Laugardagur 7.5.2011 - 15:53 - 8 ummæli

Þráinn biðji kýrnar afsökunar

Íslenskar kýr eiga skilið afsökunarbeiðni frá Þráni Bertelssyni vegna ummæla hans um „fasistabeljur“. Þráinn hefur ekkert með það að gera að tengja fasisma við kýr – þessar yndislegu rólyndisskepnur sem eru að vísu afar þrjóskar en fjarri því að geta verið fasískar.

Þá hefur hann ekkert með það að gera að tengja íslenskar kýr við íslenskar stjórnmálakonur.  Það er vanvirðing við þær Búbót, Búkollu og Gránu gömlu – lifi minning þeirra ágætu belja sem ég kynntist svo vel í æsku.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 3.5.2011 - 08:32 - 10 ummæli

Björn eða börn?

Hvort er Bezt hugsað um hagsmuni bjarna eða barna í Borginni?

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 2.5.2011 - 13:21 - 6 ummæli

Borgin bregst Kjalnesingum

Reykjavíkurborg hefur brugðist Kjalnesingum. Kjalarnes hefur verið útundan hjá borginni. Enda frekar langt frá lattelepjandi liðinu í 101.

Það nýjasta er að loka móttökustöð Sorpu á Kjalarnesi. „Sparnaður Sorpu nemur hluta kostnaðar við endurnýjun bíls forstjórans. Hins vegar mun tvöfaldur sá kostnaður leggjast á íbúana vegna ferða með sorp í næstu endurvinnslustöð.“  segir Ásgeir Harðarson Kjalnesingur.

Það ekki bara langt í næstu móttökustöð Sorpu. Vegakaflinn af Kjalarnesi – þar sem gjarnan er frekar hvass – yfir í Mosfellsbæinn er ekki alveg sá besti fyrir kerrur fullar af kjalnesku sorpi. Umferðaþunginn oft gífurlegur og einungis ein akrein í hvora áttina.

Því miður er þetta ekki eina dæmið þar sem borgin bregst Kjalnesingum

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 1.5.2011 - 10:52 - 8 ummæli

Pólitísk markmið í ESB viðræðurnar

Evrópusambandið hefur ákveðið að hefja eiginlegar samningaviðræður við Íslendinga um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það var í raun endanlega staðfest á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins í vikunni. Mikilvægt skref.

Fjarvera fulltrúa hingað til mikilvægs stjórnmálaflokks á Íslandi á þessum mikilvæga fundi sameiginlegrar þingmannanefndar vakti athygli mína og áhyggjur. Slík fjarvera er ekki Íslandi til framdráttar á alþjóðavettvangi hvað sem mönnum finnst um ESB. 

Fyrstu kaflarnir sem opnaðir verða í aðildarumræðunum eru um opinber útboð, samkeppnismál, upplýsingatækni og fjölmiðlun, vísindi og rannsóknir og menntun og menningu.  Reyndar höfum við undanfarna tæpa tvo áratugi notið öflugs stuðnings Evróðusambandsins í flestum þessum málaflokkum – en látum það vera á þessari stundu. Nú erum við farin að ræða mögulegan aðildarsamning.

Nú  þurfa stjórnmálamennirnir að hætta barnalegri þrætupólitíkinni og fara að ræða þau pólitísku markmið sem Ísland vill ná í aðildarviðræðunum í hverjum kafla í aðildarviðræðna fyrir sig. Þar skiptir miklu máli í þeirri umræðu að fá áherslur þeirra sem eru gegn aðild ekki síður en þeirra sem eru jákvæðir fyrir mögulegri inngöngu í ESB.

Það er skylda stjórnmálamanna að tryggja sem bestan aðildarsamning sem þjóðin og Alþingi taka síðan afstöðu til.  Því þurfa allir að taka virkan þátt í umræðunni um hver skuli vera samningsmarkmið Íslands í viðræðunum og jafnframt að veita samninganefnd Íslands öflugt og málefnalegt aðhald.

Stjórnmálaflokkarnir hafa algerlega brugðist þeirri skyldu sinni meðan til dæmis Bændasamtök Íslands hafa sett fram sínar  „varnarlínur“ sem við eigum að sjálfsögðu að taka tillti til í aðildarumræðunum. 

Það bólar hins vegar ekkert á pólitískri stefnumótun og lýðræðislegri umræðu stjórnmálamannanna um hvað beri að setja á oddinn í aðildarviðræðunum. Þeir virðast fastir í heimskulegum „já“ og „nei“ skotgröfum – þar sem barist er með innantómum slagorðum og órökstuddum staðhæfingum  en ekki uppbyggjandi, rökstuddum, málefnalegum, lýðræðislegum umræðum um raunverulega hagsmuni Íslands í aðildarviðræðnum.

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 30.4.2011 - 00:05 - 2 ummæli

Er ekki kominn tími til að tengja?

Evrópusambandið hefur ákveðið að hefja eiginlegar samningaviðræður við Íslendinga um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það var í raun endanlega staðfest á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins í vikunni. Mikilvægt skref.

Fjarvera fulltrúa hingað til mikilvægs stjórnmálaflokks á Íslandi á þessum mikilvæga fundi sameiginlegrar þingmannanefndar vakti athygli mína og áhyggjur. Slík fjarvera er ekki Íslandi til framdráttar á alþjóðavettvangi hvað sem mönnum finnst um ESB. 

Fyrstu kaflarnir sem opnaðir verða í aðildarumræðunum eru um opinber útboð, samkeppnismál, upplýsingatækni og fjölmiðlun, vísindi og rannsóknir og menntun og menningu.  Reyndar höfum við undanfarna tæpa tvo áratugi notið öflugs stuðnings Evróðusambandsins í flestum þessum málaflokkum – en látum það vera á þessari stundu. Nú erum við farin að ræða mögulegan aðildarsamning.

Nú  þurfa stjórnmálamennirnir að hætta barnalegri þrætupólitíkinni og fara að ræða þau pólitísku markmið sem Ísland vill ná í aðildarviðræðunum í hverjum kafla í aðildarviðræðna fyrir sig. Þar skiptir miklu máli í þeirri umræðu að fá áherslur þeirra sem eru gegn aðild ekki síður en þeirra sem eru jákvæðir fyrir mögulegri inngöngu í ESB.

Það er skylda stjórnmálamanna að tryggja sem bestan aðildarsamning sem þjóðin og Alþingi taka síðan afstöðu til.  Því þurfa allir að taka virkan þátt í umræðunni um hver skuli vera samningsmarkmið Íslands í viðræðunum og jafnframt að veita samninganefnd Íslands öflugt og málefnalegt aðhald.

Stjórnmálaflokkarnir hafa algerlega brugðist þeirri skyldu sinni meðan til dæmis Bændasamtök Íslands hafa sett fram sínar  „varnarlínur“ sem við eigum að sjálfsögðu að taka tillti til í aðildarumræðunum. 

Það bólar hins vegar ekkert á pólitískri stefnumótun og lýðræðislegri umræðu stjórnmálamannanna um hvað beri að setja á oddinn í aðildarviðræðunum. Þeir virðast fastir í heimskulegum „já“ og „nei“ skotgröfum – þar sem barist er með innantómum slagorðum og órökstuddum staðhæfingum  en ekki uppbyggjandi, rökstuddum, málefnalegum, lýðræðislegum umræðum um raunverulega hagsmuni Íslands í aðildarviðræðnum.

Er ekki kominn tími til að tengja?

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 29.4.2011 - 00:16 - Rita ummæli

Loksins nýtt húsnæðisbótakerfi!

Loksins virðist glitta í nýtt réttlátt húsnæðisbótakerfi á Íslandi en ég hef talað fyrir slíkri endurskipulagningu í tæpan áratug!  Tillaga um nýtt húsnæðisbótakerfi var að finna í tillögum starfshóps á vegum Árna Páls Árnasonar þegar hann var félagsmálaráðherra – en ég sat í þeim vinnuhópi.

Sjá tillögurnar hér.

Það er gleðiefni að endurskipulagning húsnæðisbótakerfisins sé komin formlega á dagskrá. Af því tilefni birti ég nú pistil um húsnæðismál frá 20. maí 2008 þar sem ég meðal annars bendi á nauðsyn slíkrar endurskipulagningar. Pistillinn birtist á Moggablogginu.

Er rétt að efla félagslegan hluta Íbúðalánasjóðs?

Gæti verið réttara og einfaldara að félagslegur stuðningur í húsnæðismálum verði ekki í formi styrkingu félagslegs hluta Íbúðalánasjóðs sem gæti leitt til hallareksturs og gjaldþrots ef tekið er mið af sögunni, heldur gegnum húsnæðisbætur sem taka mið af stöðu fólks hverju sinni?  

Félagsmálaráðherra hefur nú gengið fram fyrir skjöldu og dregið úr þeim skaða sem forsætisráðherra og utanríkisráðherra sköpuðu með ónákvæmum og ótímabærum yfirlýsingum um óskilgreinda framtíð Íbúðalánasjóðs.  Félagsmálaráðherra segist muni standa vörð um Íbúðalánasjóð og að sjóðurinn muni áfram veita landsmönnum um allt land almenn íbúðalán en án ríkisábyrgðar.

Þau lán munu óhjákvæmilega verða á hærri vöxtum en sambærileg lán eru með ríkisábyrgð. Það er hins vegar ekki aðalatriðið.  Það sem skiptir máli er að almenningur hafi rétt á slíkum lánum. Slíkur réttur er ekki til staðar hjá bönkunum, en ríkisvaldinum ber skylda til að tryggja almenningi aðgang að slíkum lánum dutlungalaust.  Ég treysti félagsmálaráðherra vel í að tryggja almannahagsmuni á þennan hátt.

En það er fleira sem félagsmálaráðherrann segir:

„Samhliða breytingunum gefst tækifæri til að styrkja verulega félagslega hluta sjóðsins eins og ég hef boðað. Slíkar félagslegar áherslur munu nýtast þeim sem verr standa á húsnæðismarkaði, fyrstu íbúðarkaupendum og tekjulágum.“

Þessi markmið eru göfug og jákvæð.

En er rétt að efla félagslegan hluta Íbúðalánasjóðs? Ég ætla ekki að útiloka það – en ég er ekki viss!

Hvað þýðir það að efla félagslegan hluta Íbúðalánasjóðs?

Íbúðalánasjóður er fyrst og fremst sjálfbær samfélagslegur sjóður sem nær markmiðum sínum án beinna framlaga úr ríkissjóði.  Ríkisábyrgð sem ríkissjóður ber engan kostnað af og öflug skuldabréfaútgáfa sjóðsins tryggir sjóðnum bestu mögulegu lánakjör í  íslenskum verðtryggðum krónum. Þessir lágu vextir og sá tryggi réttur sem almenningur á hefur lengst af nýst best þeim sem eru í lægri tekjuhópunum.

Hinn sértæki félagslegi hluti Íbúðalánasjóðs í dag er fyrst og fremst félagsleg leiguíbúðalán sem eru niðurgreidd með beinum framlögum úr ríkissjóði, enda má Íbúðalánasjóður ekki niðurgreiða einn lánaflokk með tekjum af öðrum vegna lögbundinna  jafnræðissjónarmiða.

Ætlar ríkisstjórnin að auka slíkar niðurgreiðslur á vöxtum Íbúðalánasjóðs?  Er það styrking félagslega hluta sjóðsins?  Á að hverfa frá hinum sjálfbæra Íbúðalánasjóði yfir í ríkisrekna og ríkisstyrkta félagsmálastofnun?

Ég minni á að ein ástæða þess að Húsnæðisstofnun ríkisins var endurskipulögð með stofnun Íbúðalánasjóðs var sú staðreynd að hinn félagslegi Byggingasjóður verkamanna var gjörsamlega gjaldþrota, hafði étið upp allt eigið fé Byggingasjóðs ríkisins svo það stefndi í allsherjar gjaldþrot Húsnæðisstofnunar. Á núvirði var eigið fé Byggingarsjóðs verkamanna neikvætt um rúmlega 24 milljarða – sem er meira en núverandi eigið fé Íbúðalánasjóðs.

Þessi staða var afleiðing þess kerfis þar sem ríkissjóður átti að niðurgreiða vexti félagslegra lána – en sveikst um það.

Er ekki einfaldara að allur Íbúðalánasjóður verði almennur og fjármagnaður án ríkisábyrgðar?

Er ekki réttara og einfaldara að félagslegur stuðningur í húsnæðismálum verði ekki  í formi styrkingu félagslegs hluta Íbúðalánasjóðs sem gæti leitt til hallareksturs og gjaldþrots ef tekið er mið af sögunni, heldur gegnum húsnæðisbætur sem taka mið af stöðu fólks hverju sinni?

Þannig er rekstur Íbúðalánasjóðs tryggður öllum almenningi til hagsbóta en markmiðum um félagslega aðstoð næst á mun markvissari hátt!

Með slíkum húsnæðisbótum í stað niðurgreiðslu lána Íbúðalánasjóðs er jafnræði á mörgum sviðum náð.

Það ætti að vera jafnræði milli húsnæðisforma og slíkar bætur óháðar búsetuformi. Það á ekki að skipta máli hvort búið er í eigin húsnæði, leiguhúsnæði eða búseturéttarhúsnæði. 

Það ætti að vera jafnræði milli lánveitenda. Það á heldur ekki að skipta máli hvort húsnæðið er fjármagnað af Íbúðalánasjóði  eða öðrum fjármálastofnunum. Húsnæðisbæturnar fara þangað sem þeirra er þörf.

Gæti þetta ekki verið vænlegri leið en „styrking félagslegs hluta Íbúðalánasjóðs“?“

Greinin á Moggablogginu 20. ´maí 2008.  http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/544864/ 

Meiri umfjöllun um húsnæðisbætur og húsnæðismál : http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/547051/

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/640473/

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/668166/

http://blog.eyjan.is/hallurm/2011/04/04/husnaedi-fyrir-alla/

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 28.4.2011 - 08:59 - Rita ummæli

Sterkara sjálfstæðara Alþingi

Sterkara og sjálfstæðara Alþingi virðist vera eitur í beinum ríkisstjórna hver sem skipar þær. Vigdís Hauksdóttir bendir réttilega á það í grein í Morgunblaðinu að fjárskortur og skortur á sérfræðiaðstoð hamli faglegum störfum Alþingis.

Vigdís lagði á sínum tíma  fram skynsamlegt frumvarp um stofnun Lagaskrifstofu Alþingis þar sem Alþingi gæti leitað til öflugra sérfræðinga í lögum sér til fulltingis í störfum sínum. Sú tillaga hlaut ekki náð fyrir augum ríkisstjórnarflokkanna. Þess í stað var stofnuð lagaskrifstofa stjórnarráðsins.

Sú ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna endurspeglar þetta landlæga viðhorf ríkisstjórna. Þessarar og þeirra sem ríkt hafa undanfarna áratugi. Alþingi er í þeirra huga afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið. Ekki hið eiginlega sjálfstæða löggjafarvald sem Alþingi ber að vera samkvæmt stjórnarskránni og grundvallarhugmyndum lýðræðisins um þrískiptingu valds.

Frumvarp til laga um lagaskrifstofu Alþingis.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 26.4.2011 - 20:26 - 5 ummæli

Þremenningaklíkan í Framsókn eða Hreyfinguna?

Þremenningaklíkan sem sagði sig úr þingflokki VG á dögunum virðist vilja halda opnum þeim möguleika að ganga til liðs við aðra þingflokka í stað þess að stofna eigin þingflokk. Ætli þau séu að horfa til þingflokks Framsóknarflokksins? Eða þingflokks Hreyfingarinnar?

Varla Sjálfstæðisflokksins 🙂

Óvænt yfirlýsing þremenningaklíkunnar í dag hljóðar svo:

Undirrituð hafa í dag og undanfarna daga farið yfir stöðuna eftir úrsögn úr þingflokki Vinstri grænna. Staðan í íslenskum stjórnmálum er óráðin. Það er niðurstaða okkar að ekki sé tímabært að svo stöddu að stofna nýjan þingflokk. Við munum starfa sem óháðir þingmenn og í anda þeirra hugsjóna sem við töluðum fyrir í aðdraganda síðustu kosninga.

Lilja Mósesdóttir
Atli Gíslason
Ásmundur Einar Daðason

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 25.4.2011 - 20:01 - 22 ummæli

Prímadonnan Jói Hauks móðguð

Ágætur vinur minn og kennari úr MH – Jóhann Hauksson – á marga flotta spretti í fréttaskýringum, fréttum og bloggpistlum á DV. En eins og mér þykir vænt um Jóhann Hauksson félaga minn og blaðamann – þá þykir mér alltaf sorglegt þegar hann yfirgefur fagmennskuna sem oftast einkennir skrif hans – og missir sig í tilfinningarnar. Vegna þess þegar það gerist týnist fagmaðurinn blaðamaðurinn og eitthvað allt annað kemur upp á yfirborðið.

Nýjasta dæmið er þegar Jóhann missti sig yfir vælinu í Lilju Mósesdóttur – sem reyndar hafði dálítið fyrir sér í gagnrýni á Jóhann vegna hlutdrægra pistla á blogginu hans undanfarið – þar sem hann meðal annars tekur upp þykkjuna fyrir Steingrím J. og co í flokkseigendafélaginu í VG- gegn forseta vorum – sem Jóhanni hefur lengi verið illa við.

Af hverju veit ég ekki – en honum hefur verið ferlega illa við Ólaf Ragnar – lengi. Vísa bara í tugi pistla Jóhanns um Ólaf Ragnar máli mínu til stuðnings.

Minnir mig á hatrammar tilfinningar sem Jóhann hefur til Halldórs Ásgrímssonar – sem einu sinni var í pólitík og er svo óheppinn að eiga um það bil 1% hlut í útgerðarfyrirtæki fyrir austan. Það eru ófáar neikvæðar „fréttaskýringar“ og bloggpistlar sem Jóhann hefur ritað til þessa að sverta Halldór – hvort sem hann á það skilið eða ekki – frá því Jóhann móðgaðist illilega við Halldór hér um árið þegar Jóhann taldi sig eiga stuðning Halldórs í fréttastjórastöðu á RÚV.

Vandamálið var bara – sem Jóhann hafði bara ekki fattað – að Halldór skipti sér aldrei af mannaráðningum hvort sem um var að ræða Framsóknarmenn eða Framsóknarmenn ekki. Reyndi ekki einu sinni að ganga á milli Framsóknarmanna í blóðugum átökum innanflokks.

Þess vegna var það bara þannig að fulltrúi Framsóknar í stjórn RÚV vann í því að ráða fjölskylduvin – sem ekkert hafði haft með Framsókn að gera þótt hin almenna söguskýring og skýring sárreiðs Jóhanns Haukssonar sé að um pólitík hafi verið að ræða – og Framsóknarmaðurinn hafði sínu fram. Fjölskylduvinur utan Framsóknar ráðinn.

Jóhann móðgaðist illilega – enda migið utan í Halldór Ásgrímsson um nokkuð skeið til þess að fá stöðuna. Jóhann sagði af sér sem fréttamaður með látum – fjölslylduvinurinn sem ekki var Framsóknarmaður hætti eftir sólarhring – og Samfylkingarmaður hlaut hnossið.

Þessi tenging Jóhanns við Halldór rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá samlíkinguna í því hvernig Jóhann hefur migið utan í Steingrím J. undanfarna mánuði.  Sem ég fattaði ekki fyrr en Lilja Mós sagði hið augljósa – með hefðbundnum viðbrögðum Jóhanns Hauks!

… en þótt ég sjái og skilji hatur Jóhanns Haukssonar í garð Halldórs Ásgrímssonar – þá á ég enn eftir að fatta hvað Finnur Ingólfsson gerðí Jóhanni – því Jóhann hefur gengið enn lengra í að sverta Finn Ingólfsson á hæpnum forsendum í DV en Halldór Ásgrímsson.  Án þess ég sé að verja þessa tvo menn í sjálfu sér að öðru leiti en því að mér finnst þeir eigi að njóta sannmælis eins og aðrir. Það hafa þeir ekki gert hjá Jóhanni Haukssyni um langt árabil.

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 23.4.2011 - 11:04 - 9 ummæli

Jóhanna dregur úr leyndinni

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur aldrei þessu vant brugðist jákvætt við gagnrýni og vill nú draga úr sérkennilegu leyndarákvæði í frumvarpi að breytingum á upplýsingalögum. Í stað mögulegrar 110 ára leyndar þá er það henni að meinalausu að ákvæðið verði áfram 80 ár.  Sem reyndar er of langt að mínu mati.

Jóhanna skrifar ágæta grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún fer yfir málið.  Gott hjá Jóhönnu.

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur