   frá   fyrri   boðunartíma  MÚHAMEÐS   Í   MEKKA.   Með   því   að    færa  sér  í   nyt   gildi    hugtaksins   ,,TAQIYYAH“  og   nefna    ekki  þá   staðreynd   að  MEKKA   MÁLSGREINAR   Kóransins,   voru    lýstar   opinberlega  ÓGILDAR   með  opinberunum  SÍÐARI  ofbeldisfyllri   málsgreina,    sem  kenndar   eru   við   Medína  tímabilið.   Í   heiminum    sjáum   við    ÍSLAMSKAN   FRIÐ (eins  og   við   sjáum   í Sýrlandi,  Túnis,   Egyptalandi,  Jemen  og  fleiri  löndum Miðausturlöndum  í   dag  7.   Maí    2011,  þar   sem    allt  logar  í   uppreisnum  og   ofbeldi  og   þar   sem  farið  er   eftir   SHARÍA   lögum.   Þegar  MÚSLÍMAR  eru  komnir   um  95%   af   landsmönnum  þá   snúast  þeir   gegn   hver   öðrum  og   berjast  innbyrðis    um   völdin.).   Frið   sjáum   við   eingöngu   í  öllum  löndum   þar   sem  SHARÍA    ríkir  og    aldrei   fyrr   en  þá  að    sögn   MÚSLÍMA,  en   reynslan   segir   annað.

ÞESS   VEGNA    ER    ÞAР  AР  SÉRHVER  MÚSLÍMI   GETUR  MEР SANNI  SAGT  OG  ÁN  ÞESS   AР  BLIKKA  AUGUNUM,   staðfest   að  ÍSLAM  sé   trú   friðarins. 

Ef    eitthvað   af  þessu   kemur  þér   á   óvart  ÞÁ    ER   VISSULEGA    FJÖLMARGT,   SEM  ÞÚ   EKKI   VEIST.   ÍSLAM  getur   haft   raunveruleg  áhrif  á  þig  í   náinni   framtíð.  Taktu   þér  því   tíma  í   upplýsingaöflun   fyrir   sjálfan  þig.   Lestu   5.  8.  Og  9.  Kafla  Kóransins,   sem   voru  síðustu  kaflarnir,   sem Múhameð   lét  skjalfesta   áður  en  hann  lést   632   e.kr.  

Þýtt   og   endursagt   af   myndbandi:    http://www.youtube.com/watch?v=Ib9rofXQl6w&feature=player_embedded

Vinir, tækifærisvinir,  Múslímar

,,Trúarlegar blekkingar gagnvart hinum vantrúuðu – kafírunum- er raunverulega kennd í Kóraninum sjálfum:

,,Látið ekki hina trúuðu vingast við  vantrúarfólkið, fremur en hina trúuðu. Ef einhver gerir slíkt, þá mun Allah ekki hjálpa á neinn hátt; nema um varúðarráðstafanir sé að ræða,  svo þér getið varist þeim”  (Kóraninn  003:028).         

Með öðrum orðum, vingist ekki við vantrúarólkið, nema í þeim tilgangi að vernda sjálf ykkur gegn þeim”:  þykist vera vinir þeirra svo þið getið styrkt stöðu ykkar gegn þeim.  Hinn virti Kóran álitsgjafi Ibn Kathir, útskýrir að þessi málsgrein að ef ,,hinir trúuðu óttist um öryggi sitt á einhverju  sviði eða á einhverjum tíma gagnvart hinum vantrúuðu,” þá megi þeir  ,,auðsýna vináttu gagnvart hinum vantrúuðu  út á við, en aldrei í huganum. (eða eins og einn þekktur aðili meðal íslamskra innflytjenda orðaði það í blaðaviðtali:  ,,Við eru eins og aðrir út á við, en heima erum við Múslímar.”  Ekki hefði verið hægt að orða blekkinguna betur. Innsk. Þýðanda).

          Á  meðan  múslímar  búa  í  löndum  trúleysingjanna  þá  skynja  þeir  tilveru  sína  og  gildi  þannig  að  þeim  sé  ógnað.  Þeir  geta  því  lifað  samkvæmt  þessari  setningu  með  góðri  samvisku  og  drukkið,  sungið  og  dansað  til  að  vera  eins  og  aðrir  út  á  við.

MÓTMÆLUM   MOSKU    Á  ÍSLANDI

http://www.facebook.com/pages/Motmaelum-mosku-a-Islandi/134937909889448

ER BOÐUN ÍSLAMS ÓLÖGLEG Á ÍSLANDI?

http://hrydjuverk.wordpress.com/er-bo%c3%b0un-islams-ologleg-a-islandi/

Úr    Kóraninum.   Sýnishorn  af   ofbeldisboðskap  Kóransins:

009.005.  En þegar bann mánuðirnir eru liðnir, þá skuluð þið berjast við og drepa (aqtuloo)  hina vantrúuðu(les: pólitíska  andstæðinga), takið þá fasta, sitjið um þá, veitið þeim fyrirsát alls staðar á öllum sviðum hins Heilaga Útþenslustríðs ,,Jihad“;

Meira   af   samskonar   sýnishornum   :  

Sverð Spámannsins Múhameðs Úr 9. Kafla Kóransins   er  að   finna  á  þessari  slóð:

http://hrydjuverk.wordpress.com/sver%c3%b0-spamannsins-muhame%c3%b0s-ur-9-kafla-koransins/

ÚR    STJÓRNARSKRÁNNI:

Ákvæði stjórnarskrárinnar um trúfrelsi er okkur ekki fjötur um fót. Trúfrelsið er skilyrt. Greinin hljóðar svo:  “ Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.“

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 13.5.2011 - 21:30 - 1 ummæli

Sovét Jóns Bjarnasonar!

„Þeim sveitarfélögum sem fá úthlutað byggðakvóta verður samkvæmt nýju fiskveiðistjórnunarfrumvarpi Jóns Bjarnasonar heimilt að fara með full forráð og jafnvel framselja þann kvóta ef þeim sýnist svo.“

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 13.5.2011 - 09:22 - 3 ummæli

Vinargreiði eða „mellufrétt“ á mbl.is?

Gamla blaðamannshjartað stoppaði augnablik þegar ég las „frétt“ á mbl.is um „Fantaflott hús í Fossvogi“.  Þetta er grófasta „vinarplögg“ sem ég hef séð lengi í fjölmiðlum – nema um sé að ræða hefðbundna „mellufrétt“ – það er auglýsing sem sett er í fréttaumgjörð gegn borgun án þess að tekið sé fram að um auglýsingu sé að ræða.

Skemmtanagildi Morgunblaðsins hefur aukist verulega á undanförnum misserum. Á móti hefur trúverðugleikinn dalað all verulega. En blaðið nær nýjum lægðum með þessari „fréttamennsku“ – því fréttin er ekki bara auglýsing í fréttaformi – heldur er tengill af „fréttinni“ beint inn á sölusíðu fasteignasölu sem sér um að selja þetta „Fantagóða hús í Fossvogi“.

Hver fær borgað fyrir „fréttina“?

Morgunblaðið?

Blaðamaðurinn?

Eða er þetta kannske bara heimskulegur vinagreiði?

PS.

Þótt ég geri ráð fyrir að þessi pistill muni vekja enn meiri athygli fasteignakaupenda á viðkomandi húsi – þá vil ég taka fram að ég fæ ekki prósentur af sölunni! 

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 12.5.2011 - 08:01 - Rita ummæli

Vatnsberann áfram í Litluhlíð

Það er jákvætt að Bezti og bakhjarlinn vilji auka veg Vatnsbera Ásmundar Sveinssonar sem staðið hefur í Litluhlíð við Öskjuhlíð frá árinu 1967 með því að færa styttuna nálægt þeim stað sem upphaflega var styttunni ætlaður. Á horni Bankastrætis og Lækjargötu.

Mér finnst hins vegar styttan eigi að vera á núverandi stað – en hún verði stækkuð verulega – svona fimmfalt!

Þannig yrði hún það alvöru kennileiti sem hún á skilið.

Ég hef verið þessarar skoðunar frá því á unglingsaldri – en Vatnsberinn hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér – allt frá sunnudagsgöngutúrum með pabba og mömmu líklega árið 1967!

Reyndar á Vatnsberinn tilkall til þess að vera staðsettur í miðbænum sem minnismerki um þá merku stétt vatnsbera sem á sínum tíma gekk í hús í Reykjavík kvosarinnar með skjólur fullar af vatni og fullnægðu þannig vatnsþörf Reykvíkinga.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 11.5.2011 - 08:53 - 8 ummæli

Trúarbragðastríð á Íslandi

Það ríkja trúabragðastríð á Íslandi.  Ekki í orðsins fullri merkingu þar sem blóð rennur. En hugtakið trúarbragðastríð lýsir ákveðnum átökum í samfélaginu bara nokkuð vel. Í trúarbragðastríðunum íslensku takast menn á af hörku af mikilli tilfinningu – nánast trúarlegri.

Í Háskóla Íslands berjast meðlimir Vantrúar – sem þrátt fyrir nafnið virðast stundum bera einkenni trúarhóps – við hefbundinn lúterskan háskólakennara í guðfræðideild.

Í umfjöllun um fótbolta á bloggrásum – enskan jafnt sem íslenskan – þá takast menn á með ósviknum trúarhita.  Þar eru meira að segja ákveðin trúartákn. Öflugustu söfnuðirnir í ensku deildinni virðast vera Man U og Liverpool.

Þá geysar harkalegt trúarbragðastríð einarðra andstæðinga Evrópusambandins og þeirra sem fylgja skilyrðislausa inngöngu Íslands í Evrópusambandið. 

Þar hafa einstaka andstæðingar inngöngu Íslands í Evrópusambandið meira að segja gengið svo langt á bloggsíðum og athugasemdakerfum að hóta stuðningsmönnum aðildar limlestingum ef ekki einhverru ennþá verra.  Látum algeng brigsl um landráð liggja milli hluta – og þó – þau bera einmitt einkenni röksemdafærslna í trúarbragðastríðum.

Reyndar verða þeir sem vilja klára aðildarviðræður við Evrópusambandið og taka afstöðu í kjölfar þess einnig fyrir harkalegum árásum harðra NEI sinna – enda litið á slíka afstöðu sem villutrú – ekki síður en afstaða þeirra sem skilyrðislaust vilja inngöngu í ESB. Þekkt minni úr trúarbragðastríðum mannkynssögunnar.

… og harðir aðildarsinnar eiga það einnig til að hnýta í þá sem vilja aðildarviðræður og taka síðan afstöðu. Einnig þekkt minni úr trúarbragðastríðum mannkynssögunnar. Þeir hófsömu klemmast milli stríðandi fylkinga.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 10.5.2011 - 11:34 - 3 ummæli

Íslenska USA skyrið yndislega

Íslenska kýrin er yndisleg. Eins og íslenska skyrið sem nú fer sigurför um heiminn. Síðast í CBS news. Það skyr er reyndar ekki framleitt út íslenskri mjólk – en þegar og ef við göngum í Evrópusambandið – þá verðum við að tryggja að einungis megi kalla íslenskt skyr úr íslenskri mjólk „SKYR“.

 … og ekki láta það hvarfla að ykkur að flytja inn ný kúakyn fyrir mjólkurframleiðslu. Við eigum að viðhalda því íslenska – enda er það einstakt – 1100 ára kúakyn.

Umfjöllun um hið heilsusamlega íslenska skyr á CBS news er að finna hér: http://www.cbsnews.com/video/watch/?id=7365475n&tag=related;photovideo

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 9.5.2011 - 16:06 - 2 ummæli

Vill Vinnumálastofnun ekki Noreg?

Vill Vinnumálastofnun ekki atvinnulausa Íslendinga til Noregs?  Er ekki betra að hafa vinnu í Noregi en að vera atvinnulaus á Íslandi?  Ég hefði haldið það. 

Ráðgjafafyrirtæki mitt hefur meðal annars milligöngu um að útvega íslenskum iðnaðarmönnum störf í Noregi. Ég ætlaði því að nýta ágætis þjónustu Vinnumálastofnunar sem heldur úti vefsíðu um störf í boði fyrir atvinnulausa.

En viti menn. Ég fékk ekki að nýta þessa þjónustu og bjóða 4 atvinnulausum íslenskum smiðum vinnu í 6 mánuði í Bergen – og möguleika á föstu starfi í kjölfarið!

Ástæðan. Ég var ekki að ráða smiðina beint til mín heldur til fyrirtækis í Noregi.

Kannske er þetta eðlilegt. En ég hélt að Vinnumálastofnun ætti að aðstoða atvinnulausa Íslendinga í atvinnuleit og skil þetta því ekki alveg.

Hvað finnst ykkur?

PS. Ég er líka með vinnu í Molde í mánuð fyrir málara sem getur farið þangað strax!

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur