Þriðjudagur 04.01.2011 - 20:38 - FB ummæli ()

Hvað er evra og til hvers og fyrir hvern -fyrri hluti

„Europe will be built through currency or it will not be built at all“ Jacques Rueff.

Þegar við kaupum verðmæti(vörur, þjónustu) þá greiðum við fyrir það með öðrum verðmætum(alg. unnum klukkustundum). Vegna þess hversu flókið það er að að greiða alltaf með vinnutímum og hversu erfitt það er fyrir kaupmanninn að nota síðan vinnustundirnar okkar til að kaupa af byrgjum þá notum við peninga. Við notum peninga til að auðvelda okkur viðskipti. Við notum peninga sem einingu á verðmæti. Auk þess þá flytjum við magn verðmætanna með peningum frá einum stað til annars.

Ég kaupi eitt kílógramm af gulli fyrir 50 000 dollara eða 6.000.000 krónur(6 milljónir). Til að eignast allan þennan pening þarf ég að vinna mjög lengi og safna öllum þessum vinnustundum inn á bankabókina mína í formi peninga, á Íslandi notum við eininguna krónur. Síðan fer ég og kaupi eitt kílógramm af gulli. Þegar ég fæ gullklumpinn í hendurnar verð ég sennilega sæll og glaður.

Ef seljandinn hefði eingöng selt mér sjálft kílógrammið og fengið 6 milljón krónurnar mínar fyrir það en haldið gullinu sínu eftir hefði ég orðið súr. Ég teldi seljandann klikkaðan því maður selur ekki einingar eins og kílógrömm, einingarnar sjálfar eru algjörlega verðlausar, gullið er verðmætin sem ég sækist eftir. Kílógrömm er bara eining sem við öll erum sátt við að nota til að meta þyngd hluta.

Að sama skapi er krónan, dollarinn eða evran verðlaus. Þetta eru bara einingar fyrir verðmæti. Verðmætin eru t.d. gullið eða vinnustundirnar mínar. Gullsalinn hefur takmarkað gagn af öllum vinnustundunum mínum og þess vegna notum við peninga til að auðvelda okkur viðskiptin.

Það skiptir engu máli hvað peningar heita því þeir eru bara einingar. Stundum er þyngd gulls metin með únsum(oz) í stað kílógramma, það skiptir heldur engu máli því verðmæti gulls eru ekki fólgin í því hvort það er vegið í únsum eða kg. Jafnþungir gullmolar, annar í únsum og hinn í kg kosta það sama.

Það sem gerir evruna sérstaka eru þau skilyrði sem ríkisstjórnir viðkomandi landa skrifa undir þegar þau ákveða að nota eininguna €vru. Þess vegna á umræðan ekki að snúast um eininguna heldur skilyrðin sem fylgja með evrunni. Til að mynda ef tveir einkaþjálfarar ætla að létta mig, annar um 10 kg og hinn um 20 pund, þá hef ég mestan áhuga á að vita hvernig þeir ætla að framkvæma það. Það skiptir mig ekki máli hvort ég grennist um kg eða pund. Sá þjálfarinn sem lokar mig inni með vatnsflösku er ekki heilsusamlegur en áhrifaríkur. Um þau álitamál á umræðan um evruna að snúast.

Flokkar: ESB · Peningar · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur