Þriðjudagur 12.4.2011 - 00:40 - 18 ummæli

Evrópuráðið fullskipað

Evrópuráðið sem ber ábyrgð á starfi hins nýja Evrópuvettvangs milli aðalfunda er fullskipað eftir stofnfund Evrópuvettvangsins – EVA – í kvöld.   Evrópuráðið er skipað 27 einstaklingum sem kjörnir voru á stofnfundinum.

Evrópuvettvangurinn er þverpólitískur samstarfsvettvangur áhugafólks sem vill opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu.  Samtökin taka ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild að Evrópusambandinu en leggja áherslu á vandaða málsmeðferð og að Ísland nái sem hagstæðustum aðildarsamningi sem þjóðin taki afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Evrópuráð 27 fulltrúa mun á fundi sínum í næstu viku velja sér oddvita, málsvara, skrifara og féhirði. Hlutverk oddvita er að kalla til funda Evrópuráðs og stýra þeim, málsvara að vera í fyrirsvari fyrir Evrópuvettvanginn út á við, skrifara að færa fundargerð til bókar og halda félagaskrá og féhirði að sýsla með fé samtakanna.

Eftirfarandi einstaklingar skipa hið 27 manna Evrópuráð:

   
Bergljót Davíðsdóttir Blaðamaður
Björg Reehaug Jensdóttir Uppeldis- og menntunarfræðingur
Björn S. Lárusson Markaðsfræðingur
Björn Vernharðsson Sálfræðingur
Bryndís Gunnlaugsdóttir Lögfræðingur
Eggert Ólafsson  MPA
G Valdimar Valdemarsson Kerfisfræðingur
Gestur Guðjónsson Verkfræðingur
Gísli Tryggvason Lögfræðingur og stjórnlagaráðsmaður
Grétar Mar Jónsson Skipstjóri
Grímur Atlason Framkvæmdastjóri
Guðbjörn Guðbjörnsson MPA
Guðmundur Gylfi Guðmundsson Hagfræðingur
Guðmundur Steingrímsson Alþingismaður
Gunnar Einarsson Sölustjóri
Hallur Magnússon Rekstrarfræðingur
Helgi Bogason  Viðskiptafræðingur
Jón Magnússon Fv. Alþingismaður
Jón Sigurðsson Fv. Seðlabanakastjóri og ráðherra
Kolfinna Baldvinsdóttir Fjölmiðlamaður
Kristín Björk Jóhannsdóttir Leikskólakennari
Lúðvík Emil Kaaber Lögfræðingur
Óttarr Ólafur Proppé  Borgarfulltrúi
Signý Sigurðardóttir Framkvæmdastjóri
Sigurjón Haraldsson Viðskiptafræðingur
Stefán Vignir Skarphéðinsson Nemi
Þórey Anna Matthíasson Formaður LFK

Unnt er að ganga í Evrópuvettvanginn hér: Skráning í Evrópuvettvanginn – EVA

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 11.4.2011 - 09:43 - 5 ummæli

Evrópuvettvangur í kvöld á Grand Hótel Reykjavík

Stofnfundur Evrópuvettvangsins – EVA – verður haldinn í kvöld í Setrinu á Grand Hótel Reykjavík og hefst fundurinn kl. 20:00. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir.

Evrópuvettvangurinn er þverpólitískur samstarfsvettvangur áhugafólks sem vilja opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu.

Samtökin taka ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild að Evrópusambandinu en leggja áherslu á vandaða málsmeðferð og að Ísland nái sem hagstæðustum aðildarsamningi sem þjóðin taki afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Unnt er að gerast stofnaðili með því að skrá sig hér: Skráning sem stofnaðili Evrópuvettvangsins 

Þeir sem vilja kynna sér tillögu að stofnskrá og lögum Evrópuvettvangsins – EVA – gera skoðað þau hér: Stofnskrá og lög EVA.

Þeir sem vilja kynna sér starfsáætlun Evrópuvettvangsins geta kynnt sér tillögu um það hér:  Starfsáætlun EVA 

21 manna Evrópuráð fer með stjórn Evrópuvettvangsins milli aðalfunda.

 Á aðalfundi er kosið Evrópuráð skipað 21 einstaklingi. Evrópuráð skiptir með sér verkum og ber ábyrgð á starfi Evrópuvettvangsins milli aðalfunda.

 Evrópuráð velur sér oddvita, málsvara, skrifara og féhirði. Hlutverk oddvita er að kalla til funda Evrópuráðs og stýra þeim, málsvara að vera í fyrirsvari fyrir Evrópuvettvanginn út á við, skrifara að færa fundargerð til bókar og halda félagaskrá og féhirði að sýsla með fé samtakanna.

 Ráðið skal leita eftir fólki til að starfa fyrir samtökin samkvæmt því sem fram kemur í stofnskrá og lögum þessum. 

Þeir sem hafa áhuga á að sitja í 21 manna Evrópuráði sem fer með stjórn samtakanna á milli aðalfunda vinsamlegast látið vita með tölvupósti í netfangið hallur@spesia.is

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 11.4.2011 - 08:10 - 33 ummæli

Þjóðernisrembingur á fámennu flokksþingi Framsóknar

Ég er afar hugsi yfir gegndarlausum þjóðernisrembingi á fámennu flokksþingi Framsóknarflokksins. Eitt er heilbrigð þjóðhyggja. Annað þegar spilað er á þjóðernisrembing. Slíkt er reyndar þekkt pólitískt bragð í kreppu en sæmir ekki frjálslyndum umbótaflokki.

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 10.4.2011 - 10:51 - 14 ummæli

Sauðfjárbændur og Framsókn

Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt og Landssamband sauðfjárbænda hélt aðalfund sinn á sama tíma og sama stað. Í Bændahöllinni.  Tilviljun?

Flokksþing Framsóknar hófst á föstudagsmorgni. Aðalfundi Landssambands sauðfjárbænda lauk á föstudagskvöld með veglegri veislu í Súlnasal Hótel Sögu – sama sal og Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt um helgina.  Tilviljun?

Hótel Saga var full af sauðfjárbændum og Framsóknarmönnum aðfaranótt og fyrri hluta laugardags. Tilviljun?

Forysta Framsóknarflokksins lagði mikið á sig til að fá miðstjórn flokksins að samþykkja þessa tímasetningu flokksþingsins. Þá lá tímasetning aðalfundar Landssambands sauðfjárbænda fyrir. Tilviljun?

Forysta Framsóknarflokksins braut áratuga hefð á tímasetningu kosninga. Færði þær fram á laugardag á þann tíma sem fulltrúar á aðalfundi Landssambands sauðfjárbænda sem ætluðu ekki að sitja allt flokksþing Framsóknar voru að tékka sig út. Tilviljun?

Forysta Framsóknarflokksins flýtti afgreiðslu ályktunar um utanríkismál – og þar með að taka afstöðu til ESB mála – fram á laugardag. Til þess tíma sem þeir fulltrúar Landssambands sauðfjárbænda sem dvöldu á Hótel Sögu voru enn í Bændahöllinni. Tilviljun?

Flokksþingsfulltrúar Framsóknar voru aðeins 400 – á móti 900 fyrir 2 árum – þrátt fyrir að óvenju margir sauðfjárbændur væru á svæðinu. Tilviljun?

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 9.4.2011 - 19:59 - 12 ummæli

Framsókn vill ekki draga ESB umsókn til baka

Flokksþing Framsóknarflokksins felldi tillögu um að umsókn að ESB yrði dregin til baka. Formaður flokksins sem fékk „rússneska kosningu“ virðist hafa misst af þeirri atkvæðagreiðslu ef marka má orð hans í fjölmiðlum.

Hins vegar var felld tillaga um að þjóðin ætti að taka upplýsta ákvörðun um aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Stefna Framsóknarflokksins er því – halda áfram aðildarviðræðum, Ísland standi utan ESB og þjóðin taki ekki upplýsta ákvörðun.

VIÐBÓT:

Nýjasta kjaftasagan er að Atli og Lilja séu á leið í Framsókn – um það hafi verið rætt – en þau viljað bíða fram yfir flokksþing Framsóknar. Nú er leiðin greið – ef satt er…

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 9.4.2011 - 10:15 - 8 ummæli

9,4%

9,4%.  Tilviljun?  Held ekki.

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 8.4.2011 - 08:46 - 2 ummæli

Að ganga í Evrópuvettvanginn EVA

Evrópuvettvangurinn er þverpólitískur samstarfsvettvangur áhugafólks sem vilja opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu.  Samtökin taka ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild að Evrópusambandinu en leggja áherslu á vandaða málsmeðferð og að Ísland nái sem hagstæðustum aðildarsamningi sem þjóðin taki afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Stofnfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 11. apríl 2011 kl. 20:00 í Setrinu á Grand Hótel Reykjavík.

Það er ljóst að ekki komast allir sem vilja á stofnfund í Reykjavík. Þrátt fyrir það er unnt að gerast stofnmeðlimur með því að skrá sig í Evrópuvettvanginn á netinu.

Skráning í Evrópuvettvanginn EVA

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 7.4.2011 - 20:37 - Rita ummæli

Róttæk sjávarútvegsstefna SUF

Samband Ungra Framsóknarmanna hyggst leggja tillögu að afar róttækum breytingum á sjávarútvegsstefnu Framsóknarflokksins ef marka má drög að ályktun SUF sem mér barst í pósti.  Ungt Framsóknarfólk gengur þvert á þær áherslur sem verið hafa ofaná í Framsóknarflokknum undanfarna áratugi og væntanlega gegn þeirri tillögu sem málefnanefnd mun leggja fyrir þingið.

Átök um sjávarútvegsstefnuna er ekki ný innan Framsóknarflokksins. Þau 25 ár sem ég tók þátt í starfi flokksins man ég ekki eftir flokksþingi þar sem ekki voru mikil átök um stefnuna þótt niðurstaðan hafi alltaf verði sú að fylgjendur kvótakerfisins hafi orðið ofan á.

Það verður spennandi að sjá hver niðurstaða flokksþings Framsóknarflokksins í sjávarútvegsmálum verður – þótt hún skipti til skamms tíma minna máli nú en þegar flokkurinn var í ríkisstjórn. Stefnumótunin nú mun hins vegar geta verið afar mikilvæg til lengri framtíðar því Framsóknarflokkurinn mun væntanlega ekki verða utan ríkisstjórnar til eilífðar.

Hér á eftir fara þau drög að tillögu um sjávarútvegsstefnu sem SUF hefur unnið að á undanförnum vikum og verður væntanlega lögð fyrir flokksþingið um helgina – mögulega eitthvað breytt:

Drög að stefnu SUF í sjávarútvegsmálum

Inngangur

Við teljum að sú tillaga sem liggur fyrir frá Sjávarútvegsnefnd flokksins sé til þess fallin

að festa frekar í sessi núverandi kvótakerfi og kemur um leið í veg fyrir möguleika á

endurbótum og framþróun kerfisins.

Einnig teljum við að seint muni nást sátt um slíkt kerfi í þjóðfélaginu sem hlýtur að vera eitt af markmiðum stjórnmálaflokka almennt.

Við leggjum hér til kerfi sem við teljum að sé sanngjarnt, hagkvæmt, gegnsætt og raunveruleg tilraun til þess að búa til kerfi sem er framtíðarlausn fyrir bæði þjóð og sjávarútveginn.

Tilboðsleiðin gengur í stuttu máli út á að lítill hluti aflaheimilda verði boðnar upp árlega á opnum tilboðsmarkaði þar sem allir geta boðið í þær á jafnræðisgrundvelli. Einnig reynir hún að tryggja að núverandi útvegsfyrirtæki verði fyrir litlum skakkaföllum við innleiðingu hennar.

Tillögur

1. Nýtingarréttinn á öllu aflamarki á að bjóða upp á opnum uppboðsmarkaði. Á hverju ári er ákveðið hlutfall aflaheimilda tekið til uppboðs. Greiða skal fyrir nýtingarréttinn að fullu við afhendingu og gera um hann bindandi samning.

2. Handhafar nýtingarréttar sem tekinn er til uppboðs ár hvert fá að loknu uppboði greitt 50-60% af þeirri upphæð sem fæst fyrir nýtingarréttinn. Hinn hlutinn rennur til ríkisins og skiptist þar á jafnt milli auðlinda- og ríkissjóðs.

3. Tvær leiðir eru mögulegar við úthlutun/innköllun aflaheimilda fyrir uppboðsmarkað.

a) 4% af núverandi aflaheimildum og síðar hverjum upphaflegum samningi um aflaheimildir fara í uppboð á hverju ári.

Dæmi: Ef 100 tonn eru keypt á uppboði fara á hverju ári 4 tonn á markað aftur, bæði á ári 1 eftir samning og ári 20. Hér myndu aflaheimildir vera allar komnar aftur á uppboð að 25 árum liðnum.

b) 6% af heildaraflaheimildum útgerðar fara í uppboð á hverju ári. Þannig fara 6% af þeim heimildum sem útgerð á hverju sinni á uppboð. Með þessu móti tekur lengri tíma að innkalla allar aflaheimildir útgerðar til enduruppboðs þó stærri hlutur fari af þeim í upphafi.

Framkvæmd markaðarins sjálfs getur verið margskonar. Hér á eftir fer ein útfærsla:

Markaðurinn er framkvæmdur í þrepum þrjá mánuði á ári t.a.m. í janúar, apríl og júlí. Hvern þessara mánaða fer fram uppboð á 1/3 þeirra veiðiheimilda sem fara á uppboð það árið.

Markaðurinn fer fram á vefsíðu þar sem útgerðir geta boðið í eins mikið af heimildum og þeir vilja fyrir hvaða verð sem er. Setja má boð inn hvenær sem er mánaðar og í lok mánaðar er efstu boðum tekið. Söluverð allra aflaheimilda er það sama og mótast af lægsta tekna boði á því uppboði.

Hvert uppboð er lokað og er útgerð heimilt að senda inn eitt boð á hvert uppboð. Allir fá svo aðgang að niðurstöðum uppboðsins. Veiðiheimildir eru greiddar og afhendar við fiskveiðiáramót 1. september ár hvert.

Útgerðir verða að nefna báta og skip í sinni eigu fyrir uppboð. Heimildir útgerðar verða að vera veiddar innan útgerðar. Enginn útgerð má hafa yfirráð yfir meira en 12,5% af heildaraflamarki.

4. Til að milda innleiðingu kerfisins skal aðeins innkalla 1% fyrsta árið og bæta svo við 1% hvert ár (1. árið fer 1%, 2. árið 2%, 3. árið 3% osfr.) þar til hámarki (4% eða 6%) er náð. Ljóst er miðað við núverandi aðstæður þar sem mikilvægustu veiðistofnar landsins eru að stækka munu veiðiheimildir útgerða í tonnum ekki skerðast heldur í raun aukast. Þar með er ljóst að hófleg innleiðing uppboðsleiðarinnar mun ekki verða bannkakerfinu að falli.

5. Til að tryggja dreifingu aflamarks milli skipa má viðhalda þeim 2 flokkum sem aflamarki er skipt í í dag. Í flokki a) væru allar tegundir báta (af öllum stærðum) sem bjóða í þann hluta nýtingarréttar sem í dag kallast aflamarkskerfi. Flokkur b) með þeim hluta nýtingarréttar sem í dag nefnist krókaaflamarkskerfi. Í flokk b) geta smábátar eingöngu boðið.

6. Algjört bann skal vera við veðsetningu nýtingarréttar. Verði útgerð og lánveitandi uppvís að því að veðsetja skip ásamt veiðarfærum eða annan búnað umfram raunvirði þess verða refsingar fyrir báða aðila. Refsingarnar geta verið innköllun heimilda í samhengi við alvarleika brota og mögulega innköllun bankaleyfis.

7. Ef handhafi nýtingarréttar fer í þrot fer allur nýtingarrétturinn strax á uppboð en situr ekki í þrotabúinu. Þrotabúið fær þó réttmætan hlut félagsins af sölu heimilda á uppboðsmarkaðnum.

8. Handhöfum nýtingarréttar er skilt að veiða a.m.k 80% af nýtingarrétti sínum hvert fiskveiðiár en meiga leigja hin 20% á hverju ári ella verða þau réttindi sem eru umfram veiðigetu boðin upp á næsta uppboði.

Dæmi: Útgerð sem veiðir 70% aflaheimilda sinna missir 10% aukalega á uppboð. Útgerðum verður heimilt að skipta á tegundum í gegnum mánaðarlegan uppboðsmarkað ríkisins. Þar verða eingöngu boðin skipti á tegundum.

Veiðiheimildir sem eru sannarlega seldar og keyptar í þeim tilgangi að leigja þær umfram 80% veiðiskyldu útgerða verða innkallaðar.

9. Auðlindagjald verður fellt niður. Veiðarfæragjald verður sett á. Gjaldið skal vera mismunandi með áherslu á skaðsemi veiðarfæra og þjóðhagslegt hagkvæmni. Hámark verður t.d. 35 kr á kíló m.v. þorskígildi en 0 kr. fyrir skaðlaus og hagkvæm veiðarfæri. Tekjur vegna gjaldsins skulu renna ⅓ til Hafrannsóknarstofnunar og rannsókna á sviði sjávarútvegs, ⅓ til umhverfisumbóta á mikilvægum hafsvæðum og ⅓ til nýsköpunar.

Veiðarfæragjald verður ákveðið af nefnd skipaðri af Hafró, Umhverfisstofnun, Seðlabankanum/Fjármálaráðuneytinu/(þjóðhagsstofnun) og Sjávarútvegsráðuneytinu.

10. Byggðarkvóti skal vera 1-2% af heildar aflamarki bolfisks.

11. Rétta þarf af eftirlit með framkvæmd veiða og löndunar. Allur afli skal ávalt vera vigtaður af vigtarmönnum ríkisins. Allan hagkvæmlega nýtanlegan afla skal taka í land. Hér skal taka mið af hagsmunum þjóðarinnar en ekki eingöngu útgerða. Sjávarútvegsráðuneytið skal móta staðla yfir eðlileg hlutföll afurða s.s. magn af lifur á m.v. flök, hrognum m.v. tíma árs, hausum, afskurði o.s.frv. Ráðuneytið skal einnig framkvæma reglulega greiningu á hagkvæmni þess að hækka eða lækka þessa staðla.

Eftirlit með stærri skipum skal vera framkvæmt með innsigluðum og nettengdum myndavélum, líkt og í nágrannaríkjum okkar.

12. Strandveiði skal nýtast sem leið til nýliðunar. Til strandveiða verður ráðstafað 3,5 – 7% af heildaraflamarki í bolfisk.

Úthlutun til svæða verður miðuð við fjölda báta á hverju svæði umfram ákveðinn fasta t.d. 500 tonn. Landinu verður skipt upp í fjögur svæði eftir landshlutum.

Aflanum skal dreift á báta í stað daga innan svæðis eftir að skráningum til veiða er lokið 1. september ár hvert. Reglum um sóknardaga verður aflétt og bátum þannig gert kleift að veiða þann afla sem þeim verður úthlutað hvenær árs sem er.

Í lok fiskveiðiárs verður ónýttum heimildum úr kerfinu dreift á þá báta sem veiddu sínar heimildir og kæmu þar með til heimilda árið eftir.

Bátar með kvóta umfram 50 þorskígildis tonn fá ekki strandveiðiheimildir. Réttur til strandveiða rýrnar í hlutfalli við keyptan nýtingarrétt báta. Hlutdeild strandveiðiheimilda rýnar þannig um 2% fyrir hvert tonn sem keypt er af heimildum. Báti með 25 tonna kvóta er því heimilt að veiða 50% af úthlutuðum strandveiðiheimildum. Þegar bátur eignast 50 tonn skal hann skila strandveiðileyfi sínu til ríkisins enda það orðið óvirkt. Leyfinu verður þá endurúthlutað.

Hér er um að ræða hvata fyrir strandveiðibáta til að kaupa sig inn í stærra kerfið og þar með hleypa nýjum aðilum inn í strandveiðikerfið.

Leyfum verður úthlutað út árið 2012 og óheimilt að selja eða flytja leyfi til nema skila þeim til ríkisins.

Sambærileg regla mætti vera yfir þá sem selja kvóta, sem dæmi þá gæti aðili sem selt hefur heimildir ekki fullnýtt strandveiðileyfi nema að fimm árum liðnum frá sölu heimilda. Á hverju ári myndi rétturinn aukast um 20%, tveim árum frá sölu heimilda myndi réttur til strandveiða vera 40%, 4 árum eftir 80% og að fimm árum liðnum yrði rétturinn 100%. Hér er alltaf átt við að ef strandveiðiheimildir það árið væru t.d. 15 tonn á báta innan svæðis þá reiknast leyfilegt hlutfall af þeirri tölu.

Hver er ábati uppboðsleiðarinnar:

Kerfið er tilraun til að móta leið sem bæði útgerðir og þjóð geta verið sátt við til frambúðar. Leiðin á að gefa skýra framtíðarsýn og útrýma þeirri óvissu sem nú ríkir innan sjávarútvegsins. Með skýrum reglum sem halda áfram að virka, á sama hátt, til frambúðar á að vera auðsótt fyrir fy rirtæki innan greinarinnar að skipuleggja starfsemi sína fram í tímann. Helsti óvissuþátturinn mun eftir sem áður verða veiðiráðgjöf Hafró.

Kerfið felst í því að færa lítinn hluta aflaheimilda til á hverju ári. Mögulega frá illa reknum og skuldsettum fyrirtækjum til betur rekinna fyrirtækja sem hafa lausafé til framkvæmda og vaxtar. Hvatinn að baki hugmyndinni er að koma varanlegri hreyfingu á veiðiheimildir og koma þannig í veg fyrir stöðnun innar greinarinnar til frambúðar. Aðgangur þjóðarinnar að auðlindinni er tryggður og arði auðlindarinnar verður loks skipt á sanngjarnan hátt milli þjóðarinnar og þeirra sem nýta auðlindina.

Mun minni hætta er á því að sjávarútvegsfyrirtæki fari í bankarekstur eða útrás þar sem hvati er til að standa vaktina innan greinarinnar. Veðsetning ófæddra fiska verður ekki möguleg og verða fyrirtækin því að stuðla að vexti innan frá með veiðum samtímans. Greinin mótar verð aflaheimilda með eigin lausafé og kaupmætti og ætti bólumyndum í verði þvi að vera nær ómöguleg. Um leið myndar verð heimilda skattlagningu greinarinnar.

Leið fyrir nýliða hefur verið vörðuð á sanngjarnan hátt til framtíðar, ekki er eingöngu gert ráð fyrir nýliðun á afmörkuðu tímaskeiði. Fólk getur komið og farið úr greininni á eðlilegan hátt.

Rannsóknir og nýsköpun innan greinarinnar ætti að styrkjast verulega í gegnum veiðarfæragjaldið sem um leið stuðlar að þjóðhagslega hagkvæmum og vistvænum veiðum. Hugarfari í greininni er beint að hámörkun verðmæta fyrir þjóðina. Allann nýtanlegan afla, tegundir og tækifæri skal nýta.

Sterkur sjávarútvegur á að rífa þjóðina hratt úr efnahagssveiflum þar sem kaupmáttur greinarinnar eykst í hlutfalli við veikingu gjaldmiðilsins og hækkun hrávöru og matvælaverðs.

Hver er ábati strandveiðikerfisins:

·

Kerfið er svar við áliti mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, ef aflamarkið er nægjanlega mikið svo færa meigi rök fyrir því að sjómenn fái af því atvinnu, hið minnsta part úr ári.

Bátum í kerfinu í dag myndi fækka og afli á bát þar með aukast

Hvati er í kerfinu fyrir aðila að vaxa upp úr kerfinu

Kerfið kemur að mestu í veg fyrir misnotkun og brask

Kerfið gefur smábátum á byrjunar/áhugamannastigi fram

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 6.4.2011 - 23:41 - Rita ummæli

Stofnfundur Evrópuvettvangsins – EVA

Stofnfundur Evrópuvettvangsins – EVA – verður haldinn mánudaginn 11.apríl 2011 kl. 20:00 í Setrinu á Grand Hótel Reykjavík.

Evrópuvettvangurinn er þverpólitískur samstarfsvettvangur áhugafólks sem vilja opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu.

Samtökin taka ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild að Evrópusambandinu en leggja áherslu á vandaða málsmeðferð og að Ísland nái sem hagstæðustum aðildarsamningi sem þjóðin taki afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.

 Dagskrá stofnfundar:

1. Fundarsetning.

2. Kosning starfsmanna fundarins, fundarstjóra og fundarritara.

3. Lögð fram tillaga undirbúningshóps að stofnskrá og lögum Evrópuvettvangsins, tillagan rædd og afgreidd

Tillaga að stofnskrá og lögum er að finna hér.

4. Lögð fram tillaga undirbúningshóps að starfsáætlun, tillagan rædd og afgreidd

Tillögu að starfsáætlun er að finna hér.

5. Tillaga að árgjaldi kynnt, rædd og afgreidd.

6. Ályktanir kynntar, ræddar og afgreiddar.

7. Kosningar:

a) Kosning 21 manna Evrópuráðs

b) Kosning tveggja skoðunarmanna.

10. Önnur mál.

11. Fundarslit.

Þeir sem hafa áhuga á að sitja í 21 manna Evrópuráði sem fer með stjórn samtakanna á milli aðalfunda vinsamlegast látið vita með tölvupósti í netfangið hallur@spesia.is

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 6.4.2011 - 08:00 - 1 ummæli

Jákvætt útspil ríkisstjórnar

Ísafjarðarför ríkisstjórninni gerði ríkisstjórninni gott. Ríkisstjórnin ætti að halda miklu fleiri ríkisstjórnarfundi úti á landi og taka púls landsbyggðarinnar sem því miður hefur veikst meðal annars vegna aðgerða og aðgerðaleysis einmitt þessarar ríkisstjórnar.

En Ísafjarðarfundurinn var góður og útspil ríkisstjórnarinnar þar jákvætt. Það munar um fimm milljarðar í 16 verkefni á Vestfjörðum. Sum stór – önnur smá.

Þessi smáu eru ekki síður mikilvæg en þau stærri. Lítil verkefni geta gert gæfumun á landsbyggðinni. Slík verkefni styrkja einmitt litlu fyrirtækin sem eru svo lífsnauðsynleg fyrir landsbyggðina.

Já, þetta var jákvætt útspil hjá ríkisstjórninni.  Nú vantar bara hin 51.

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur