Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Þriðjudagur 14.12 2010 - 22:42

Hvað gera hundarnir á Alþingi á morgun

Fjárlögin fyrir næsta ár verða væntanlega tekin fyrir á Alþingi á morgun. Það er lokaumferð og síðan verða þau að lögum og munu marka allt næsta ár og komandi ár. Þess vegna skiptir máli hver niðurstaðan verður. Spunameistarar valdsins settu upp leikrit sem fær hæstu einkunn. Álfheiður var látin setja fram geðveikan niðurskurð sem enginn […]

Mánudagur 13.12 2010 - 22:53

Að vera þjóð á meðal þjóða…

Núna er svo komið fyrir okkur Vesturlandabúum að við getum fært okkur í nyt dýrkeypta reynslu fátækari þjóða heimsins í viðskiptum þeirra við alþjóðalánastofnanir. Hingað til höfum við talið vandamál fátæku landanna vera bundin við þau. Núna erum við í sömu súpunni og teljum að skuldirnar sem okkur er ætlað að greiða séu okkur óviðkomandi, […]

Laugardagur 11.12 2010 - 12:36

Jóhanna í sögulegu ljósi

Jóhanna ráðleggur Lilju Mósesdóttur að ákveða sig hvort hún telji sig vera í liði með ríkisstjórninni eða ekki. Sennilega hefur forsætisráðherrann verið í fasta svefni þegar Lilja flutti ræðu sína um miðja nótt á Alþingi. Þar rökstuddi Lilja mjög vel hvers vegna hún telur fjárlagafrumvarpið ófullnægjandi og hreinlega skaðlegt í núverandi mynd. Þar sem Lilja […]

Föstudagur 03.12 2010 - 21:50

Sandurinn og sagan

Jóhanna sagði í dag að nú hefði hún sett strik í sandinn. Nú yrðu allir að gera sér grein fyrir því að ekki yrði gert meira fyrir skuldug heimili. Þau úrræði sem fram væru komin yrði fólk að gera sér að góðu-case closed. Strikin í sandinum eru svo mörg að þau eru farin að líkjast […]

Þriðjudagur 30.11 2010 - 20:02

Ræða á Austurvelli í dag

Í dag komum við saman til að minnast þess að AGS hafði ætlað sér að fara af landi brott á þessum degi, þeas í dag 30 nóvember. Því miður var veru sjóðsins hér á landi framlengd og er enn óvissa hvort um enn frekari framlenginu verður að ræða. Þess vegna er dagurinn í dag sorgardagur […]

Mánudagur 29.11 2010 - 00:08

Fjárlögin okkar

Nú fer í hönd erfiður tími fyrir þingmenn okkar. Desember er mánuður þar sem mörgum lögum þarf að koma í gegnum þingið. Fjárlögin eru ein af þeim sem verður að klára fyrir áramót. Það er engin veisla utandyra eins og Árni Matt sagði hér um árið. Fjárlögin í ár einkennast af miklum niðurskurði og skattahækkunum. […]

Föstudagur 26.11 2010 - 22:43

Hverjir eru drullu-sokkar

Ég er farinn að trúa því að okkur Íslendingum sé ekki viðbjargandi. Núna ætti flestum að vera ljós sú staðreynd að bankastarfsemi lagði efnahag Íslands í rúst haustið 2008. Þegar það gerðist vorum við að mjólka kýr, veiða fisk og bræða ál og gerum enn. Lettland, Grikkland og Írland eru lönd í mikilli kreppu eins […]

Sunnudagur 21.11 2010 - 00:06

Vg og ESB

Vinstri grænir tókust á um Evrópusambandið. Mjög skiljanlegt því ESB hefur venjulega klofið flokka, nema Samfylkinguna. Vg vilja gefa almenningi kost á því að kjósa um ESB aðild vegna þess að það er lýðræðislegt og ekki vilja þeir láta saka sig um ólýðræðisleg vinnubrögð gagnvart þjóðinni.  Það er mjög skiljanlegt að vinstri sinnaður flokkur sé […]

Föstudagur 19.11 2010 - 23:13

Rússarnir koma….

Eftirfarandi er haft eftir Árna Þór þingmanni Vg á Vísi í kvöld; „Baneitraðir armar kolkrabbans eru enn víða í samfélaginu. Látum þá ekki eitra meira og ná yfirhöndinni á ný. Við vitum hvaðan þeim er stjórnað,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, í umræðum á flokksráðsfundi VG í kvöld. Fram kom í máli margra […]

Fimmtudagur 18.11 2010 - 18:52

Mótmæli, læmingjar og samhengi hlutanna

Frá hruni haustið 2008 hafa mótmæli almennings hafist og hjaðnað svo. Hörður Torfa, Opinn Borgarfundur og fleiri mótmæli tengd búsáhaldarbyltingunni sálugu náðu sér á gott flug en hurfu svo. Valdhafar skiptu um ríkisstjórn og pöpillinn fór sæll heim. Eftir það komu fram mótmæli gegn Icesave, Alþingi götunnar stóð fyrir fundum, mótmæli voru gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum s.l. […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur