Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 28.04 2016 - 09:38

Einokun í umhverfismálum

Fyrir þá sem efast um að skattfé hins opinbera sé vel varið má benda á nýlegt dæmi þar sem ein ríkisstofnun veitir annari verðlaun sem svo aftur splæsir í heilsíðuauglýsingar af stolti. Að þessu sinni eru það einokunarverslanir ríkisins með áfengi sem fá umhverfisverðlaun fyrir að neyða fólk í sérstaka bílferð eftir sopanum. Einhverjir kunna […]

Miðvikudagur 20.04 2016 - 15:05

,,Stórkostleg verð“

Ríkið ver miklum fjármunum í samkeppniseftirlit til að fyrirbyggja einokunarrekstur eins og það eitt stundar. Í anda þess er kanski ekkert vitlausara að verja almannafé í samkeppnisauglýsingar gegn sjálfum sér.

Laugardagur 16.04 2016 - 12:49

Píratar ,,Eitthvað annað“

Kjörþokki Pírata byggir á því að þeir eru svona ,,öðruvísi“ stjórnmálamenn en kjósendur eru búnir að fá upp í háls af stjórnmálamönnum sem segja ekki það sem þeir meina og meina ekki það sem þeir segja. Engum dettur í í hug að Píratar séu bara nýjar umbúðir á gamaldags vinstri stjórnmál. Þess í stað eru […]

Föstudagur 15.04 2016 - 07:55

Sósíalismi 21. aldar II

Líklega má fullyrða að mannskeppnan sé að eðlisfari löt, a.m.k leiti margir að lífi án fyrirhafnar. Því er kanski ekki að undra að ríkið, goðsögnin mikla um að allir geti lifað á kostnað annara sé efst á óskalista margra, sér í lagi ungs fólks sem greiðir ekki í hítina. Hinir eldri sem eðli málsins samkvæmt eru […]

Sunnudagur 10.04 2016 - 11:24

,,Að deila kjörum með almenningi“

Nýlega kom upp mál Forsætisráðherra sem Sigríður Anderesen lýsir skýrt í pistli á heimasíðu sinni og engu er við að bæta. Innlegg Samfylkingarinnar í þá umræðu alla var undarleg samsuðu af vinsældarunki og pólitískum innanhúshreinsunum þar sem formaður flokksins losaði sig við gjaldkerann sem jafnframt er andstæðingur hans sjálfs í formannsembætti. Röksemdin var að í,,stjórnmálum verði […]

Föstudagur 08.04 2016 - 16:10

Siðferði og veruleiki

Sagt er að siðferði sé veruleiki, ekki eitthvað sem menn teigja til eftir því hvað hentar hverju sinni. Gott og vel. Ólíkt siðferðismati eru dómar Hæstaréttar hinsvegar nokkuð skýrir. Sem ráðherra, fékk Svandís Svavarsdóttir endanlegan dóm Hæstaréttar fyrir lögbrot í starfi sem hvorki henni né nokkrum öðrum tunnuhamrandi vinstri manni þótti tilefni til afsagnar. Lögbrjóturinn […]

Föstudagur 18.03 2016 - 15:18

Hagsmunasölumenn

Nýlega sagði Breska víntímaritið Decanter frá því að þarlendir vínkaupmenn væru óánægðir með tollahækkanir sem boðaðar eru í nýjasta fjárlagafrumvarpinu þar í landi. Alls verður áfengisgjald af venjulegri rauðvísflösku um helmingur af því sem gerist hér á landi eða kr. 370 pr. flösku. Augljóslega má kvarta af minna tilefni. En hvað myndu þarlendir vínkaupmenn segja […]

Sunnudagur 13.03 2016 - 15:15

Ríkis-spákaupmenn

Að grunni til má skipta hagfræðingum í tvo hópa,  þá sem geta ekki spáð fyrir um gengi gjaldmiðla og svo hinir sem ekki vita að þeir geta ekki spáð fyrir um gengi gjaldmiðla. Grunnhugmyndin að baki gjaldeyrisforða er komin frá hinum síðarnefndu en eðli málsins samkvæmt þyrftu slíkir einstaklingar ekki að sætta sig við opinber […]

Laugardagur 05.03 2016 - 14:33

Ólafur Óþolinmóði

Ólafur Helgi Sýslumaður er um margt undarlegur embættismaður sem m.a. hefur lýst aðdáun sinni á svokallaðri ,,zero tolerance“ stefnu í Bandaríkjunum sem getið hefur af sér þann einstæða árangur að 1% þjóðarinnar dvelst nú í fangelsum. Ólafur hefur littla þolinmæði fyrir lögbrotum, nema ef vera skyldu hans eigin. Mörg eru dæmin um að þolinmæði Ólafs hafi […]

Sunnudagur 21.02 2016 - 20:12

,,Torvelt aðgengi“

Innan við 25% þjóðarinnar treystir alþingismönnum til að setja lög. Um 75% þjóðarinnar treystir þeim sömu Alþingismönnum til að reka áfengisverslanir undir formerkjum torvelds aðgengis. Hvað ætli margir verði að áfengisfýklum við að ganga í gegnum Leifsstöð? Hvað segja lýðheilsufræðingar sem mæra göfug markmið áfengislaga um hina eiginlegu framkvæmd þeirra sömu laga?

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur