Mikið ætla ég að vona að vinstri flokkarnir fyrni kosningaloforðin sín um fyrningaleiðina. Margir í þeim hópi segjast reyndar ekki styðja fyrningarleið. Samfylkingarfólk hefur sagt mér að ekki hafi staðið til að ræða sjávarútvegsmálin á síðasta landsfundi. Tillagan sem samþykkt var hafi bara verið skrifuð niður á munnþurrku á fundinum.
Getur það verið? Er þetta ekki grín hjá þessu ágæta Samfylkingarfólki?
Eftir að við þrír bæjarstjórar skrifuðum grein og vöruðum við fyrningarleiðinni, því hún hefði slæm áhrif á sjávarbyggðirnar, höfum við fengið mikil viðbrögð. Ég er sérstaklega ánægður með viðbrögðin frá fólki sem starfar við sjávarútveginn. Þar kemur mjög ákveðið fram að fólki finnst löngu kominn tími til að leyfa þessum grunnatvinnuvegi þjóðarinnar að vera í friði.
Næg önnur verkefni blasa við og óþarfi að vasast í fyrirtækjum sem standa sig eins og sjávarútvegurinn gerir.
Þeir örfáu sem hafa tjáð sig á móti grein okkar þremenninganna falla í þá gryfju sem við sáum fyrir og nefnum í grein okkar. Það er að gera okkur upp annarleg sjónarmið og gefa í skyn að við séum að standa vörð um aðra hagsmuni en byggðanna okkar. Við tókum fram í greininni að enginn okkar ætti kvóta og hefði aldrei átt. Þetta gerðum við vegna þess að við þekkjum orðræðu þeirra sem hafa fyrningarleið að áhugamáli.
Þeir sem tala fyrir fyrningarleiðinni falla í þá gryfju að skoða bara þau tilvik þar sem rekstur hefur gengið illa en líta framhjá þeim sem njóta velgengni. Þeir eru sem betur fer miklu fleiri.
Tókuð þið eftir frétt í Morgunblaðinu í dag þar sem talað er við Jóhann hjá 3X Technology á Ísafirði? Þetta er fyrirtæki sem þróar og framleiðir vörur fyrir sjávarútveginn hér heima og erlendis. Fjallað var um tækjabúnað sem fyrirtækið mun kynna á vörusýningu erlendis í næstu viku.
Fulltrúi fyrirtækisins lýsti yfir áhyggjum sínum af hugmyndum um fyrningarleið. Hann sagði þetta verða til þess að fyrirtækin héldu að sér höndum í fjárfestingum.
Þetta heyrir maður alls staðar. Það er ekki undarlegt þó sjávarútvegsfyrirtækin haldi að sér höndum þegar enn einar kosningarnar er talað um að taka af þeim möguleikann á afkomu.
Ágætu frambjóðendur sem lofið fyrningarleið! Vinsamlega fyrnið loforð ykkar.
Ég held að það séu aðrir hlutir sem þarf að fyrna Halldór. T.d. málflutning þinn er sorglegur og ótrúlegt að þú sért gangandi erinda útgerðarmanna vitandi hvaða áhrif þetta kerfi hefur haft á margar byggðir landsins. Skammastu þín. Þykist vera að standa vörð um byggðirnar þegar þú veist manna best að kerfið býður upp á að farið sé með kvótann út byggðarlögum og þau skilin eftir í rúst líkt og hefur gerst trekk í trekk. Það þarf t.d. ekki nema skilnað eða andlát. Þar er trausta kerfið sem þú ert að verja og á að setja stoðir undir byggðirnar. Ég er hneykslaður á því að þú skulir leggja nafn þitt undir þetta. Við höfum gefið þjóðinni loforð um að lagfæra þessa MEINSEMD á íslensku þjóðfélagi og við það hyggjumst við standa.
http://www.skutull.is/heiti_potturinn/Sigurdur_Petursson_Gratkorinn_og_hjaroma_raddir_thriggja_baejarstjora
http://nilli.blog.is/blog/nilli/entry/861495/
http://www.skutull.is/heiti_potturinn/Olina_Thorvardardottir_Baejarstjorar_i_slorinu
http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=131130
http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=131107
http://www.bb.is/Pages/82?NewsID=131084
http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=131082
http://www.bb.is/Pages/82?NewsID=131149
http://www.politik.is/2009/04/08/3701/
Stutt og hnitmiðuð úttekt á umræðuþætti RÚV í kvöld fyrir þá sem misstu af.
Bjarni Ben eignafjölskyldu afkvæmi var aumkunarverður.
Sigmundur auðmanna-strengjabrúða gubbaði froðu.
Ástþór náði ekki að hemja sig, missti fókus og fór yfir strikið.
Guðjón A. virkaði þreyttur eftir þrætur við samflokksmenn.
Heilaga Jóhanna átti erfitt.
Steingrímur J. kann sitt fag.
Þór saari toppaði hópinn, trúverðugur málflutningur hjá honum.
Nýtt afl á ferðinni, kjósum BORGARAHREYFINGUNA