Færslur fyrir apríl, 2009

Miðvikudagur 29.04 2009 - 20:34

Sveitarstjórnarráðuneyti

Stjórnarmyndunarviðræður standa yfir og þar er vonandi margt annað en ESB rætt. Vinstri flokkarnir hljóta að hafa komið sér saman um það fyrir kosningar hvaða aðferð verður viðhöfð svo báðir flokkar komist þokkalega frá ESB málinu. A.m.k. held ég það og vakti athygli á því fyrir kosningar að ESB sérstaða Samfylkingarinnar væri ekki endilega eins […]

Sunnudagur 26.04 2009 - 19:37

Stjórnarmyndun og kosningaúrslit

Það fór eins og skoðanakannanir gáfu til kynna. Fyrsta tveggja flokka vinstri stjórnin á lýðveldistímanum í kortunum. Mér finnst ólíklegt annað en að VG og Samfylking nái saman þrátt fyrir ESB málin. Ég skrifaði um það hérna á dögunum að mögulega væri ESB sérstaða Samfylkingarinnar ekki eins mikil og halda mætti. Ástæðan væri sú að […]

Laugardagur 25.04 2009 - 17:21

Kjördagur

Á kjördag hér vestra er hið besta veður. Veturinn minnir á sig með föl yfir öllu og hleypir sólinni ekki í gegnum skýin til að hita snjófölina í burtu. Fólk mætir á kjörstað í sínu fínasta pússi. Ég mætti þremur ungum mönnum sem voru áberandi vel til hafðir. Einn þeirra í smóking, með pípuhatt og […]

Föstudagur 24.04 2009 - 23:31

Erfitt val?

Ég man alveg eftir hárri verðbólgu og annarri óáran í þjóðfélaginu. Mig rámar í óstöðugleika í stjórnmálum og ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem náði ekki tökum á ástandinu. Svo kom langt tímabil stöðugleika og góðæris þar sem við Íslendingar vorum (mörg a.m.k.) farin að trúa því sjálf að aðferðir okkar eða öllu heldur íslensku útrásarvíkinganna væru […]

Fimmtudagur 23.04 2009 - 15:45

Fyrning loforða

Mikið ætla ég að vona að vinstri flokkarnir fyrni kosningaloforðin sín um fyrningaleiðina. Margir í þeim hópi segjast reyndar ekki styðja fyrningarleið. Samfylkingarfólk hefur sagt mér að ekki hafi staðið til að ræða sjávarútvegsmálin á síðasta landsfundi. Tillagan sem samþykkt var hafi bara verið skrifuð niður á munnþurrku á fundinum. Getur það verið? Er þetta […]

Miðvikudagur 22.04 2009 - 23:35

Atvinna

Það kom fram í erindi forsætisráðherra á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag að hjá Vinnumálastofnun væru skráð 600 laus störf. Einhverra hluta vegna vantar fólk í þessi störf þrátt fyrir að þúsundir séu skráðir atvinnulausir. Á aðalfundi SA sem haldinn var undir kjörorðinu ,,Atvinnulífið skapar störfin“ var framtíðarsýn lýst og lögð áhersla á mikilvægi þess […]

Þriðjudagur 21.04 2009 - 16:25

ESB sérstaðan farin?

Hverju munu kosningarnar skila þjóðinni að þessu sinni? Skoðanakannanir segja að núverandi ríkisstjórn muni halda velli og forsvarsmenn hennar, formenn VG og Samfylkingar ætla að vinna saman eftir kosningar. Hvað fær þjóðin út úr því? Mun sú stjórn sem verður hreinræktuð vinstri stjórn vinna þjóðina út úr vandanum? Hún hefur ekki haft langan tíma til […]

Mánudagur 20.04 2009 - 17:04

Feigðarleið vinstri flokkanna

Eftir kynningu vinstri flokkanna á fyrningarleið í sjávarútvegi ákváðum við bæjarstjórar þriggja bæjarfélaga sem byggja að stærstum hluta á sjávarútvegi að senda greinina hér að neðan í Morgunblaðið og birtist hún þar laugardaginn 18. apríl. Við skrifuðum greinina vegna þess að okkur finnst fyrir löngu nóg komið af því að vega stöðugt að sjávarbyggðunum. Við […]

Sunnudagur 19.04 2009 - 16:07

sammala.is

Það hefur töluverður fjöldi skráð sig á vefinn sammala.is. Þar á meðal undirritaður ásamt fleira fólki úr Sjálfstæðisflokknum. Við erum þarna vegna þess að við teljum hagsmunum Íslands best borgið með því að fara í aðildarviðræður um ESB aðild og svo þjóðaratkvæði. Þessa leið tel ég besta af ýmsum ástæðum, ekki síst myntsamstarf eftir einhvern […]

Laugardagur 18.04 2009 - 12:35

Þér hefur borist tilboð

Mér hefur borist yfirtökutilboð í hlut minn í Exista hf. Fyrirtækið BBR ehf. sem er í eigu Lýðs Guðmundssonar og Ágústs Guðmundssonar er tilbúið að kaupa hlut minn í Exista. Þeir voru eigendur Exista er það ekki? Þeir eiga meirihlutann a.m.k. núna því að BBR ehf. á 77,9% og Bakkabræður Holding B.V. 10% af heildarhlutafé […]

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur