Föstudagur 24.04.2009 - 23:31 - 10 ummæli

Erfitt val?

Ég man alveg eftir hárri verðbólgu og annarri óáran í þjóðfélaginu. Mig rámar í óstöðugleika í stjórnmálum og ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem náði ekki tökum á ástandinu.

Svo kom langt tímabil stöðugleika og góðæris þar sem við Íslendingar vorum (mörg a.m.k.) farin að trúa því sjálf að aðferðir okkar eða öllu heldur íslensku útrásarvíkinganna væru svo góðar að við gætum kennt það í öðrum löndum.

Við brotlentum þeirri hugmyndafræði og misstum fyrr vélarafl en flestar aðrar þjóðir.

Og nú er bent á Sjálfstæðisflokkinn og sagt að hann sé ábyrgur fyrir öllu saman. Já sá flokkur ber mikla ábyrgð en hún hefur verið viðurkennd og flokkurinn leitast við að sigla réttan kúrs þar sem gömlu góðu gildin ráða ferðinni.

Hinn almenni flokksmaður hefur ekki sleppt þeim gildum. Miklu frekar má segja að við höfum alltof víða sofið á verðinum og ekki áttað okkur á að fjármálakreppa heimsins færi svo illa með okkur sem raun ber vitni.

En vorum við ein í stjórn? Nei reyndar ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei náð því fylgi að geta verið einn í stjórn. Var þá samstarfsflokkurinn eða flokkarnir ekki með nein völd? Jú reyndar voru samstarfsflokkarnir með fjölda ráðuneyta og allan tímann með ráðuneyti bankamála, sjálft viðskiptaráðuneytið.

En andstæðingar Sjálfstæðisflokksins tala eins og við höfum verið ein í stjórn. Þannig hafa aðrir flokkar sloppið ótrúlega vel í gagnrýninni umræðu. Það verður svo að vera. Úr þessu fáum við því ekki breytt.

En fólk stendur frammi fyrir því að velja ákveðinn flokk á kjördag. Það getur verið mörgum erfitt val. Rykið eftir bankahrunið er ekki sest, upplýsingar þyrftu að vera meiri og kosningabaráttan skilar kannski ekki miklum upplýsingum.

Ég man eftir þeim merkilegu tímamótum þegar ég hafði aldur til að kjósa í fyrsta sinn. Og tók það alvarlega eins og allir gera áreiðanlega. Ég kynnti mér stefnuskrár en fór ekki á kosningaskrifstofur. Ég mætti á opna fundi og frambjóðendur komu á vinnustaðinn minn.

Þarna fannst mér tveir flokkar koma til greina. Alþýðuflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn. Hugmyndafræðin var mér að skapi. Niðurstaðan var að kjósa Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að ég taldi stefnuna einbeittari og frambjóðendur líklegri til að framfylgja stefnunni. Síðan þetta var hefur Alþýðuflokkurinn eða a.m.k. starfsemi hans runnið inn í Samfylkinguna sem er miklu lengra til vinstri en gamli Alþýðuflokkurinn.

Ég les alltaf stefnuskrár flokkanna fyrir hverjar kosningar og ber þær saman. Mér finnst stefna Sjálfstæðisflokksins um eins lága skatta og mögulegt er og opið umhverfi fyrir atvinnulífið ennþá vera líklegust til árangurs fyrir Íslendinga.

Það er ekki mikil eftirspurn eftir þeirri skoðun að hrunið hefði orðið á Íslandi þó VG og Samfylking hefðu þá verið í ríkisstjórn. En samt er það staðreynd. Lítum bara til annarra landa. Þar er allt pólitíska litrófið en samt mikil vandræði sem víða eru að aukast.

Það er gott fólk í öllum flokkum. Ég er sannfærður um að allir frambjóðendur vilja leggja sig alla fram um að vinna þjóð sinni gagn. Hreinræktuð vinstri stjórn er í kortunum eftir þessar kosningar. Þá verður unnið eftir hugmyndafræði sem er mér ekki að skapi. Hugmyndafræði sem hentar að mínu mati Íslendingum ekki vel.

Ég ætla að leggja mitt af mörkum til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fái sem flest atkvæði. Um leið og ég segi það óska ég öllum flokkum og frambjóðendum alls hins besta. En fyrst og fremst óska ég þjóðinni minni alls hins besta og vona að niðurstaða kosninganna verði Íslendingum til heilla.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Að hvaða leyti er Samfylkingin mun vinstri sinnaðari? Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei skilið. Ég sé faktískt ekki mikinn mun á þessum flokkum. Sjálfstæðisflokkurinn gengur lengra til hægri þegar kemur að heilbrigðismálum en Samfylkingin er frjálsari þegar kemur að landbúnaðarmálum. Báðir flokkarnir vilja hafa lága skatta á fyrirtækjum. Samfylkingin vill ganga í ESB og taka upp evru sem að mínu mati er frjálslyndara en að einangra okkur hér á landi. Það er þó vissulega deilumál.

    Aðstæður skipta líka miklu máli. Stundum þarf eifaldlega að breyta stefnu tímabundið. Sérðu virkilega fyrir þér að það sé hægt að viðhalda lágum sköttum áfram þegar fjárlagahalli næsta árs er 150 milljarðar? Ég er alls enginn talsmaður hárra skatta hvað þá hátekjuskatta en getur verið að tímabundin hækkun þeirra sé nauðsynleg?

    Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn vera einfalda þetta allt of mikið með því að segja að enga skatta þurfi að hækka. Ef engir skattar hækka þá er niðurskurðurinn einfaldlega meiri og þá lendir sá kostnaður á fólki með öðrum hætti. Þetta er ekki flókið dæmi.

  • Rómverji

    Morgunblaðið kemur okkur til hjáplpar eins og venjulega:

    http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/compass.html

  • Valið er ekki erfitt. Við kjósum ekki Sjálfstæðisflokkinn.

  • Halldór sættu þig við að Sjálfgróðaflokkurinn er fallin í ónáð vegna græðgisvæðingainnar. Þú fellur líka í næstu bæjarstjórnarkosningum.

  • Bíddu bara! þegar þjóðin þ.e.a.s. almenningur fær nog af spillingarfréttum og þegar kreppan fer virkilega að hafa áhrif og almenningur (sem þú hatar) fer að missa heimili sín, þá mun nótt hinna löngu hnífa ganga í garð. Við skulum sjá hvort það verður uppi á þér typpið þá.

  • Valið er auðvelt og Sjallar verða
    settir á varamannabekkinn.

    Hnífarnir fara á loft innan FLokksins strax eftir helgi.

    Guðlaugur Þór hættir, flytur til Kanada
    og opnar sína fyrstu líkamsræktarstöð með frúnni í Vancouver haustið 2010.

    Bjarni gefst fljótlega upp á því að vera formaður í flokki sem „er í tætlum“.

    Hann verður orðinn Stjórnarformaður
    N1 áður en árið er úti.

    Skyldu formenn Sjálfstæðisflokksins verða jafn margir á næstu misserum og oddvitar Borgarstjórnarflokksins í kjölfar þess að Davíð fór í landsmálin?

    Ég gæti best trúað því.

    Og Ísland verður komið
    í ESB innan tveggja ára.

    FLokkurinn klofnar svo í Heimastjórnarflokk
    og frjálslyndan evrópusinnaðan hægriflokk.

  • Sæll Halldór
    Nei það er mjög auðvelt að kjósa ekki SjálfstæðisFLokkinn.
    Mun ekki treysta ykkur til að hugsa um hvernig líf börnin mín fá á Íslandi næstu áratugina. Hins vegar mun ég hugsa ykkur þegjandi þörfina á meðan ég er að borga skuldir vina ykkar í bönkunum 🙁
    Góðar stundir.

  • Jæja fallegi drengur, þú kemur af fjöllum eins og venjulega.!!!!
    Ekki manstu eftir þvi að hafa skeint þig síðast er það?.
    Það eru allir brjálaðir út í okkur sjallanna.
    Ég er í sjokki, eins og ég er búin að vera góður gæji, sko búin að veðsetja kvótann minn og keypti í LB og KB svo ég gleymi ekki Glatni nei Glitni, og fjárfestingsrkostnirnir voru að breyta öllu draslinu mínu í erlenda peninga og ekki seinna en stax með smá veislur ,mellur og krump !! geggjað afhvervu? Þá kemur spurningin ertu eitthvað betri?????????

    Já af því að við erum svo frábærir snillingar í viðskiftum og okkur væri ekkert stoppanlegt.
    Við sjálfstæðismenn erum búin að skuldsetja heila stétt vinnandi sjómanna á hausinn með undirsátum okkar í bönkunum.

    Lítið á ykkur sem dauða í pólitík.

    X-Dauði er engin lýgi þegar upp er litið.

    Varist hægri viðbjóðinn.
    Og drulliði ykkur á hauga nauðgara og hyskis í sama caergorý.

  • Þið sjálfstæðismennn gleymið samt alltaf því að hvergi annars staðar í heiminum hefur kreppan leikið almenning jafn grátt og hérna.

    Og ástæðan fyrir því er það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn einkavæddi bankana, tókst að gera vanhæft FME, efldi sérsveit ríkislögreglustjóra á kostnað efnahagsbrotadeildar og svo framvegis.

    Þess vegna er það rétt hjá þér. Það er ekki erfitt val að kjósa ekki sjálfstæðisflokkinn.

    – með kveðju frá Bretlandi

  • Guðmundur

    Halldór er góður drengur.
    Látið ekki svona við hann !!

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur