Föstudagur 15.4.2016 - 07:55 - FB ummæli ()

Sósíalismi 21. aldar II

Líklega má fullyrða að mannskeppnan sé að eðlisfari löt, a.m.k leiti margir að lífi án fyrirhafnar. Því er kanski ekki að undra að ríkið, goðsögnin mikla um að allir geti lifað á kostnað annara sé efst á óskalista margra, sér í lagi ungs fólks sem greiðir ekki í hítina. Hinir eldri sem eðli málsins samkvæmt eru ekki nógu ungir til að vita allt, standa eins og lömb í háu ljósunum og skilja  ekki af hverju sósíalismi sé aftur komin í tísku. Hinir ungu hafa auðvitað enga þekkingu á félagshyggju í fortíð, bara framtíðardraumórum þeirra sem nú boða allt fyrir alla og allskyns fyrir aumingja, hvort heldur eru borgaralaun eða annað.

John Paul Rathbone, einn af ritstjórum Financial Times birtir áhugavert myndband um fyrrum heimaland sinnar fjölskyldu, Kúbu þar sem sneitt er hjá klisjum á borð við vindla, gamla bíla og romm. Þess í stað er fjallað um raunverulegar afleiðingar af félagshyggju frá 1959.

Íslenskir félagshyggjumenn bregðast sjaldan vondum málstað og studdu mannréttindabrot Castro stjórnarinnar skilyrðislaust. Meinlokuhugmyndir um töfralausnir nýrra stjórnarskráa eru auðvitað heldur ekki nýjar af nálinni en þannig skrifaði t.d. Gunnar Karlsson prófessor um nýja stjórnarskrá Kúbu ,,Poder Popular“:

Raunar finnst mér Poder popular vera sterkasta vísbending sem ég hef fengið um að valdhafar Kúbu treysti alþýðu landsins og viti að þeir njóta trausts hennar.

og bætir svo við:

Ef til vill hafa Kúbanir markað sér aðra stefnu til frambúðar með stjórnarskránni 1976. Sé svo, kann Kúba að eiga eftir að verða mikilvægt forysturíki í þróun sósíalisma í heiminum.

Ögmundur Jónasson skrifar að vinstri menn hefðu glatað tiltrú sinni vegna þess að sjálfir hefðu þeir misst trú á eigin lausnum. Staðreynd málsins er hinsvegar sú að reynslan hefur sýnt að þjóðum vegnar illa ef félagshyggjumönnum vegnar vel.

Framlag til mannréttindabrota Kúbustjórnar

Framlag til mannréttindabrota Kúbustjórnar

Ögmundur hefur sjaldan farið leynt með andúð sína á eignarréttinum. Þannig upplýsti ,,jafnaðarmaðurinn“ í þættinum Sjálfstætt Fólk að sér fyndist að fólk ,,mætti eiga sitt“ eftir að hafa sýnt inn í sína íbúð og sumarbústað en bætti svo við ,,þar dreg ég mörkin að því er eignarrétt varðar“ Skýrari verður hin nýja jafnaðarstefna Ögmundar vart orðuð.

Árni Páll Árnason sem hlaut sitt pólitíska uppeldi í Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalags Ögmundar, boðar að nú sé tími til að ,,stíga út úr skjóli“ og á þar væntanlega við að tími eignarréttar sé liðinn.

Nýlega kom út stórgóð samantekt á vegum Cato stofnunarinnar sem reynir að kasta ljósi á uppgang sósíalisma í heiminum. Að vissu leiti er það skiljanlegt að stjórnmálamenn af gamla skólanum eigi erfitt með að skilja uppgang stjórnmálastefna á borð við Nazisma og Félagshyggju þó svo að bæði stjórnarformin hafi valdið heiminum ómældum harmleik og sú seinni valdi enn.

Nietsche sagði eitt sinn (áður en hann varð geðveikur sjálfur) að geðveiki væri óalgeng á meðal einstaklinga en regla á meðal þjóða, aldurshópa og hreyfinga. Ísland stendur í dag á einstæðum tímamótum við upphaf mestu uppsveiflu nokkurs ríkis í hagfræðilegu tilliti. Að snúa aftur í sósíalisma eftir undangengna reynslu myndi flokkast sem meiriháttar bilun – ,,Kúba Norðursins“Landsframleiðsla

 

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 10.4.2016 - 11:24 - FB ummæli ()

,,Að deila kjörum með almenningi“

Nýlega kom upp mál Forsætisráðherra sem Sigríður Anderesen lýsir skýrt í pistli á heimasíðu sinni og engu er við að bæta.
Innlegg Samfylkingarinnar í þá umræðu alla var undarleg samsuðu af vinsældarunki og pólitískum innanhúshreinsunum þar sem formaður flokksins losaði sig við gjaldkerann sem jafnframt er andstæðingur hans sjálfs í formannsembætti. Röksemdin var að í,,stjórnmálum verði menn að velja að deila kjörum með þjóðinni“
Árétta ber að skilgreiningar félagshyggjufólks á hugtökum á borð við ,,jöfnuð“ og ,,deilingu“ gengur út á að jafna kjörum almennings niður á þeirra eigin.
Ef vinnuveitandi á almennum markaði myndi borga tryggingar launþega sinna, hvort heldur væri líftrygging, af húsnæði, bíl eða ellilífeyri eða öðru, þyrfti að borga skatta af slíku eins og um laun væri að ræða. Opinberir starfsmenn eins og Árni Páll Árnason fá hinsvegar ríkis- og verðtryggingu á sinn ellilífeyri, sem almennir launþegar þurfa að borga með sköttum sínum (auk þess að taka á sig skerðingu þegar illa árar hjá almennum lífeyrissjóðum)
Engum hefur dottið í hug að ríkisstarfsmenn eigi að borga skatta af þessum fríðindum sem liggja í skattaskjóli hins opinbera.
Kjaradeiling og jöfnuður ofanfrá er nefnilega bara í eina átt, niður.

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 8.4.2016 - 16:10 - FB ummæli ()

Siðferði og veruleiki

Sagt er að siðferði sé veruleiki, ekki eitthvað sem menn teigja til eftir því hvað hentar hverju sinni.

Gott og vel.

Ólíkt siðferðismati eru dómar Hæstaréttar hinsvegar nokkuð skýrir.

Sem ráðherra, fékk Svandís Svavarsdóttir endanlegan dóm Hæstaréttar fyrir lögbrot í starfi sem hvorki henni né nokkrum öðrum tunnuhamrandi vinstri manni þótti tilefni til afsagnar.

Lögbrjóturinn Svandís telur að núverandi ráðherrar eigi að segja af sér af því að þeir eigi bankareikninga í útlöndum, allt annað sé siðrof.

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 18.3.2016 - 15:18 - FB ummæli ()

Hagsmunasölumenn

Nýlega sagði Breska víntímaritið Decanter frá því að þarlendir vínkaupmenn væru óánægðir með tollahækkanir sem boðaðar eru í nýjasta fjárlagafrumvarpinu þar í landi. Alls verður áfengisgjald af venjulegri rauðvísflösku um helmingur af því sem gerist hér á landi eða kr. 370 pr. flösku.

Augljóslega má kvarta af minna tilefni.

En hvað myndu þarlendir vínkaupmenn segja ef viðskiptafrelsi þeirra væri af þeim tekið í nafni svokallaðra ,,lýðheilsusjónarmiða“ ?

Ef marka má málpípu félags hilluplásshafa í ÁTVR, mætti fullvíst telja að slíku yrði fagnað, svo fremi að auglýsingabann fylgdi með í kaupunum.  Augljóslega draumur í flösku að hafa bara einn viðskiptavin sem þar fyrir utan hefur ekkert með vöruval að segja og hefur ekkert leyfi eða hvata til að semja niður verð.

Eitthvað er undarlegt við þann hluta andstæðinga viðskiptafrelsis á sviði smásöluverslunar sem telja að einkarekstur sé í lagi á heildsölustigi en ekki í smásölu.

Merkilegt nokk hefur Félag Atvinnurekenda ekki mælt fyrir ríkisrekstri á smásölu tóbaks, þrátt fyrir að þar sé auglýsingabann við lýði. Hvernig ætli standi á því?

 

 

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 13.3.2016 - 15:15 - FB ummæli ()

Ríkis-spákaupmenn

Að grunni til má skipta hagfræðingum í tvo hópa,  þá sem geta ekki spáð fyrir um gengi gjaldmiðla og svo hinir sem ekki vita að þeir geta ekki spáð fyrir um gengi gjaldmiðla.

Grunnhugmyndin að baki gjaldeyrisforða er komin frá hinum síðarnefndu en eðli málsins samkvæmt þyrftu slíkir einstaklingar ekki að sætta sig við opinber laun ef þeir hefðu eitthvað skynbragð á gjaldeyrismarkaði sem aðrir hafa ekki.

Ætluð notkun á gjaldeyrisforða byggir annarsvegar á mati embættismanna á því að gengið sé of sterkt og því beri að safna forða þar til að stemningin á markaði breytist. Telji sömu spákaupmenn gengið of veikt taki þeir til við að selja gjaldeyri.

Fyrir hverja 1.000 Milljarða sem opinberir spákaupmenn Seðlabankans safna, borga skattgreiðendur um 60 Milljarða í vexti á hverju ári.  Þeir vextir eru auðvitað hreint útflæði gjaldeyris sem augljóslega leiðir til veikingar gjdaldmiðilsins en ekki styrkingar eins og sumir halda.

Ýmsir hafa efast um greind Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í gegnum tíðina en um dómgreind hans ætti engin að efast.

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 5.3.2016 - 14:33 - FB ummæli ()

Ólafur Óþolinmóði

Ólafur Helgi Sýslumaður er um margt undarlegur embættismaður sem m.a. hefur lýst aðdáun sinni á svokallaðri ,,zero tolerance“ stefnu í Bandaríkjunum sem getið hefur af sér þann einstæða árangur að 1% þjóðarinnar dvelst nú í fangelsum.

Ólafur hefur littla þolinmæði fyrir lögbrotum, nema ef vera skyldu hans eigin. Mörg eru dæmin um að þolinmæði Ólafs hafi verið á þrotum, svo oft að segja má að Ólafur sé eitt allsherjar þrot.

Af nokkrum frægum dæmum um þolinmæðisþrot Ólafar má rifja upp þegar þvaglegg var nauðgað í konu grunaða um áfengisakstur í fangelsi á Selfossi og olli tímabundnu fjaðrafoki.

Eitt sinn þraut þolinmæði Óafar gagnvart utanvegaakstri með þeim afleiðingum að hann kallaði til þyrlu landhelgisgæslunnar, dressaði sig upp í sinn skrautlegasta einkennisbúning og hóf leit að meintum brotamönnum. Ekki leið á löngu þar til Ólafur kom auga á þrjá mótorhjólamenn akandi á vegslóða sem ekki var merktur inn á vegagrunn Landmælinga Íslands en sá vegagrunnur inniheldur 1/3 af vegum landsins sem Ólafi þótti hentugt viðmið til ákæru þó engin væri stoðin í lögum. Ólafur kærði umsvifalaust tvo ökumenn en þeim þriðja var sleppt enda var hann starfsmaður Ólafs.  Öllum kærum úr þyrluferð Ólafs var að sjálfsögðu vísað frá dómi enda hafði Ólafi brostið þolinmæði til að kynna sér þau lög sem málið varðaði.

Fyrir 6 mánuðum var ólögleg áfengissala í Leifsstöð kærð til Ólafar með málefnalegum rökstuðningi. Þar var ekki um að ræða þá starfshætti sem starfsfólk hinnar rangnefndu frí-hafnar viðhafa við sölu eða vínveitinga til ungmenna undir lögaldri heldur skortir einfaldlega alla lagaheimild fyrir smásölu áfengis í flugstöðinni. Þá bregður svo undarlega við að þolinmæði Ólafs er ekki af skornum skammti því sýslumaðurinn fljótfæri hefur ekki einu sinni óskað eftir skýringum frá Isavia eða Leifsstöð á þeim 6 mánuðum sem liðnir eru.

Annað dæmi um óvænta þolinmæði Ólafs er þegar hann lét meintan barnaníðing ganga lausann í Vestmannaeyjum í heilt ár og enn annað að Ólafur hafi hugsanlega spillt fyrir um rannsókn sakamáls.

Engum hefur nokkru sinni dottið í hug að veita Ólafi áminningu í starfi.

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 21.2.2016 - 20:12 - FB ummæli ()

,,Torvelt aðgengi“

Innan við 25% þjóðarinnar treystir alþingismönnum til að setja lög.

Um 75% þjóðarinnar treystir þeim sömu Alþingismönnum til að reka áfengisverslanir undir formerkjum torvelds aðgengis.

Hvað ætli margir verði að áfengisfýklum við að ganga í gegnum Leifsstöð? Hvað segja lýðheilsufræðingar sem mæra göfug markmið áfengislaga um hina eiginlegu framkvæmd þeirra sömu laga?

IMG_6127

IMG_6210 IMG_6211 IMG_6212

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 20.2.2016 - 11:11 - FB ummæli ()

,,Sósíalismi 21. aldarinnar“

Sagt er að undir markaðshagkerfi verði hinir ríku valdamiklir en undir félagshyggju verði hinir valdamiklu ríkir.

Venezuela er gjaldþrota og á barmi upplausnar eftir að viltustu draumar félagshyggjumanna um að sníða af galla frjáls markaðshagkerfis, urðu allir að veruleika. Hvort heldur er ný stjórnarskrá ,,auðlindir í eigu þjóðarinnar“ þjóðnýtingu ,,arðinn til þjóðarinnar“ nú eða draumurinn um jöfnuð.

Félagshyggjumenn um allan heim hafa ekki brugðist vondum málstað heldur mært afnám viðskiptafrelsis, þjóðnýtingu og hverskyns stjórnlyndistilburði valdhafa um leið og einstaklingsfrelsi er formælt sem rótum alls ills. Íslenskir félagshyggjumenn hafa lýst einræðisherranum Chavez sem ,,lang flottustum“ en Össur Skarphéðinsson lét nægja að kalla hann ,,litríkann“.

Nýjasta vonarstjarna félagshyggjumanna í Bretlandi Jeremy Corbyn skrifaði:

Thanks Hugo Chavez for showing that the poor matter and wealth can be shared. He made massive contributions to Venezuela & a very wide world.

Stjórnmálamenn geta einungis jafnað kjör þegna sinna með því að jafna ofanfrá, þ.e. með því að þrýsta niður þeim sem standa upp úr.  Fátækir íbúar Venezuela eru hinsvegar nú að uppgötva að þeirra kjör hafa ekki batnað þó svo að kjör hinna ríku hafi versnað. Þannig hefur dreifing matvæla, verðlagsstjórnun, gengisfölsun og innflutningstollar einungis getið af sér vöruskort og algera stöðnun.

Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins er einn aðdáandi miðstýrðs áætlunarbúskaps og skrifaði:

…. da Silva forseti Brasilíu, hefur farið fyrir nýrri öldu vaxandi félagshyggju í S-Ameríku.  Hugo Cháviz forseti Venúzuela og Néstor Kirchener forseti Argentínu, Tabaré Vázquez forseti Úruguay fylgja sömu stefnu.

Chávez forseti Venúzuela hefur kallað eftir efnahagslegu og pólitísku samstarfi S-Ameríkuríkjanna til að minnka áhrif USA í heimsálfunni.  Ástandið er verst í Kólumbíu. Þar stjórnar Alvaro Unite sem er sauðtryggur vinur Bush og fylgir umyrðalaust tilskipunum frá ráðgjöfunum í Washington.

Þess má reyndar geta að hagkerfi hins ,,illa stadda“ Kolumbíu hefur getið af sér mesta hagvöxt álfunnar, landsframleiðsla pr. íbúa hefur nífaldast og fátækt farið úr 65% niður undir 24%, þrátt fyrir að hafa þurft að heyja baráttu við hryðjuverkasamtökin FARC sem fjármögnuð voru af Venezuela.

Leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins spyr árið 2003: ,,Er eitthvað að óttast?“

Chaves hefur greitt niður hluta skulda Argentínu við Alþjóðabankann, hann hefur veitt stórum fjárhæðum inní efnahagslíf Bólivíu, hann selur fátæku fólki í Vermont, í Rhode Island og Maine í Bandaríkjunum olíu á gjafverði en 40% af útflutningi Venezúela á olíu fer til Bandaríkjanna. Hann hefur lagt fram stórfé í hjálparstarfsemi til dæmis vegna jarðskjálftanna í Pakistan. Og hann eins og Símon Bolivar vinnur að einingu Latnesku-Ameríku. Stærsta verkefni hans er að reyna byggja upp nokkurs konar Efnahagsbandalag Rómönsku- Ameríku. Og styrkja stöðu þess gagnvart Bandaríkjunum sem lengi hefur ráðið för í álfunni.

Sú framvinda kann þá að verða ekki síður heillandi fyrir aðrar þjóðir en skáldsögur Gabriels Garcia Marques og Isabellu Allende.

Í Víðsjá RÚV var m.a. sagt að:

Þegar Chavez tók við sem forseti árið 1999 ríkti gríðarlegur ójöfnuður í landinu en rúmum þrettán árum síðar er Venesúela það land Suður-Ameríkuálfu þar sem mestur jöfnuður ríkir.

Þjóðnýting olíuvinnslunnar hefur orðið með lýðræðislegum hætti og það er svo merkilegt hvað mikið hefur áunnist

Það ,,merkilega“ sem ávannst var að olíuframleiðsla hrundi (reyndar nokkuð sem félagshyggjufólk telur nú samfélagslega ábyrgt af umhverfisástæðum).

Ban Ki Moon sagði við andlát Chavez að leiðtoginn hafi lyft grettistaki í baráttunni við fátækt í Rómönsku Ameríku og fyrir friði.

María Kristjánsdóttir leikstjóri sagði að það hefði verið ,,nauðsynlegt að svona maður hafi komið fram“.

Oliver Stone og Sean Penn kölluðu Chavez hetju og vildarvin allra fátæklinga í heiminum.

Hlutlausar fréttaskýringar RÚV hafa auðvitað ekki brugðist:

Hin stórauknu umsvif Kínverja í Venesúela, og olíukaup þeirra þar, valda stjórnvöldum í Bandaríkjunum áhyggjum, en þau eru ekki vön því að eiga í samkeppni um auðlindir ríkja í Rómönsku Ameríku.

Þess má geta að í dag þurfa Bandaríkin ekki lengur að flytja inn olíu sem þar að auki er seld á heimsmarkaði og skiptir þar uppruni littlu máli.

Áætlað hefur verið að Chavez og arftaki hans og rútubílstjórinn Maduro hafi millifært $70Bt il vinveittra hryðjuverkasamtaka á borð við Hezbollah og félagshyggjuleiðtoga annara ríkja án samþykkis þings eða ríkistjórnar.

Sagt er að allt vald spilli og gerræðisvald gerspilli. Venezuela er eitt af 16 spiltustu ríkjum veraldar hvar lögregla er líklegri til að ræna borgara heldur en aðstoða.

Nýlega birti RÚV frétt um að verðbólga í landinu væri varlega áætluð 180%.

Ástæðan fyrir efnahagserfiðleikunum í Venesúela er fyrst og fremst rakin til verðlækkunar á eldsneyti.

Það var og…….

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 7.2.2016 - 15:16 - FB ummæli ()

Árni Páll trúverðugur

Árna Páli þótti sjálfsagt að leggja hundruðir milljarða á kostnað íslenskra skattgreiðenda af því að ,,það á ekki að leggja byrðar á almenning“ í Bretlandi og Hollandi.

Árna fannst sjálfsagt að skattgreiðendur greiddu yfir 50 milljarða svo kröfuhafar Íbúðalánasjóðs fengju allt greitt upp í topp.

Árna fannst sjálfsagt að skattgreiðendur greiddu með sameiningu Garðabæjar og Álftanes hundruðir milljóna, enda eiga kröfuhafar ekki að afskrifa ,,nema í ítrustu neyð“.

Árna finnst hinsvegar nú rétt að kröfuhafar Reykjanesbæjar afskrifi.

Árni Páll

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 2.2.2016 - 09:22 - FB ummæli ()

Beint lýðræði í ógöngum?

…..valdefling, þjóðaratkvæðagreiðslur, allt eru tískuorð í stjórnmálum í dag.

Árið 1996 lýsti fjórðungur þeirra landsmanna sem voru á móti Hvalfjarðargöngunum því yfir að þeir myndu engu að síður nota þau.

Það ár voru einungis 23% landsmanna fylgjandi því að jarðgöng yrðu gerð undir Hvalfjörð. Engu skipti þó svo að kostnaður kæmi ekki úr ríkissjóði og að engin væri skyldaður til að nota göngin að framkvæmdum loknum frekar en að matvörukaupmenn verði skyldaðir til að selja vín í sínum búðum fari svo að viðskiptafrelsi yrði innleitt með áfengi hér á landi.

Áhugavert hefði verið að fá könnun á því hvort fjórðungur þeirra sem andstæðir eru viðskiptafrelsi með áfengi myndu engu að síður vilja njóta ávinnings af lægra vöruverði og betra úrvali rétt eins og bættum samgöngum.

Frjáls_verslun__57__árgangur_1996__2__tölublað_-_Timarit_is

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur