Mér fannst landbúnaðarráðherrann skemmtilegur þegar hann fann að auglýsingu Símans þar sem nokkrir lopapeysuklæddir karlmenn leggja ekki í þorrabakkann. Ætli þetta hafi verið lattelepjandi lopapeysukarlar? Mér finnst auglýsing Símans mjög skemmtileg líka, ekki síðri en ráðherrann.
Ætli það séu engar landbúnaðarafurðir í pizzum?
Annars er myndin hérna í hausnum af Snæfjallaströndinni norðan Ísafjarðardjúps.
Makrílinn mun án efa verða mikil búbót, á komandi árum,en til að svo megi verða þarf ráðherra að setja í reglugerð,að nokkur tonn úr hverjum farmi, fari á fiskimarkað, þá gætu smá fyrirtæki boðið í makrílinn, flutt hann til Ísafjarðar í frystigámum, og unnið hann þar til
manneldis,þetta gæti orðið mikil búbót fyrir margar sjávarbyggðir.