Færslur fyrir mars, 2009

Þriðjudagur 31.03 2009 - 16:46

Það þarf samt bjartsýni

Við keppumst flest við að átta okkur á ástandinu hér í landinu eftir bankahrunið. Þetta hefur verið rússíbanareið fyrir okkur og við orðin ansi ringluð og slæpt. Það er mikið skrifað um hið slæma ástand og hvers vegna það varð svona. Sú umræða mun halda áfram enda töluvert í að rannsóknum á því ljúki. Gerendur […]

Mánudagur 30.03 2009 - 20:38

Þverskurður

Það gekk ýmislegt á hjá okkur Sjálfstæðismönnum á landsfundinum sem lauk í gær, sunnudag. Þannig hefur það verið á öllum landsfundum sem ég hef setið enda fjölmörg mál sem tekist er á um í nefndum. Ágreiningur er skiljanlega í mörgum málum í svo stórri stjórnmálahreyfingu. En það er gaman á landsfundi. Það er ánægjulegt að […]

Föstudagur 27.03 2009 - 20:35

Evrópusambandið

Í dag samþykkti landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktun um Evrópumál. Þessa ályktun má lesa hér fyrir neðan. Ég heyri að sumir telja þessa ályktun vera moðsuðu vegna þess að þarna er talað um tvöfalda atkvæðagreiðslu. Að mínu mati er þetta niðurstaða í Sjálfstæðisflokknum um mál sem er mjög umdeilt innan flokksins. Ég held að óhætt sé að […]

Fimmtudagur 26.03 2009 - 15:54

Hagræðingaraðgerðir

Afleiðing hrunsins er harkalegri hagræðing, í rekstri hins opinbera sem og fyrirtækjanna og heimilanna, en þekkst hefur lengi. Tekjur sveitarfélaga hafa dregist mikið saman og sumir spá því að staðan 2010 verði verri en 2009. Maður vonar ekki en það verður að draga rekstrarkostnað strax saman til að takast á við þann vanda sem nú […]

Sunnudagur 22.03 2009 - 21:21

Norðvesturkjördæmi

Nú er prófkjöri Sjálfstæðismanna í því víðfeðma Norðvesturkjördæmi lokið. Þátttaka sýnist mér betri en í flestum öðrum prófkjörum. Niðurstaðan varð sú að Ásbjörn Óttarsson frá Snæfellsbæ náði fyrsta sæti en Einar K. í öðru, Eyrún í þriðja og Birna í fjórða. Vestfirðingar í 2.-4. sæti og nýr maður oddviti listans. Öflugur sveitarstjórnarmaður sem nú gefur […]

Miðvikudagur 18.03 2009 - 17:29

Aftur á vefinn

Eftir gott hlé frá reglulegum færslum á veraldarvefinn hef ég fengið síðu hér á Eyjunni. Ég var með eigin síðu þar sem dagbók var færð og gestapennar komu við frá 2004-2007. Nú skal byrjað aftur. Ég mun áreiðanlega mest skrifa um sveitarstjórnarmálin og stjórnmálin í landinu. Það eru mjög undarlegir og erfiðir tímar hjá íslenskri […]

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur